Heimahjúkrun á hakanum

Það er alveg með ólíkindum að núverandi ríkisstjórn sé svo treg til að beita úrræðum sem bæði eru ódýrari og hentugri fyrir alla aðila. Þessi tregða á bæði við heimahjúkrun, uppbyggingu hjúkrunarheimila og eflingu heilsugæslunnar. Við stöndum langt að baki nágrannaþjóðum okkar í heimahjúkrun og í Reykjavík eru allt að 20.000 manns án heilsugæslu. Það er ástæða til að lýsa miklum áhyggjum af þeirri óvissu sem nú ríkir um heimahjúkrun. Þessi deila, ásamt ýmsum öðrum aðgerðum í heilbrigðisþjónustunni undanfarna mánuði, endurspeglar bæði óraunhæfar hugmyndir um fjárþörf í grunnþjónustu og skort á pólitískri forgangsröðun.

Skortur á framtíðarsýn
Að sjálfsögðu þurfa aðilar máls að vera opnir fyrir nýjum leiðum til að hagræða og bæta þjónustuna svo fremi sem kjör þeirra skerðist ekki. Þessi deila snýst hins vegar að stærstum hluta um áhugaleysi íslenskra stjórnvalda um vanda heilbrigðisþjónustunnarinnar. Deilan snýst einnig um skort á framtíðarsýn, slík sýn fyrirfinnst einfaldlega ekki hjá ríkisstjórnarflokkunum.

Það er alveg með ólíkindum að núverandi ríkisstjórn sé svo treg til að beita úrræðum sem bæði eru ódýrari og hentugri fyrir alla aðila. Þessi tregða á bæði við heimahjúkrun, uppbyggingu hjúkrunarheimila og eflingu heilsugæslunnar. Við stöndum langt að baki nágrannaþjóðum okkar í heimahjúkrun og í Reykjavík eru allt að 20.000 manns án heilsugæslu.

Nú liggja á annaðhundrað einstaklinga á rándýru hátæknisjúkrahúsi sem vel gætu nýtt sér önnur úrræði s.s. heimahjúkrun eða hjúkrunarheimili stæði það til boða. Svo er hins vegar ekki.

Einföld hagfræði
Það á að vera pólitískt markmið að fólk geti forðast sjúkrahúsavist, en noti sér þess í stað önnur úrræði heilbrigðiskerfis. Við eigum að efla heimahjúkrun og gera fólki kleift að vera eins lengi heima hjá sér og það getur. Það er bæði ódýrara og betra. Hver króna sem varin er í heimahjúkrun skilar sér margfalt til baka. Heimahjúkrun leiðir af sér sparnað í heilbrigðiskerfinu. Hagfræðin hér að baki er mjög einföld.

Slík hugmyndafræði finnst hins vegar ekki hjá ríkisstjórninni. Í jafnmikilvægum málaflokki og heimahjúkrun á að fara samningaleiðina í stað þess að stefna málum í óefni. Sú leið skilar aldrei öðru en því að bitna harkalegast á þeim síst eiga það skilið.

En því miður virðist hinn pólitíski vilji ekki vera til staðar hjá ríkisstjórninni til að leysa þetta mál farsællega eða taka á öðrum vanda heilbrigðikerfisins. Og á meðan opnast sár hér og þar í kerfinu sem sýking á greiða leið að.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand