Háskóli Íslands

Ég er í námi við Háskóla Íslands þessa dagana. Það væri auðvitað ekki í frásögu færandi nema fyrir eitt. Það eru launin sem ég hef við nám mitt, eða öllu heldur lánin sem ég þarf svo að borga aftur. Ég er utan af landi og þarf þess vegna að leigja í borginni. Það er mjög dýrt. Ég er ungur og hef því ekki safnað upp búslóð sem neinu nemur í gegn um árin, þannig að ýmis útgjöld fóru í þann hluta. Ég á að lifa á 58.000 krónum á mánuði og ástæðan fyrir því er sú að ég tel mig nokkuð duglegan við vinnu og árstekjur mínar fyrir þetta árið eru vel yfir milljón, þrátt fyrir að ég hafi verið í 75% starfi frá janúar til maí, og svo unnið eins og brjálæðingur í sumar. Aðrir sem unnu minna en ég og borguðu því sem næst enga skatta af sínum launum vegna persónuafslátts eru að fá u.þ.b. 20.000 kr. hærri námslán en ég. Hvað í ósköpunum fæ ég þá fyrir skattana mína sem eru settir í vasa hátekjufólks. Hvernig væri nú að hækka þennan blessaða afslátt? Námslán
Ég er í námi við Háskóla Íslands þessa dagana. Það væri auðvitað ekki í frásögu færandi nema fyrir eitt. Það eru launin sem ég hef við nám mitt, eða öllu heldur lánin sem ég þarf svo að borga aftur. Ég er utan af landi og þarf þess vegna að leigja í borginni. Það er mjög dýrt. Ég er ungur og hef því ekki safnað upp búslóð sem neinu nemur í gegn um árin, þannig að ýmis útgjöld fóru í þann hluta. Ég á að lifa á 58.000 krónum á mánuði og ástæðan fyrir því er sú að ég tel mig nokkuð duglegan við vinnu og árstekjur mínar fyrir þetta árið eru vel yfir milljón, þrátt fyrir að ég hafi verið í 75% starfi frá janúar til maí, og svo unnið eins og brjálæðingur í sumar. Aðrir sem unnu minna en ég og borguðu því sem næst enga skatta af sínum launum vegna persónuafslátts eru að fá u.þ.b. 20.000 kr. hærri námslán en ég. Hvað í ósköpunum fæ ég þá fyrir skattana mína sem eru settir í vasa hátekjufólks. Hvernig væri nú að hækka þennan blessaða afslátt?

Ég fæ 6.950 kr. í eitthvað sem heitir ,,ferðalán” á hverju misseri. Það dugar mér til að komast með strætó í skólann í einn og hálfan mánuð. Gæti svo sem notað þennan pening til að fara til London með Iceland Express, en hæpið er að ég nái flugi til Egilsstaða með þessum krónum.

,,Bókalán” er annað sem mér finnst snilld. Ég keypti c.a. helminginn af bókunum mínum fyrir þann pening. Restina þurfti ég að kaupa fyrir afganginn af ,,framfærsluláninu” sem eftir stendur: 52.000 á mánuði, ef ég dreg ferða- og bókalánin frá höfuðstól lánsins á mánuði. Þá, eins og áður sagði, dregst leigan frá.

Svo er það skemmtilega við þetta. Námslán eru borguð til baka á lágum vöxtum á mörgum árum. Það er mér vissulega ánægjuefni, en meðan ég er ekki búinn að fá einkunnirnar mínar þarf ég að borga vexti í bankanum mínum af yfirdráttarláni, þó á sérkjörum fyrir námsmenn, ,,aðeins” 9,15% (hjá Landsbankanum). Það eru reyndar ekki háar upphæðir, en peningar samt.

Miðað við það kaup sem ég var með í sumar og miðað við þá vinnu sem ég legg á mig í dag til að ná þeim áfanga sem ég stefni að, þá yrðu mánaðarlaun mín hátt í 200.000 kr. Ég geri mér grein fyrir því að ég er að fjárfesta í óborganlegri menntun og reynslu og er alls ekki að segja að það eigi að hækka lán svona mikið, en er það stefna okkar í menntamálum að svelta stúdentana okkar? Eru þetta kannski aðgerðir til að sporna við offituvandamáli þjóðfélagsins? Það er alla vega næsta víst að maður fagnar því að vera ekki í kennaranámi.

Aðeins að fleiru
Þegar fjallað er um skólagjöld í ríkisháskóla fer alltaf um mig hálfgerður kuldahrollur. Miðað við það sem ég var að fjalla um áðan í sambandi við lánin þá finnst mér skrítið, þar sem enginn týmir að lána okkur þá peninga sem við þurfum til að lifa þokkalega af, að fólk skuli ekki athuga það að þegar þessi skólagjöld verða komin á, þá verða framlög úr Lánasjóðnum að hækka samfara því. Ég sagði líka áðan að vextir væru lágir og langan tíma tæki að fá þessi lán borguð til baka. Hlýtur þetta að sýna fram á að halli á lánasjóðnum myndi aukast, þ.e. ef sá halli er yfirleitt til staðar, þar sem sá orðrómur er í gangi að sjóðurinn hafi skilað hagnaði á síðasta ári, sem ætti vissulega að vera gott, en samrýmist sennilega ekki grunnforsendum þeim sem sjóðurinn byggir á, að veita fólki sem þess þarf tækifæri á menntun.

Svo er það Bókhlaðan okkar, þar sem besta aðstaða til náms yfirleitt er til staðar. Það er búið að skera niður þar og það rækilega. Opnunartímar hafa verið styttir svo um munar. Kemur það niður á þeim sem hafa verulegan metnað og besta aðstaða til náms sem völ er á lokar á stúdentana okkar á slaginu 7 í stað 10 áður.

Háskóli Íslands á að vera fyrirmynd íslenskra háskóla gagnvart háskólasamfélaginu. Háskóli Íslands á að vera samanburðar- og samkeppnishæfur við hvern þann háskóla sem við viljum bera hann saman við. Háskóli Íslands er mikilvægasta stofnun landsins, hann sér okkur fyrir fræðamönnum á öllum sviðum, hann er miðstöð fræðilegra rannsókna á Íslandi og hann er gamalgróinn, með tengsl við marga af virtustu háskólum Evrópu og víðar. Háskóli Íslands er stofnun sem við eigum öll að vilja sjá vaxa og dafna, en á aldrei að vera sú stofnun sem á fyrst að beita niðurskurðarhnífnum á. Hlúum að Háskólanum, hlúum að stúdentunum!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand