Sumarannir eru málið

Setuverkfall RöskvuLEIÐARI Þúsundir stúdenta sjá fram á atvinnuleysi í sumar. Það er grafalvarleg staða fyrir fólk sem hefur takmarkaðan rétt á atvinnuleysisbótum og fær enga framfærslu frá LÍN yfir sumartímann.Setuverkfall RöskvuLEIÐARI Þúsundir stúdenta sjá fram á atvinnuleysi í sumar. Það er grafalvarleg staða fyrir fólk sem hefur takmarkaðan rétt á atvinnuleysisbótum og fær enga framfærslu frá LÍN yfir sumartímann. Margir sjá því fram á að vera tekjulausir í allt sumar, sumir með börn á framfæri.

Það er því afar mikilvægt að grípa til aðgerða til þess að styðja við þennan hóp fólks. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, efndi til setuverkfalls í aðalbyggingu háskólans í gær til þess að þrýsta á að sumarannir verði að veruleika.

Það er góður kostur fyrir ungt fólk sem ekki fær sumarvinnu að halda áfram námi yfir sumartímann. Fólk getur jafnvel útskrifast fyrr en ella og vonandi verður þá farið að ára betur á atvinnumarkaðinum.

Menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að stærsti kostnaðarliðurinn varðandi það að gera sumarannir að veruleika séu framfærslulán yfir sumartímann frá LÍN, sem jafnvel geti hlaupið á milljörðum. Minni kostnaður fylgi því að bjóða upp á námskeiðin í háskólunum, þó að það sé auðvitað ekkert ókeypis heldur.

Við verðum hins vegar líka að líta til kostnaðarins sem fylgir algjöru úrræðaleysi fyrir þennan stóra hóp landsmanna, sem munu þá að sjálfsögðu hafa allar klær úti til þess að framfleyta sér og sínum. Og þess að fjármunir gætu líka sparast síðar, ef fólki tekst að námi fyrr en áður var áætlað.

Nú er að störfum vinnuhópur um atvinnumál námsmanna á vegum iðnaðarráðuneytisins sem er að leita allra leiða til þess að finna úrlausnir fyrir stúdenta sem sjá ekki fram á að fá neinstaðar vinnu í sumar. Ríkisstjórnin verður að gera það að forgangsatriði að koma til móts við þennan stóra hóp ungra Íslendinga og gera sumarannir að veruleika.

Myndin er fengin af Facebook-síðu Röskvu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand