Híað á múslimana

Fjárhagslegur ávinningur af inngöngu okkar í ESB er gífurlegur og má telja að hann yrði tugmilljarða króna. Þar sem íslenska hagkerfið er ekki nema um 1/2000 af hagkerfi ESB verður ávinningur ESB ríkja af fríverslun við Ísland vart mælanlegur en aftur á móti er ávinningur Íslands af fríverslun við ESB gífurlegur. Aðgangur að mörkuðum ESB yrði greiðari, meiri samkeppni yrði á heimamarkaði, viðskiptakostnaður myndi lækka, kjör neytenda myndu stórbatna, tollar féllu niður, tæknilegar viðskiptahindranir myndu hverfa og almennar viðskiptahindranir hyrfu, framleiðslukostnaður myndi lækka og stærðarhagkvæmni hjá íslenskum fyrirtækjum myndi aukast, vextir munu lækka, fjárfestingar milli svæðanna munu eflast til muna, framleiðsla Íslendinga í landbúnaði þróast í þá átt sem hún er hvað hagkvæmust, starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja batna og margt fleira sem hefur í för með sér að hver króna sem Ísland ver til ESB kemur margföld til baka. Ég ætlaði alltaf að láta vera að skrifa um mál Jyllands Posten og Múhammeðsteikninganna þar sem mér fannst nóg hafa komið á þetta vefrit um málið, en ég hins vegar má til með að leggja orð í belg þar sem mér finnst málflutningur ýmissa aðila einkennast af einfeldni og skilningsleysi. Þeir aðilar sem ég er að tala um eru fyrst og fremst þeir sem kalla sjálfa sig „málfrelsissinna“ (ólíkt okkur hinum væntanlega) og mótmæla hástöfum allri viðleitni til þess sem þeir kalla að „gefa afslátt“ af tjáningarfrelsinu. En það erum við, sem þóttu teikningarnar af Múhammeð spámanni óþarfar og móðgandi við múslima.

Mótsögn í málflutningi frjálshygginna
Rétt er að taka fram við umræddar frelsisstyttur og tjáningarfrelsissinna að það er enginn að deila við þá um rétt JP-manna til þess að teikna hvað sem þeir vilja eða skrifa hvað sem þeir vilja. Það er munur á því og að fjalla um réttmæti þess sem þeir birta og ræða hvort eitthvað af því sem þar hefur birst sé móðgandi, niðurlægjandi og fyrst og fremst óþarft. Í kjölfar þess að DV birti forsíðumynd af meintum glæpamanni sem leiddi til þess að sá maður svipti sig lífi skrifuðu 32.044 manns undir áskorun á blaðamenn og ritstjórn DV að endurskoða ritstjórnarstefnu sína og sýna ábyrgð og virðingu í umfjöllun um menn og viðkvæm málefni. Umræðan í þjóðfélaginu bar vott um réttmæta reiði í garð blaðsins og fólki fundust skrifin mannfyrirlitleg, særandi og óþörf. Ég varð ekki vör við að neinn teldi slík viðbrögð vera vilja til að gefa afslátt af tjáningarfrelsinu. Síst af öllu SUS eða Heimdalli, sem meðal okkar Ungra Jafnaðarmanna og fleiri samtaka stóðu að áðurnefndri undirskriftasöfnun.

Núna hins vegar blasa við á vefritum ungra sjálfstæðismanna greinar til stuðnings Jyllands Posten og hans teikningum af múhammeð og þeir sem efast um réttmæti þeirra eru sakaðir um að vilja gefa afslátt af tjáningarfrelsinu. Þykja mér slíkar umræður bera vott um fullkomið skilningsleysi í garð Íslam og múslima almennt. Formaður félags múslima á Íslandi benti um daginn réttilega á að margir múslimar bæru meiri virðingu fyrir spámanni sínum heldur en sjálfum sér, og er því eðlilega brugðið að sjá niðurlægjandi skopteikningar af honum, alveg eins og mér, Hildi Einarsdóttur, væri brugðið að sjá forsíðumynd af sjálfri mér í einhverju dagblaðanna þar sem ég væri atyrt og mannorði mínu rústað án þess að ég hefði mér neitt til sakar unnið.

Rétturinn einn réttlætir – eða hvað?
Um það ríkir ágætis samstaða á Vesturlöndum, að tjáningarfrelsið eigi að geta þrifist í takt við virðingu fyrir fólki og þeirra réttindum. Á það má benda að flestum Vesturlandabúum þykir allt í lagi að birta skopmyndir af Jesú, Múhammeð og fleiri spámönnum þótt okkur þyki gagnrýnivert að birta niðurlægjandi myndir til að mynda af blökkumönnum, og að flestir myndu sýna blökkumönnum skilning ef þeir fjölmenntu í mótmælagöngu gegn dagblaði sem gagngert kallaði þá ljótum uppnefnum og teiknuðu fjölmargar skopmyndir af svörtum þrælum.

En það að okkur þyki eitthvað í lagi þýðir ekki sjálfkrafa að það allt í lagi, enda verðum við að gera okkur grein fyrir því að heimurinn skilgreinist ekki út frá okkur og okkar menningu. Þegar við ætlum að fjalla um menn og málefni og jafnframt passa okkur á að sýna þeim virðingu verðum við að hugsa málið ekki bara út frá okkur sjálfum heldur líka þeim sem við erum að fjalla um. Múslimum þykir ekki allt í lagi að teikna skopmyndir af spámanninum Múhammeð og það særir þá. Því er eðlilegt að þeir bregðist við þeim myndum með að sniðganga danskar vörur og fjölmenna í mótmælagöngur, þótt það beri að sjálfssögðu að harma og fordæma að nokkrir einstaklingar úr þeirra röðum (langt frá því allir) hafi kveikt í húsum og beitt ofbeldi í kjölfarið.

Það versta…
…við þetta mál er þó að mínu mati sú staðreynd, að þeim fjölmörgu einstaklingum í Mið Austurlöndunum sem hafa barist fyrir tjáningarfrelsi, er akkúrat enginn greiði gerður með því að Jyllands Posten og fleiri vestrænir fjölmiðlar slái sig til riddara, atyrði spámann múslima á grundvelli tjáningarfrelsisins og almennt híi á múslima fyrir að búa ekki við slíkt frelsi í stað þess að sýna þessum einstaklingum jákvæðan stuðning.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand