Beint lýðræði í Sviss – nýlegt dæmi

Hið miðstýrða ríkisvald er mjög veikt, en fylki Sviss eða ölluheldur kantónurnar, ráða sér að miklu leyti sjálf. Uppbygging velferðarkerfis og menntakerfis getur t.d verið mismunandi eftir kantónum. Annað gott dæmi er kosningaréttur. Konur fengu ekki kosningarétt allstaðar í Sviss fyrr en upp úr 1970 en það var aðeins í nokkrum kantónum sem þær þurftu að bíða svo lengi, íhaldsömu þýsku kantónunum. Í reynd er hægt að kalla Sviss ríkjabandalag, því einnig ríkir mikill mennignarlegur munur milli kantónanna. Sviss skiptist aðallega í þýskumælandi, ítölskumælandi og frönskumælandi hluta og eru öll tungumálin viðurkennd sem opinber tungumál. Sviss á sér mikla sérstöðu meðal Evrópuþjóða, og þá sérstaklega svissneska útfærslan á lýðræði. Sviss er frægt fyrir sínar tíðu þjóðaratkvæðagreiðslur til að ákveða alla skapaða hluti.

Hið miðstýrða ríkisvald er mjög veikt, en fylki Sviss eða ölluheldur kantónurnar, ráða sér að miklu leyti sjálf. Uppbygging velferðarkerfis og menntakerfis getur t.d verið mismunandi eftir kantónum. Annað gott dæmi er kosningaréttur. Konur fengu ekki kosningarétt allstaðar í Sviss fyrr en upp úr 1970 en það var aðeins í nokkrum kantónum sem þær þurftu að bíða svo lengi, íhaldsömu þýsku kantónunum. Í reynd er hægt að kalla Sviss ríkjabandalag, því einnig ríkir mikill mennignarlegur munur milli kantónanna. Sviss skiptist aðallega í þýskumælandi, ítölskumælandi og frönskumælandi hluta og eru öll tungumálin viðurkennd sem opinber tungumál.

Önnur sérstaða Sviss liggur í útfærslu landsins á beinu lýðræði. Í Sviss eru haldnar að meðaltali þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur á ári, og geta þrjár ástæður legið að baki þess að mál er lagt í dóm þjóðarinnar: 1) ef um stjórnarskrárbreytingu er að ræða. 2) ef flokkur á þingi er ósáttur við eitthvað sérstakt frumvarp getur hann safnað 50.000 undirskriftum innan 100 daga og fengið fram atkvæðagreiðslu um málið. 3) ef hópur af einhverju tagi safnar 100.000 undirskriftum á innan við 18 mánuðum þá getur hann krafist atkvæðagreiðslu um hvaða mál sem er.

26 september sl. var haldin atkvæðagreiðsla í Sviss um þrjú mál. Kosið var um hvort mæður ættu að eiga rétt á launuðu fæðingarorlofi (dæmi um 2), um hvort öllum bæjarfélögum, sama hversu smáum, beri skylda til að reka pósthús (dæmi um 3, en málið var tekið upp af almenningi) og að lokum um hvort úitlendingar af annari eða þriðju kynslóð innflytjenda eigi rétt á ríkisborgararétti (dæmi um 1, því þessi breyting felur í sér stjórnarskrárbreytingu).

Mesti ágreiningurinn varð um innflytjendamálið. Í því máli fólst að innflytjendur af þriðju kynslóð fengu sjálfkrafa rétt á ríkisborgararétti, en rétt innflytjenda af annarri kynslóð átti að rýmka. Eftir að búið var að telja úr kössunum kom í ljós að allar tillögurnar voru felldar nema málið um fæðingarorlof mæðra. Úrslit inflytjendamálsins voru mikil vonbrigði fyrir alla frjálslynda menn í Sviss, enda hafði verið mikil barátta í þjóðfélaginu fyrir þessu máli gegn harðri andspyrnu þjóðernissinna í landinu. Það kom í ljós þegar úrslitin voru skoðuð að þær kantónur sem flestir innflytjendur bjuggu í samþykktu allar tillöguna, en íhaldssömu þýsku kantónurnar, þar sem minna er um innflytjendur og réttindi þeirra mun strangari en annarsstaðar í Sviss sögðu allar nei.

Úrslitin komu mér á óvart, enda á málið aðallega við um fólk sem allatíð hefur búið í Sviss og þekkir ekkert annað land. Það sem kom meira á óvart var að fólk sem annaðhvort var svissneskt eða hafði búið þar alla sína ævi, kom þetta ekkert á óvart. ,,Þýsku” kantónurnar ná nánast alltaf að stöðva mál af þessu tagi, hvort sem það fjallar um réttindi kvenna eða útlendinga. Þess vegna væri Sviss svo einangrað þarna í miðju Evrópu og þess vegna tækju þeir lítinn þátt í samstarfi þjóða. Allt út af afturhaldssömum kantónum sem atkvæðamisvægis

Sviss er því í reynd gott dæmi um kosti og galla beins lýðræðis.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand