Böðull íslenska lýðveldisins

Skilgreining á hugtakinu lýðveldi hljóðar svo: Ríki þar sem þjóðhöfðingi er kjörinn af almenningi eða fulltrúasamkundu en hlýtur ekki stöðu að erfðum.Ef við skilgreinum íslenskt þjóðfélag útfrá þessari lýðveldisskilgreiningu hlýtur það að vera forsenda fyrir íslenska lýðveldinu að hafa þjóðkjörinn forseta. Við höfum jú þjóðkjörið þing en forsetinn er eini ,,hærra setti embættismaðurinn” ef svo mætti að orði komast sem er kjörinn af þjóðinni. Við kjósum okkur ekki forsætisráðherra. Í raun gæti hver sem er orðið forsætisráðherra án þess að almenningur hefði nokkuð um það að segja. Það er því að mínu viti mikilvægt að við höfum einhvern þjóðkjörinn höfðingja til að vera andlit Íslands út á við og tákn íslenska lýðveldisins og að hann sé ópólitískur. Ég held að flestir séu sammála um að forseti sé mikilvægur fyrir þjóðarímyndina og einnig tákn lýðræðis þar sem hann er þjóðkjörinn. Það er ekki beint tákn íslenska lýðveldisins að hafa forsætisráðherra í fyrirsvari á erlendum vettvangi sem er ekki einu sinni kosinn af þjóðinni. Skilgreining á hugtakinu lýðveldi hljóðar svo: Ríki þar sem þjóðhöfðingi er kjörinn af almenningi eða fulltrúasamkundu en hlýtur ekki stöðu að erfðum.
Ef við skilgreinum íslenskt þjóðfélag útfrá þessari lýðveldisskilgreiningu hlýtur það að vera forsenda fyrir íslenska lýðveldinu að hafa þjóðkjörinn forseta. Við höfum jú þjóðkjörið þing en forsetinn er eini ,,hærra setti embættismaðurinn” ef svo mætti að orði komast sem er kjörinn af þjóðinni. Við kjósum okkur ekki forsætisráðherra. Í raun gæti hver sem er orðið forsætisráðherra án þess að almenningur hefði nokkuð um það að segja. Það er því að mínu viti mikilvægt að við höfum einhvern þjóðkjörinn höfðingja til að vera andlit Íslands út á við og tákn íslenska lýðveldisins og að hann sé ópólitískur. Ég held að flestir séu sammála um að forseti sé mikilvægur fyrir þjóðarímyndina og einnig tákn lýðræðis þar sem hann er þjóðkjörinn. Það er ekki beint tákn íslenska lýðveldisins að hafa forsætisráðherra í fyrirsvari á erlendum vettvangi sem er ekki einu sinni kosinn af þjóðinni.

Jafnræðis- og lýðræðistilfinningin er okkur Íslendingum í blóð borin. Hún á jafnvel rætur sínar að rekja til íslenska Þjóðveldisins. Á Þjóðveldisöld voru t.d. nýmæli við lög sett þannig að þau voru eins konar þjóðfélagssáttmáli. Ef konungur fór ekki að lögum máttu þegnarnir rísa upp og steypa honum. Það voru alla jafna ekki sett lög sem menn voru á móti. Lögin voru semsagt ekki valdboð og geðþóttaákvarðanir yfirvalds heldur sáttmálar. Kynslóðirnar mótuðu lögin með venjum og sáttmálum og lögin í dag eru eins konar nútímasáttmáli sem er arfleifð frá Þjóðveldisöld. Íslendingum hefur semsagt aldrei verið vel við hvers konar yfirvald sem þeir ráða ekki sjálfir, t.d. þegar farið var að setja lög á bók voru menn hræddir við að það myndi leiða af sér miðstjórn og valdboð sem mönnum var mjög í nöp við. Íslendingar höfnuðu (og hafna enn) miðstýrðu ríkisvaldi. Í Skandinavíu, Íslandi og norðurhluta Evrópu yfirhöfuð hafa lýðræði og mannréttindi þróast meira en annars staðar af einhverjum ástæðum.

Forseti Íslands er því mjög mikilvægur þrátt fyrir að hann sé ópólitískur og hafi ekki mikil völd. Hann er sameiningartákn þjóðarinnar og arfur gamalla tíma. Hann er í raun hluti af okkar ,,nútímasáttmála”. Þegar stjórnarskránni var breytt kom forseti í stað konungs en sá munur er auðvitað að konungur hlýtur stöðu sína að erfðum en forseti er þjóðkjörinn og þannig forsenda lýðveldis. Það er því algjör fásinna að þingmenn skuli vera að leggja fram frumvarp í því skyni að leggja forsetaembættið niður. Með því erum við einfaldlega að fyrirgera því að hægt sé með réttu að kalla Ísland lýðveldi. Sá sem kemur fram með slíkar hugmyndir hlýtur því að vera sannkallaður böðull, böðull íslenska lýðveldisins. Ísland stæði ekki undir nafni sem lýðveldi án þjóðkjörins forseta, sannarlega ekki. Sá sem vill leggja þetta embætti niður er í raun að lítilsvirða þá góðu menn sem lögðu allt sitt í að gera Ísland að því sem það er í dag, einu fremsta lýðræðisríki heims.

Ég hef reyndar engar sérstakar áhyggjur að háttvirtum þingmanni, Pétri Blöndal takist þetta ætlunarverk sitt því ég held að rætur jafnræðis og lýðræðis liggi djúpt hjá flestum Íslendingum. Forsetinn er lýðræðislegur öryggisventill þjóðarinnar og mér finnst að hann eigi að koma fram á erlendri grund og kynna Ísland, ekki forsætisráðherra sem ekki er þjóðkjörinn. Ég hugsa að margir séu sammála þessu og láti því heyra í sér, verði eitthvað af þessari framkvæmd. Við viljum öll bjarta framtíð fyrir lýðveldið Ísland og hún er vægast sagt í hættu stödd ef við losum okkur við sameiningartákn þjóðarinnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand