Frændinn, briddsfélaginn og efinn

Skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embætti hæstaréttardómara á dögunum var umdeild, svo ekki sé meira sagt. Þótt enginn efist í sjálfu sér um hæfni Jóns Steinars sem lögmanns eða fræðimanns er því ekki að neita að skipunin er í meira lagi undarleg. Í fyrsta lagi er Jón Steinar einkavinur forsætisráðherrans fyrrverandi og í öðru lagi er hann ötull sjálfstæðismaður sem hefur tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðu, oft meira af kappi en forsjá. Í þessum atriðum felst hagsmunaárekstur. Skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embætti hæstaréttardómara á dögunum var umdeild, svo ekki sé meira sagt. Þótt enginn efist í sjálfu sér um hæfni Jóns Steinars sem lögmanns eða fræðimanns er því ekki að neita að skipunin er í meira lagi undarleg. Í fyrsta lagi er Jón Steinar einkavinur forsætisráðherrans fyrrverandi og í öðru lagi er hann ötull sjálfstæðismaður sem hefur tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðu, oft meira af kappi en forsjá. Í þessum atriðum felst hagsmunaárekstur. Getur Jón Steinar slitið sig frá briddsfélögunum gömlu? Getur hann talist hlutlaus er fyrrum samherjar eða andstæðingar eiga í hlut? Þetta eru spurningar sem tíminn einn getur leitt í ljós. Vandamálið er hins vegar það að um hæstaréttardómara eiga svona spurningar ekki að þurfa að vakna. Þeir eiga að vera yfir þetta hafnir. Dómstólar eru ein grein hins þrískipta ríkisvalds og eru nokkurs konar öryggisventill borgaranna í samkiptunum við ríkisvaldið. Í starfi sínu skulu dómarar hafa lögin og réttlætið að leiðarljósi. Þeir eiga að vera sjálfstæðir og hlutlausir, skulu ekki draga taum eins frekar en annars. Þeir eiga ekki að skulda neinum neitt. Það eina sem þeir skulda samfélaginu er að hafa réttlætið að leiðarljósi, ekki einkahagsmuni, eða gróðafíkn.

James Madison, fjórði forseti Bandaríkjanna og einn höfunda stjórnarskrárinnar bandarísku sagði eitt sinn: ,,Safnist löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald á sömu hendur…þá er það rétt nefnd ógnarstjórn”. Í þessu ljósi er mikilvægt að þess sé gætt að jafnvægi ríki milli hinna þriggja stoða ríkisvaldsins, að hver fyrir sig sé sjálfstæð stofnun sem beiti valdi sínu í þágu borgaranna og virki um leið sem bremsa á hinar stoðirnar tvær. Á Íslandi er þessi þrískipting öll frekar óljós, sérstaklega hvað varðar framkvæmdavald og löggjafarvald. Ráðherrar sitja jafnframt á þingi og óbreyttir flokksmenn þeirra hlýða þeim í einu og öllu, hægt er að troða nánast hverju sem er gegnum þingið. Ekki skal þó gera tengsl framkvæmda- og löggjafarvalds að umfjöllunarefni hér heldur beina kastljósinu á tengsl dómsvalds og framkvæmdavalds, sem hingað til hafa ekki verið jafn umdeilanleg. Nú hefur hins vegar breyting orðið á. Nýjustu dómararnir tveir eru annars vegar frændi og hins vegar briddsfélagi forsætisráðherrans fyrrverandi. Eitt af fyrstu embættisverkum Óla frænda var að mæla með því að spilafélaginn settist sér við hlið. Við færumst æ nær skilgreiningu Madisons á ógnarstjórn.

Lögum samkvæmt skipar dómsmálaráðherra í embætti hæstaréttardómara að fengnu áliti Hæstaréttar. Álit réttarins er þó aðeins ráðgefandi, ráðherra ber engin skylda til að fara eftir því. Þetta vald hafa dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins nýtt sér til hins ýtrasta undanfarið. Síðustu tvær skipanir hafa verið í trássi við álit Hæstaréttar. Frekar er hægt að saka ráðherrana um skort á siðferðisþreki en einbeittan brotavilja (þótt gengið hafi verið ansi nærri jafnréttislögum). Það er sem sagt ekki við þá að sakast, heldur lögin sjálf og hversu óljós þau eru. Hugmyndin um að dómararnir sjálfir velji eftirmenn sína er jafnframt vafasöm. Leiða má líkum að því að þá verði rétturinn þröngur og lokaður klúbbur gamalla skólafélaga. Þess vegna er skipan dómara vandasamt verk. Það þarf einhvers konar gullin meðalveg. Það þarf að koma í veg fyrir að dómarar myndi tengsl við þá sem veita þeim brautargengi og hagi úrskurðum sínum eftir því. Meðalvegurinn er vandrataður, en ljóst er að einhvers konar uppstokkunar er þörf. Til þess að þessi uppstokkun verði þarf skynsamlega og málefnalega umræðu. Það þarf að skapa eitthvað nýtt, ekki bara grafa undan því gamla. Það er þetta sem hefur skort í umræðunni: menn virðast sjá rautt vegna þess hverjir eiga í hlut, og tímanum er frekar eytt í svívirðingar og hneykslan en uppbyggilegar samræður.

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, lét nýlega hafa eftir sér að það væri sérstakt hlutverk jafnaðarmanna að bregðast við ,,lýðræðislegri firringu” eða áhuga- og þáttökuleysi almennings í stjórnmálum. Við sama tækifæri sagði hann að til álita kæmi að velja í beinum kosningum þá embættismenn sem hafa hlutverki að gegna í varðstöðu um almenn ,,lýðréttindi og skoðanafrelsi”. Í þessu samhengi nefndi hann embætti útvarpstjóra, umboðsmanns Alþingis og hið væntanlega embætti umboðsmanns neytenda. Hæstaréttardómarar hljóta að falla undir þennan sama hatt sem verðir lýðréttinda og skoðanafrelsis. Því ekki að skoða einhvers konar útfærslu beinnar kosningar hæstaréttardómara með opnum hug? Hver armur ríkisvaldsins gæti t.d. valið sinn kost úr hópi umsækjenda. Væri samstaða um einhvern einn umsækjenda, næði það ekki lengra. Ef ágreiningur yrði, væri úr því skorið með almennum kosningum sem gætu farið fram samhliða þing- eða forsetakosningum. Þetta myndi vernda sjálfstæði dómara og hefja þá yfir allar ásakanir um hlutdrægni eða greiðslu gamalla skulda.

Þetta er vissulega ófullkomin hugmynd, en kannski byrjun á einhverju sem kalla mætti málefnalega umræðu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand