Ísland sem fjölmenningarsamfélag

Innflytjendum á Íslandi hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og tala þeirra er nú komin yfir tíu þúsund. Pólverjar eru langsamlega fjölmennastir í þeirra hópi, og næstfjölmennastir eru Danir, og fast á hæla þeirra fylgja Þjóðverjar, svo Filippseyingar, Bandaríkjamenn, Júgóslavar og Taílendingar. Miðað við tölur frá Hagstofunni árið 2002, og voru erlendir ríkisborgarar 4% íbúa landsins það árið. Í raun hefur innflytjendum fjölgað um meira en 100% síðan árið 1995 og verður það að teljast ör fjölgun. Í þessarri grein ætla ég að fjalla um jákvæðu hliðar fjölmenningarlegs samfélags en ekki hinar neikvæðu, sem því miður allt of margir einblína á. Innflytjendum á Íslandi hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og tala þeirra er nú komin yfir tíu þúsund. Pólverjar eru langsamlega fjölmennastir í þeirra hópi, og næstfjölmennastir eru Danir, og fast á hæla þeirra fylgja Þjóðverjar, svo Filippseyingar, Bandaríkjamenn, Júgóslavar og Taílendingar. Miðað við tölur frá Hagstofunni árið 2002, og voru erlendir ríkisborgarar 4% íbúa landsins það árið. Í raun hefur innflytjendum fjölgað um meira en 100% síðan árið 1995 og verður það að teljast ör fjölgun. Í þessarri grein ætla ég að fjalla um jákvæðu hliðar fjölmenningarlegs samfélags en ekki hinar neikvæðu, sem því miður allt of margir einblína á.

Þeir eru sumir sem halda því fram að Ísland væri best sett með sem fæsta innflytjendur frá framandi löndum. Ég leyfi mér samt að efast um að hinir sömu myndu vilja losna við öll jákvæð erlend áhrif sem landið hefur orðið fyrir. Það halda því varla margir fram að Íslendingum hefði tekist að tækni- og nútímavæðast í þeim mæli og á þeim hraða sem raun ber vitni, algerlega án samskipta við önnur lönd.

Hnattvæðingin hefur í för með sér aukið streymi fólks, menningar, trúarbragða og annarra áhrifa. Það getur verið að okkur líki ekki allt í menningu annarra þjóða eða framandi trúarbrögðum. En það er heldur ekkert sem stendur í vegi fyrir því að við höldum í okkar gildi þó svo að við umgöngumst fólk sem hefur ólíkan bakgrunn og uppruna. Frelsið hlýtur að felast í því að mega velja og hafna, en um leið læra að virða aðra fyrir að hafa aðra siði og önnur gildi.

Hingað flytja erlendir ríkisborgarar af misjöfnum ástæðum. Sumir eru í leit að betri lífskjörum, aðrir eiga maka eða skyldmenni hér á landi, enn aðrir eru í ævintýraleit og svo má lengi telja. Vissulega á fólk mis auðvelt með að aðlaga sig að okkar menningu. Tungumálið er erfitt að læra og menningin okkar framandi fyrir fólk sem kemur langt að. En til þess að fólk eigi betra með að aðlagast samfélaginu verðum við að styðja við bakið á innflytjendum og veita þeim hjálp við aðlögunina. Hins vegar er óþarfi að ætlast til þess að þeir slíti öllum tengslum sínum við upprunann. Margir Íslendingar, sem sjá ýmislegt athugavert við að erlent fólk skuli halda í sína siði, trúarbrögð og tungumál hér á landi, finnst á sama tíma lítið athugavert við að Íslendingar í öðrum löndum skuli reglulega hittast og halda þorrablót eða íslensk jól. Menn verða að setja sig fyrst í spor þeirra sem þeir eru að dæma og baktala áður en þeir taka eindregna afstöðu.

Við verðum að læra að virða fjölbreytileikann í mannflórunni og vera tilbúin til að leggja okkar af mörkum við að hjálpa útlendingum sem vilja ná fótfestu í okkar samfélagi án þess að einangrast, á sama tíma og við gerum þær kröfur til þeirra að þeir sýni viðleitni til slíkrar aðlögunar. Að vera útlendingur á okkar litlu eyju er varla auðvelt í alla staði, en það er nokkuð sem innflytjendur á Íslandi eru tilbúnir til að leggja á sig til þess að öðlast það sem þeir sækjast eftir, hvort sem það er ævintýri, betri lífskjör, heiðarleg störf, laun til þess að halda uppi fjölskyldum sínum í heimalöndunum eða einfaldlega grundvallarmannréttindi sem eru varin í okkar stjórnarskrá en ekki allra. Réttum þessu fólki hjálparhönd og metum þau fyrir öll þau jákvæðu áhrif sem þau hafa á samfélagið. Innflytjendur eru ekki baggi á samfélaginu!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand