Heil sé þér, íslensk kvikmyndagerð

vec3b0ramot

LEIÐARI Ég er massíf áhugakona um íslenskar kvikmyndir. Ég kann utan að: Stellu í orlofi, Með allt á hreinu, Karlakórinn Heklu og síðan mjög mörg kvót úr Sódómu.

vec3b0ramot1

LEIÐARI Ég er massíf áhugakona um íslenskar kvikmyndir. Ég kann utan að: Stellu í orlofi, Með allt á hreinu, Karlakórinn Heklu og síðan mjög mörg kvót úr Sódómu. Horfði hrærð á Veðramót, nagaði neglur yfir Mýrinni, var að elska Nóa Albínóa og grét yfir Kaldaljósi. Nú ætla ég ekki að gera tilfinningar mínar í garð íslenskra kvikmynda að meira umtalsefni heldur koma mér að efninu.

Ég verð að segja að ég er virkilega ánægð með tiltekið stjórnarfrumvarp, sem er að renna í gegnum þingið. Það kveður á um að hækka skuli hlutfall endurgreiðslu frá 14% upp í 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda og sjónvarpsefnis, sem oftar en ekki getur skipt sköpum hvort ráðist er í verkefni.

Markmið þessara nýju lagasetningar er í grunninn að skapa störf fyrir þær mörg þúsundir Íslendinga sem eru án vinnu í dag sem er auðvitað eitt helsta verkefni ráðamanna um þessar mundir. Það sem mér þykir þó sérlega ánægjulegt er að ríkisstjórnin sé að skapa störf í lista- og sköpunargeiranum sem ýta undir frumkvæði fólks, hugmyndavinnslu og menningartengdar atvinnugreinar.

Ég held að þaulreynd kvikmyndagerðarkona sem ég þekki, hafi sýnt ánægjulegustu viðbrögðin við frumvarpinu. Hún sagði bara: Jess! Og ekkert annað. Af því það þurfti ekkert að segja neitt annað.

Það er sprotamálaráðherrann, eins og hann kallar sjálfan sig stundum, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sem lagði frumvarpið fyrir þingið. Frumvarpið er þó hluti af 6.000 starfa pakka sem ríkisstjórnin er að bardúsa við að hrinda í framkvæmd. Í ræðu sinni sagði Össur sjálfur að markmið þessa tiltekna atriðis, sem ég hef fjallað um, sé að blása til sóknar í íslenskri kvikmyndaframleiðslu. Jafna hana gagnvart sambærilegri starfsemi í öðrum löndum, skapa störf í margvíslegum hliðargreinum kvikmyndagerðar og laða hingað kvikmyndaverkefni erlendis frá.

Með öllu þessu getum við nýtt stórbrotið land okkar og kraftmikið vinnuafl sem virðist vera nokkuð á lausu þessa mánuðina.

Rauð rós í hnappagatið, ekki bara fyrir ríkisstjórn og kvikmyndagerð á Íslandi heldur fyrir þjóð í kröggum sem mun njóta vel á fleiri en einn máta.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand