Halldór Ásgrímsson rúinn trausti

Mér sýnist að Framsóknarflokkurinn sé að brotna. Formaðurinn er rúinn öllu trausti þingflokksins og þeir láti eingöngu að stjórn vegna hræðslu og metorðagirndar. Það eru ekki góðir dagar sem bíða þjóðarinnar þegar við forsætisráðherraembættinu tekur maður sem er rúinn trausti þjóðarinnar og það sem meira er, rúinn öllu trausti samflokksmanna sinna. Það gustar kalt um forsætisráðherraefnið þessa dagana. Það viðist sem afar margir telji að Davíð Oddsson sé að ganga á lagið og troða í gegn perónulegum málum sínum og Halldór þegi til að þóknast honum. Fram að þessu hafa þessar ásakanir helst verið komnar frá pólitískum andstæðingum þeirra félaga en samherjar hafa þagað. Samkvæmt könnun Gallup um vindsældir ráðherra er þó ótvíræð vísbending um að Halldóri sé að fatast flugið í hugum landsmanna. Afar harðorð grein hefur birst á vefsíðunni Maddaman sem er á vegum ungra Framsóknarmanna. Í Fréttablaðinu í dag, sunnudag, er afar athyglsiverð grein eftir Elsu B. Friðfinnsdóttur fyrrverandi aðstoðarkonu heilbrigðisráðherra og konu Kristins Gunnarssonar alþingismanns.

Í þessar grein Elsu endurspeglast örvænting hins sanna Framsóknarmanns. Ég hef unnið með Elsu í bæjarmálum hér og veit að hún er afar traustur Framsóknarmaður og trú sem slík. Þess vegna er þessi grein hennar verðug allrar athygli. Það er greinilegt að Elsa lýsir fullkomnu vantrausti á formann sinn Halldór Ásgrímsson. Orðrétt frá Elsu ,,Formaður Sjálfstæðisflokksins ákveður hlutina og formaður Framsóknarflokksins tekur undir því ekki má styggja þann fyrrnefnda, það er stór stóll í veði”. Með þessu er Elsa að segja það sem margrir Framsóknarmenn hugsa þessa dagana. Þeir telja að formaður þeirra sé fullkomin undirlægja Davíðs Oddssonar og hinn síðarnefndi geri út á hegómagirnd formanns Framsóknarflokksins. Í framhaldinu segir Elsa síðan að formaður Framsóknaflokksins haldi þingflokknum í heljargreipum með stólaskiptunum í haust. Engin þorir að æmta því allir vilja ráðherrastól og þess vegna beygi þeir sig og hlýði í einu og öllu. Að lokum ásakar Elsa flokkinn um málefnafátækt og lái henni hver sem vill.

Þessar skoðanir Elsu eru athyglisverðari fyrir þær sakir að hún ákveður að setja þær fram opinberlega í Fréttablaðinu og það að hún er í sambúð með einum þeirra þingmanna sem Halldór heldur í þeim heljargreipum sem hún lýsir í greininni.

Mér sýnist að Framsóknarflokkurinn sé að brotna. Formaðurinn er rúinn öllu trausti þingflokksins og þeir láti eingöngu að stjórn vegna hræðslu og metorðagirndar. Það eru ekki góðir dagar sem bíða þjóðarinnar þegar við forsætisráðherraembættinu tekur maður sem er rúinn trausti þjóðarinnar og það sem meira er, rúinn öllu trausti samflokksmanna sinna.

Það virðist sem líkurnar á því að Halldór Ásgrímsson taki við embætti forstætisráðherra í haust fari stöðug minkandi og þó svo færi mun hann ekki valda því nema í skamman tíma.

Jón Ingi Cesarsson, formaður Samfylkingarfélagsins á Akureyri
greinin birtist í dag á vefsíðu Samfylkingarinnar á Akureyri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand