Fjölskyldujafnrétti

Við konur erum endalaust að bera fyrir okkur jafnrétti og viljum jafnrétti á öllum sviðum. Það hefur náðst mjög góður árangur í þessari baráttu í gegnum árin, en enn má margt lagast. Þegar þessi barátta hófst, þá höfðu konur aðeins réttindi í eldhúsinu og voru þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að sjá börnin alast upp. Hlutverk föðurins var að skaffa peninga fyrir heimilið. Nú vinna báðir foreldrar jafnlangan vinnudag og faðirinn vann áður og sjá báðir foreldrar um heimilið og uppeldið. Reyndar má deila um það hvort skaffi meira faðir eða móðir, og hvor sér meira um heimilið. Við erum að miklu leyti orðnar jafningjar karlmanna, eða næstum því eins og það á að vera. Við konur erum endalaust að bera fyrir okkur jafnrétti og viljum jafnrétti á öllum sviðum. Það hefur náðst mjög góður árangur í þessari baráttu í gegnum árin, en enn má margt lagast. Þegar þessi barátta hófst, þá höfðu konur aðeins réttindi í eldhúsinu og voru þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að sjá börnin alast upp. Hlutverk föðurins var að skaffa peninga fyrir heimilið. Nú vinna báðir foreldrar jafnlangan vinnudag og faðirinn vann áður og sjá báðir foreldrar um heimilið og uppeldið. Reyndar má deila um það hvort skaffi meira faðir eða móðir, og hvor sér meira um heimilið. Við erum að miklu leyti orðnar jafningjar karlmanna, eða næstum því eins og það á að vera.

Forsjá skilnaðarbarna
Í gegnum árin hafa tengsl fjölskyldunnar minnkað, það eru aðeins fyrstu mánuðurnir í ári barns, sem foreldrar fá tækifæri til að ala upp barnið sitt, án þess að nokkur annar aðili komi þar að. Tíminn er orðinn af skornum skammti, þar sem báðir foreldrar vinna úti, og eiga því oft litlar samverustundir með börnum sínum. Í þessu hraða þjóðfélagi er mikið um skilnaði og sambúðarslit. Skilnaðir koma oftast mest niður á börnunum, þar sem þau lenda á milli í deilum foreldra. Það vill loða við þessar deildur að sumar konur bregðast þannig við að þær hverfa oft aftur til fortíðar, þar sem þær voru enn með alræði í eldhúsinu, og heimta fulla forsjá yfir börnunum. Feður eru margir hverjir bara sáttir við sína pabbahelgi og telja jafnframt að það sé í hlutverki móður að ala upp barnið. En hvað gerist þegar faðir sækist eftir jafnrétti í þessum málaflokki, og móðirin er komin á bakvið eldhúsvaskinn? Þá byrja oft illar deilur, sem nánast alltaf koma niður á barninu. Hvorugur aðili er tilbúinn til að leysa málið, þannig að oft er bara ein leið eftir. Að fara fyrir dómstóla. En í dag er ekki hægt að kalla það úrræði fyrir feður. Ef móðirin er fyrirmyndarmóðir og ekkert hægt að setja út á hana, þá er mæðrum yfirleitt dæmt í hag, og feðurnir sitja upp með pabbahelgar.

Skipt forsjá
Nú eru nýir tímar og baráttan um jafnrétti kvenna búin að koma mörgu góðu til skila. Hvað með rétt barnanna? Og hvað með jafnrétti karlmanna? Já það er munur þar á. Margar konur fara í vörn, ef karlmenn vilja ganga inn á „þeirra svið“ og vilja fá að njóta þeirra forréttinda að eiga þátt í lífi barna sinna til jafns við konur. Auðvitað eru til margir karlmenn sem hreinlega vilja eða nenna ekki að koma nálægt uppeldi á börnum sínum. En vilja bara ekki tapa í forræðisdeilunni og verða erfiðir í baráttunni. Láta sig svo hverfa smátt og smátt úr lífi barnanna eftir að hafa náð „sigri“. En hvað með þá sem þykir það vænt um börnin sín, að þeir geta vart hugsað sér líf án þeirra. Eiga konur rétt á því að traðka á þeim, vitandi það að „kerfið“ hefur samúð með þeim. Við getum ekki verið það grimmar. Við hljótum að vilja jafnrétti á öllum vígstöðvum. Hægt er að sjá í dag margar heppilegar lausnir á skiptri forsjá. T.d. þar sem börn hafa heimili hjá báðum foreldrum. Þeim börnum líður oftast mjög vel. Svo komast þau náttúrulega á aldur þar sem þau geta látið vita hvað þau vilja, og ætti að taka tillit til þess. Er ekki kominn tími til að allir njóti jafnréttinda? Kerfið þarf að fara að breytast.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand