Haítí – land hina brostnu vona

Nú nýverið var enn einn þjóðarleiðtoginn látinn fjúka. Er hann sá síðasti í langri röð valdamanna sem hafa misst yfirráðin í landinu sem þeir stjórna, Saddam Hussein í Írak, Edvardnadze í Georgíu, Taylor í Líberíu og nú síðast Jean-Bertrand Aristide í Haítí. Nú nýverið var enn einn þjóðarleiðtoginn látinn fjúka. Er hann sá síðasti í langri röð valdamanna sem hafa misst yfirráðin í landinu sem þeir stjórna, Saddam Hussein í Írak, Edvardnadze í Georgíu, Taylor í Líberíu og nú síðast Jean-Bertrand Aristide í Haítí.

Gruflað í sögunni
Það sem vakti áhuga minn á brottflutningi hans öðrum fremur er það sem fram kom í máli hans við komuna til Mið-Afríku. Þar sagði hann að sér hafi verið rænt af Bandaríkjamönnum og fluttur nauðugur á brott. (Það er rétt að taka það fram hér að ég fann ekkert um þessa ásökun forsetand á hendur Bandaríkjamönnum í leit minni á mbl.is. Ég varð að leita til BBC til að finna fréttina) Vitanlega svaraði Colin Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrir sig og sína og sagði að maðurinn hlyti að vera frá sér. Ég fór að hugsa málið. Hvað fær mann eins og Jean-Bertrand Aristide til að halda þessu fram. Sérstaklega gegn þjóðinni sem hingað til hefur verið litið svo á að styddi hann í gegnum súrt og sætt. Ég fór því og gruflaði í sögunni. Og viti menn, þar leyndust skýringar sem kannski kasta ljósi á málið.

Bandaríkjamenn hafa stutt haítíska herinn og herforingja þeirra í yfir tvö hundruð ár. Bandarísk fyrirtæki hafa löngum stundað viðskipti í Haítí þar sem er að finna stóra uppsprettu ódýrs vinnufólks sem lifði oftar en ekki í skugganum af einræðisherra. Þetta eru fullkomanar aðstæður fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki, sérstaklega ef einræðisherran situr í skjóli Bandaríkjanna. Allt fram til 1990 þá gekk þetta fyrirkomulag ágætlega. Engar kosningar voru haldnar, bandarísk fyrirtæki græddu og allt var undir styrkri stjórn herforingjanna.

Fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins í yfir 200 ár
En svo gerðist nokkuð sem sló alla út af laginu. Eftir mikla alþjóðlega pressu þá voru haldnar frjálsar kosningar í landinu. Búist var við öruggum sigri fyrrum embættismanns hjá veraldarbankanum, Marc Bazin, enda naut hann bæði stuðnings fyrirtækjanna í landinu sem og alþjóðasamfélagsins undir forrystu Bandaríkjanna. En á meðan hafði margt gerst í fátækrahverfunum sem engin var að fylgjast með. Hægt og rólega höfðu myndast hreyfingar meðal fátækra verkamanna og fólksins í fátækrahverfunum. Þessar grasrótarhreyfingar juku vitund meðal almennings um möguleikann til breytinga í átt að betra samfélagi. Og í desember 1990 stóð þessi grasrótarhreyfing uppi sem sigurvegari kosninganna. Frambjóðandi hreyfingarinnar, Jean-Bertrand Aristide, vann með yfirgnæfandi meirihluta. Hann var fyrsti lýðræðislegi kosni forseti landsins í tvö hundruð ára sögu þess.

Jean-Bertrand Aristide var prestur sem unnið hafði ötullega með fátækum við að skipuleggja hreyfingar meðal fátækra og reyna að stuðla að betri lífsgæðum og upplýstara samfélagi. Hann var frábær ræðumaður og talaði opinberlega gegn einræðisherra landsins, Jean-Claude “Baby Doc” Duvalier. Hann lifði af nokkrar morðtilraunir á áttunda áratugnum þegar vinsældir hans fóru að ógna herforingjastjórninni. Einnig var honum vísað úr Kaþólsku kirkjunni fyrir pólitíska þátttöku en það má gera ráð fyrir því að það hafi verið undir þrýstingi frá stjórnvöldum.

Efnahagsaðstoð stöðvuð
Bandaríkin brugðust skjótt við þessari lýðræðislegu þróun og stöðvaði alla efnahagsaðstoð til Haítí (nema til stórfyrirtækjanna sem voru studd dyggilega áfram). Þessar aðgerðir Bandaríkjanna komu illa niður á öllum borgurum landins og má gera ráð fyrir því að það hafi verið meiningin. Fyrirtækin sem enn nutu fjáraðstoðar stofnuðu fljótt með sér fylkingu sem nefndist “National endowment for democracy” (sem vill svo undarlega til að var eina stofnunin sem stóð ósködduð eftir valdaránið 1991) og var þessari fylkingu stefnt gegn ríkisstjórn Jean-Bertrand Aristide og stóðu vonir til að almenningur myndi snúast gegn honum þegar lífskjörin myndu hraka vegna efnahagsörðuleika.

Þrátt fyrir allt mótlætið þá náði ríkisstjórn Jean-Bertrand Aristide tökum á fjárhagsörðugleikum þjóðarinnar. Alþjóðlegar stofnanir voru farnar að sína því áhuga að koma til aðstoðar enda var ríkisstjórnin dugleg við að endurskipuleggja skrifræðið og gera stjórnsýsluna gegnsærri. Einnig skar Jean-Bertrand Aristide upp herör gegn spillingu og þá sérstaklega gegn valdamestu fjölskyldu landsins, Duvalier fjölskyldunni. Eiturlyfjaútflutningur frá landinu hrundi og flaumur flóttamanna til Bandaríkjanna stöðvaðist nær algjörlega.

Valdarán
En í september 1991 er framið valdarán í landinu. Bandaríkin lýstu yfir viðskiptabanni á Hahítí og fylgdi þar í fótspor alþjóðasamfélagins. En á því voru nokkrar undanþágur. Bush eldri fyrirskipaði að um átta hundruð bandarísk fyrirtæki skyldu fá undanþágu undan viðskiptabanninu á herforingjastjórnina og kallaði hann það fínstillingaratriði. Samkvæmt bandarískum stjórnvöldum var hugmyndin að beina viðskiptabanninu með þessu beint að herforingjunum án þess að valda þjóðinni meiri sársauka.

Í kjölfarið þá minnkaði meðaltal viðskipta við Haítí varla svo nokkru nam á meðan á ,,viðskiptabanninu” var framfylgt og eftir að Clinton tók við þá fóru viðskiptin upp um 50% á ársgrundvelli.

Á meðan voru herforingjarnir að útrýma því sem eftir var af grasrótahreyfingunnum sem höfðu komið Jean-Bertrand Aristide til valda. Fjöldamorð, pyntingar, hótanir og nauðaflutningar voru meðulin sem notuð voru. Þegar búið var að rústa því sem eftir var af lýðræðislegum hreyfingum þá flaug Jimmy Carter til Haítí 1994 og samdi um að herforingjarnir létu völdin aftur í hendurnar á Jean-Bertrand Aristide. Þeir fengju í staðinn að fara í útlegð í Suður-Frakklandi.

Bandarísk stjórnvöld studdu herforingjastjórnina
Daginn áður en Bandaríkjamenn sendu inn herinn til að flytja herforingjana í burtu þá kom frétt á A.C. (Associated press) að rannsókn á vegum dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafði leitt í ljós að amerísk olíufyrirtæki höfðu séð herforingjastjórninni fyrir olíu, sem var brot á viðskiptabanninu, og ekki nóg með það heldur vissu stjórnvöld af því, bæði Bush og Clinton stjórnin, og aðhöfðust ekkert. Þessa frétt var hvergi að finna í stóru fjölmiðlum Bandaríkjanna. Eini fjölmiðillinn sem birti fréttina var Platt´s Oilgram, innanbúðarblað olíuiðnaðinum. Þetta var á sama tíma og allir fjölmiðlar voru uppfullir af fréttum af Haítí vegna stjórnarskiptanna og hvernig bandarískir hermenn komu að þeim. Allir fjölmiðlar voru fullir af fréttum af Haítí en engin taldi það þess virði að minnast á það að stjórnvöld studdu í raun herforingjana með beinum og óbeinum hætti!

Bandaríkjamenn fluttu herforingjana til Suður-Frakklands og settu Jean-Bertrand Aristide aftur í stólinn til að sitja út það sem eftir var af kjörtímabilinu, sem voru um það bil 6 mánuðir en búið var að útrýma þeim sem studdu hann til valda. Honum var einnig gert að samþykkja tillögur alþjóðabankans um efnahagsumbætur sem tóku mið af því að gera landið meðtækilegt fyrir erlendum fjárfestum og styrkja stöðu útflutningsfyrirtækja. Ekki voru veitir peningar til þess að byggja upp grasrótarhreyfingar fólks, ekki í spítala eða heilsugæslu. Ekki í menntun eða samfélagsumbætur. Nei, umbæturnar áttu að koma fyrirtækjunum vel, ekki almenningi.

Þegar uppi var staðið þá var Hahítí á árinu 1995 komið aftur á byrjunarreit, þar sem það var árið 1990. Þó var ein meiriháttar breyting staðreynd, það var engin grasrótarhreyfing til staðar meðal alþýðunnar. Það var búið að útrýma henni. Fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn í sögu Haítí sat í samtals eitt ár í stóli.

Aristide endurkjörinn
Árið 2000 bauð Jean-Bertrand Aristide sig aftur fram til forseta en í þetta skipti var sigurinn ekki jafn afgerandi. Andstæðingar hans virtu kosningarnar að vettugi og hófst þar baráttan sem lauk nú í vikunni sem leið með brotthvarfi forsetans. Við stöndum of nálægt þeim atburðum í sögunni til að skoða þá í sögulegu ljósi en það sem má lesa úr sögu síðasta áratugar vekur upp alvarlegar spurningar um hlutverk Bandaríkjanna í brotthvarfi forsetans. Þeir hafa aldrei stutt hann og virðast hafa gripið tækifærið þegar það gafst.

En svo gæti líka verið að hann hafi líka langað í lúxus útlegð einhversstaðar þar sem heitt og gott. Finnst kannski sem hann hafi unnið sér inn fyrir því eins og herforingjarnir forðum.

Bush hindraði alla hjál á meðan á uppreisninni stóð
Jeffery Sachs, sérstakur aðstoðarmaður Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu Þjóðanna, segir að það hafi löngum verið augljóst að Bush stjórnin hafi verið á móti Jean-Bertrand Aristide frá upphafi og hindrað alla hjálp sem reynt var að koma til stjórnar hans á meðan á uppreisninni stóð. Það var ekki fyrr en hann var farinn að Bandaríkin gáfu það upp að þau væru tilbúin til þess að senda friðargæsluliða til landsins.

Að lokum, þetta er að finna ef maður reynir að komast inn á heimasíðu ferðamálaráðs Haítí. Kannski segir þessi stutta setning meira en mörg orð:

Dear Visitor,. We regret to inform you that Haiti Tourisme is offline
until further notice. Thank you, Haiti Tourisme

Nóta: Síðan þessi grein var skrifuð birti mbl.is frétt um málið þar sem Jean-Bertrand Aristide sakar Frakka um að hafa aðstoðað Bandaríkjamenn við brottflutninginn. Það opnar alveg nýja möguleika sem ekki er tími til að fara út í hér enda er það efni í alveg nýja grein. En það væri gaman að skoða hvort þetta tengdist nokkuð nýlegum stríðsátökum í Írak og frelsiskartöflum!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand