Fleiri meðmælendur með forsetaframboði

Í 1. mgr. 5. gr. stjórnarskrárinnar segir meðal annars:„Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000.“Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur verið óbreytt frá setningu hennar árið 1944. 1. desember það ár voru íbúar landsins 127.791 en 1. desember 2003 voru þeir orðnir 290.570. Fjölgunin er 127,4% og ef jafnhátt hlutfall af þjóðinni þyrfti að mæla með forsetaframboði nú og þá, þyrftu að minnsta kosti 3.400 kjósendur að gera það en ekki 1.500. Í 1. mgr. 5. gr. stjórnarskrárinnar segir meðal annars:

„Forseti skal kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000.“

Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur verið óbreytt frá setningu hennar árið 1944. 1. desember það ár voru íbúar landsins 127.791 en 1. desember 2003 voru þeir orðnir 290.570. Fjölgunin er 127,4% og ef jafnhátt hlutfall af þjóðinni þyrfti að mæla með forsetaframboði nú og þá, þyrftu að minnsta kosti 3.400 kjósendur að gera það en ekki 1.500.

Enn meira hefur fjölgað hlutfallslega á kjörskránni, mest vegna þess að kosningaaldur er lægri nú en þá. Þannig voru 74.272 á kjörskrá þegar kosið var um hvort stofna ætti lýðveldi 1944 og var því hlutfall lágmarksfjölda meðmælenda í upphafi 2%. Ef áfram væri gerð krafa um 2% kjósenda á kjörskrá, þyrftu því ríflega 4.200 að mæla með forsetaframboði í stað 1.500.

Kosningar eru hornsteinn lýðræðis
Nú verður að taka það fram að ég tel að kosningar séu hornsteinn lýðræðisins og sé ég því ekki ofsjónum yfir þeim kostnaði sem fellur til vegna þeirra, svo framarlega sem fyllstu hagkvæmni er gætt við skipulag þeirra. Ég virði rétt allra þeirra sem eru kjörgengir til að sækjast eftir trúnaðarstörfum.

Engin rök fyrir að auðvelda framboð til forseta
En að sama skapi finnst mér ekki ástæða til að það sé gert auðveldara að bjóða sig fram í forsetakosningum en fyrir 60 árum. Ég sé ekki rök fyrir því að nú þurfi hlutfallslega miklu færri meðmælendur með framboðum en þá. Hér tel ég því að breytinga sé þörf.

Krefjumst hlutfalls af kjörskrá í stað fastrar tölu
Í stað þess að tilgreina fasta tölu sem lágmarksfjölda meðmælenda þætti mér eðlilegra að miðað yrði við hlutfall af kjörskrá, til dæmis 2%. Þannig mætti til dæmis koma í veg fyrir að það þyrfti að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi með reglulegu millibili. Með því að samþykkja stjórnarskrárbreytingu fyrir næstu alþingiskosningar væri hægt að styðjast við breyttar reglur í forsetakosningunum 2008. Þannig væri hægt að tryggja betur en gert er í dag að hljómgrunnur sé fyrir þeim framboðum sem berast til embættis forseta Íslands.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand