Það sem margir óttast án efa varðandi aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er sú staða sem komin er upp í Bandaríkjunum til dæmis. Myndu framlög ríkisins til heilbrigðisþjónustu lækka eftir því sem kostnaðurinn yrði færður yfir á einstaklingana? Með því að færa kostnaðinn yfir á einstaklingana eykst þörfin á góðum tryggingum. En verður þörfin á einkatryggingum ekki til af því að almannatryggingar duga ekki til? Felst lausnin í því að öll heilbrigðisþjónusta verði einkarekin en almannatryggingar bættar um leið? Hættan á því að tvöfalt kerfi komist á er einnig til í hugum margra. Á miðvikudaginn í síðustu viku gerðum við Ungir jafnaðarmenn okkur ferð í Orkuhúsið á Suðurlands- braut. Orkuhúsið er í glæsi- legri byggingu þar sem Orkuveitan var áður að Suðurlandsbraut 34. Í húsinu er starfrækt heilbrigðisþjónusta í einkaeigu, en þar er um samvinnu fjögurra aðila að ræða. Stoðkerfi ehf. er með móttöku sérfræðilækna í húsinu, ásamt skurðstofu. Íslensk mynd- greining ehf. rekur Röntgen Orkuhúsið ehf. á fyrstu hæðinni, en þar fara fram ýmsar rannsóknir að beiðnum lækna, röntgenmyndatökur o.fl. Sjúkraþjálfun Íslands er til húsa á annarri hæð og innanlandsdeild Össurar er einnig í húsinu með verkstæði og göngudeild. Byggingin er í leigu og eru flestir læknanna í fullu starfi í Orkuhúsinu.
Sigurður Ásgeir Kristinsson, framkvæmdastjóri og hugmyndasmiður hússins leiddi okkur í gegnum það, sýndi okkur starfsemina og ræddi við okkur um pólitíkina inn á milli.
Hvernig kom þetta til?
Í upphafi var aðeins um nokkra lækna að ræða, sem ákváðu að hefja starfsemi án samnings við ríkið. Starfsemin stækkaði ört og þurfti snemma að flytja. Núverandi húsnæði er um 4000m2 og að sögn Sigurðar var það sprungið utan af starfseminni á einum mánuði. Hugmyndin á bakvið Orkuhúsið gengur út á að hafa alla starfsemi á tilteknu sviði, í þessu tilfelli sviði stoðkerfisvandamála, á einum stað. Verði það til þess að stytta bið sjúklinganna, auðvelda starfsmönnum vinnu sína og á margvíslegan hátt auka gæði þjónustunnar án þess endilega að hækka kostnað samhliða.
Pólitíkin
Hugmyndin um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu vekur auðvitað upp ýmsar stórar spurningar. Lengi hefur menn til dæmis greint á um muninn á einkarekstri og einkavæðingu. Fæstir deila hinsvegar um nauðsyn þess að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara, þó án þess að til þess komi að þeir hinir efnameiri geti „keypt“ sig fram fyrir biðraðir eða að heilbrigðisþjónusta verði einhverskonar munaður.
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu felst í grófum dráttum í því að aðskilja kaupanda þjónustunnar frá seljandanum. Eins og staðan er í dag er ríkið í flestum tilfellum bæði kaupandi og seljandi. Þó sala þjónustunnar verði færð til einkaaðila getur ríkið haldið áfram að vera kaupandi og þannig haldið áfram að tryggja öllum þegnum sínum jafnan aðgang að þjónustunni, óháð efnahag þeirra og þjóðfélags- stöðu. En þá vakna aðrar spurningar. Gæti aukinn einkarekstur orðið til þess að verð á þjónustunni hækki umfram það sem gert er ráð fyrir í upphafi? Er líklegra að það lækki með aukinni samkeppni? Er einhver hætta á því að fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu fari að „búa til“ eftirspurn eftir þjónustunni, svo sem með því að telja fólki trú um að það þurfi lausnir sem það hugsanlega þarf ekki?
Hvað er að óttast?
Það sem margir óttast án efa varðandi aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er sú staða sem komin er upp í Bandaríkjunum til dæmis. Myndu framlög ríkisins til heilbrigðisþjónustu lækka eftir því sem kostnaðurinn yrði færður yfir á einstaklingana? Með því að færa kostnaðinn yfir á einstaklingana eykst þörfin á góðum tryggingum. En verður þörfin á einkatryggingum ekki til af því að almannatryggingar duga ekki til? Felst lausnin í því að öll heilbrigðisþjónusta verði einkarekin en almannatryggingar bættar um leið? Hættan á því að tvöfalt kerfi komist á er einnig til í hugum margra.
„Taboo?“
Heilbrigðismál hafa að mati margra ekki náð nógu hátt í stjórnmála- umræðunni síðustu ár. Vilja sumir meina að þau séu orðin að einskonar „taboo“ máli, sem enginn þorir að taka af skarið og ræða frá grunni. Samfylkingunni vildi Sigurður hrósa fyrir að þora að spyrja spurninganna, en almennt sagðist hann sér finnast stjórnmálamenn skorta „pólitískt hugrekki“ til að taka af skarið og láta hlutina gerast.
Heilsutúrismi
Að lokum ræddum við lauslega þær hugmyndir sem komið hafa fram á seinustu árum um hvort unnt verði að markaðsetja Ísland á alþjóða- markaði sem einskonar heilsulind. Haft hefur verið orð á því að Ísland hafi mikið af hæfu starfsfólki, hreint loft og vatn og í raun allt sem til þarf, nema viljann til að láta til skarar skríða. Sigurður nefndi til dæmis að Ísland sé í fremstu röð á ýmsum sviðum heilbrigðisgeirans. Hér sé árangur gervifrjóvgana langtum betri en gangi og gerist annarstaðar, og lífslíkur eftir hjartaígræðslu tvöfaldar hér á við sum önnur lönd.
Heimsóknin var í alla staði mjög áhugaverð og verður án efa til þess að skapa líflegar umræður á meðal Ungra jafnaðarmanna um stöðu heilbrigðiskerfisins í dag og þær leiðir sem færar eru til úrbóta þar sem þeirra er þörf.