Hagnaður af lögboðnum bifreiðatryggingum

Hagnaður bifreiðatrygginga fellur hins vegar eigendum tryggingafélaganna í skaut. Að auki virðast eigendur tryggingafélaganna getað stjórnað því mjög auðveldlega hversu mikið þeir hagnast af bifreiðatryggingum. Þessu ástandi ber að breyta á þann veg, að hagnaður af bifreiðatryggingum nýtist einvörðungu þeim sem mynda hagnaðinn, þ.e. greiðendum iðgjalda bifreiðatrygginganna Iðgjöld bifreiðatrygginga hafa hækkað um 87% frá því árið 1999. Tryggingafélögin högnuðust um rúmlega einn milljarð króna á lögboðnum bifreiðatryggingum á fyrri hluta þessa árs. Tryggingafélögin eiga að auki 25 milljarða í svokölluðum bótasjóðum, sem vaxa stöðugt. Tjónum af völdum bifreiða fer hlutfallslega fækkandi, auk þess sem tjónin eru ekki eins alvarleg og áður.

Öllum, sem eiga bifreið, ber skylda til að tryggja sig fyrir tjóni sem bifreiðin getur valdið. Bifreiðatryggingar eru því ekki valkvæðar eða frjálsar, heldur lögbundnar. Tilgangur tryggingarinnar er að vernda almenning fyrir hættueiginleikum bifreiða. Fullyrða má að almenn sátt er í þjóðfélaginu um gagnsemi og nauðsyn þess háttar skyldutrygginga fyrir tjóni af völdum bifreiða.

Hins vegar er afar umdeilanlegt að tryggingafélögin geti hagnast um milljarða króna árlega á skyldutryggingum bifreiða. Í raun er ekki um frjálsan markað að ræða, þar sem öllum, sem eiga bifreið, er gert skylt að kaupa slíka tryggingu. Lögmál hins frjálsa markaðar eiga því illa við um markað fyrir bifreiðatryggingar – þ.e. lögmálin um framboð og eftirspurn. Eftirspurnin er þvinguð og framboðið einsleitt. Engin samkeppni er á milli tryggingafélaganna.

Tilgangur bifreiðatrygginga er að vernda þátttakendur í umferðinni fyrir skaðsemi bifreiða. Hver og einn bifreiðareigandi leggur árlega til ákveðið framlag í sameiginlegan sjóð, sem tjónþolar geta sótt bætur í. Vörslumenn sjóðsins eru tryggingafélögin.

Hagnaður bifreiðatrygginga fellur hins vegar eigendum tryggingafélaganna í skaut. Að auki virðast eigendur tryggingafélaganna getað stjórnað því mjög auðveldlega hversu mikið þeir hagnast af bifreiðatryggingum. Þessu ástandi ber að breyta á þann veg, að hagnaður af bifreiðatryggingum nýtist einvörðungu þeim sem mynda hagnaðinn, þ.e. greiðendum iðgjalda bifreiðatrygginganna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand