Heilbrigðiskerfi í skugga Sjálfstæðisflokksins

PISTILL Eftir bankahrunið gefst okkur tækifæri á að endurmeta gildi okkar og viðmið. Ekki viljum við viðhalda þeim gildum sem hafa verið viðhöfð síðasta áratug eða hvað?  Með þeim viðhöldum við þeirri stefnu sem hefur verið undanfarin ár, að hver maður hugsi bara um sjálfan sig og reyni að hagnast og eignast eins mikið og hann getur á lífsleiðinni og eftir því metum við hvort hann hafi notið velgengni í lífinu eður ei . Eða, viljum við ekki byggja upp samfélag með nýjum gildum? Gildum sem hjálpa okkur að byggja upp samfélag sem stendur á traustum grunni jafnaðarstefnunnar. 

PISTILL Eftir bankahrunið gefst okkur tækifæri á að endurmeta gildi okkar og viðmið. Ekki viljum við viðhalda þeim gildum sem hafa verið viðhöfð síðasta áratug eða hvað?  Með þeim viðhöldum við þeirri stefnu sem hefur verið undanfarin ár, að hver maður hugsi bara um sjálfan sig og reyni að hagnast og eignast eins mikið og hann getur á lífsleiðinni og eftir því metum við hvort hann hafi notið velgengni í lífinu eður ei . Eða, viljum við ekki byggja upp samfélag með nýjum gildum? Gildum sem hjálpa okkur að byggja upp samfélag sem stendur á traustum grunni jafnaðarstefnunnar.

En hvar eigum við að byrja?  Af nægu er að taka því í hinu svokallaða góðæri þegar ákveðnir einstaklingar græddu á tá og fingri var velferðakerfið skilið útundan; en eftir síðustu kosningar hefur mikið áunnist í rétta átt undir forystu Samfylkingarinnar.

Á tímum efnahagsþrenginga og niðurskurðar verðum við jafnaðarmenn að vera vel vakandi og ekki síst gagnvart niðurskurði í heilbrigðiskerfinu sem boðað er af heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Hver eiga markmiðin með heilbrigðiskerfinu að vera?  Á það ekki að vera kerfi sem hlúir að þeim sem sjúkir eru óháð efnahag eða samfélagslegri stöðu? Að fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda fái hana burtséð frá stétt eða efnahag.  Nú höfum við tækifæri endurmeta stöðu okkar.  Hvað viljum við gera, hvernig viljum við gera hlutina? Endurmeta þarf kerfið í heild, setja sér markmið og vinna eftir þeim. Markmiðin eiga ekki að vera þau sem núna virðast vera uppi á pallborðinu hjá heilbrigðisráðherra.  Við eigum að setja okkur þau markmið að heilbrigðiskerfið, það besta í heimi, hlúi jafnt að öllum þeim sem sjúkir eru óháð búsetu, efnahag eða samfélagslegri stöðu. Þetta eru háleit markmið. Markmið sem þarf mikið þrek, þol og dug til að ná.  En þetta eru m.a. markmið jafnaðarstefnunnar.

En áður en áfram er haldið verðum við að horfa raunsætt á stöðuna. Frá árunum 1994 til ársins 2007 voru við völd flokkar sem höfðu það að markmiði að byggja upp kerfi sem nýttist þeim sem ættu peninga.  En nú eru breyttir tímar og við völd er ríkisstjórn  sem samanstendur af tveimur mjög ólíkum flokkum.

Annar flokkurinn  hefur aldrei verið áður við völd, hann  vill vinna í anda réttlætis, jöfnuðar og bræðralags. Grunngildi hans eru að allir séu jafnir, allir geti fengið þá þjónustu sem þeir þurfa, helst endurgjaldslaust sama hvort það tengist menntun, heilbrigði, heimili, vinnu eða öðru. Flokkur sem vill að Ísland verði það velferðaríki sem hlúir að og gefur af sér í nær. – og alþjóðasamfélagið.
Eftir bankahrunið gefst okkur tækifæri á að endurmeta gildi okkar og viðmið. Ekki viljum við viðhalda þeim gildum sem hafa verið viðhöfð síðasta áratug eða hvað?  Með þeim viðhöldum við þeirri stefnu sem hefur verið undanfarin ár, að hver maður hugsi bara um sjálfan sig og reyni að hagnast og eignast eins mikið og hann getur á lífsleiðinni og eftir því metum við hvort hann hafi notið velgengni í lífinu eður ei . Eða, viljum við ekki byggja upp samfélag með nýjum gildum? Gildum sem hjálpa okkur að byggja upp samfélag sem stendur á traustum grunni jafnaðarstefnunnar.
Hinn flokkurinn  hefur setið við völd í rúm 15 ár samfleytt  og hefur það að markmiði að afmá öll höft í fjármálageiranum og nú erum við að sjá vísbendingar þess efnis að eigi að brjóta  upp heilbrigðisgreiðann og  e.t.v. einkavæða.

Við jafnaðarmenn á Íslandi þurfum að spyrja okkur hvort þeim flokki er treystandi til að stokka upp heilbrigðiskerfið? Ef við ætlum að vinna að því með honum þurfum við að vera vakandi fyrir að grundvallarstefnu jafnaðarmanna sé viðhaldið og megum ekki gefa neinn afslátt á þeim grunngildum sem hún byggist á. Ef sá afsláttur verður of mikill höfum við týnt stefnunni, glatað hugsjóninni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand