Banana Republic Iceland TM

Þetta er sú aðferð sem Washington hefur notað alla síðustu öld til að koma sínum hagsmunum að í viðkomandi landi. Dæmi um þetta er þegar Bandaríkin kynntu undir sjálfstæðisbaráttu íbúa Panama frá Kólumbíu þegar þau vildu grafa skurðinn þar í gagn, það er jú auðveldara að fá nýfrjálsa smáþjóð til að kyngja kanilnum heldur en ríkisstjórn stærri þjóðar sem hefur stöðugri tilvist. Vissulega var tilvera Dana alls ekki í upp á marga fiska um sumarið 1944, en það má búast við að Bandarísk yfirvöld hafi verið öruggari með að geta fjarstýrt afstöðu íslenskra yfirvalda með fjármagni þegar kæmi að langtíma plani Bandaríkjanna um setu hers á Íslandi til að verjast roðanum í austri. Þá eru stjórnvöld í Washington þekkt fyrir að stofna til byltinga og valdarána í öðrum ríkjum þegar það hefur þjónað hagsmunum þeirra. Vegna atburða síðustu mánaða varðandi varnarmál þá fór ég að rifja upp og velta þeirri staðreynd fyrir mér að við erum alls ekki svo frábrugðin smáríkjunum í vesturheimi sem hafa verið undir verndarvæng Bandaríkjanna á síðustu öld.

Bananalýðveldi er hugtak sem notað var yfir ríki sem þrifust undir vernd bandarískra yfirvalda sem aftur snéru blinda auganu að framgangi bandarískra stórfyrirtækja innan ríkisins, þessi fyrirtæki voru nær ætíð ávaxtaframleiðendur en það skýrir nafngiftina.

Það fyrsta sem kemur upp þegar fortíðin er skoðuð er þegar lýðveldið okkar var stofnað og konungssambandinu við Danmörku slitið meðan á hersetu Bandaríkjanna stóð að þau voru fyrst til að viðurkenna sjálfstæði okkar.

Þekkt fyrir að stofna til byltinga og valdarána
Þetta er sú aðferð sem Washington hefur notað alla síðustu öld til að koma sínum hagsmunum að í viðkomandi landi. Dæmi um þetta er þegar Bandaríkin kynntu undir sjálfstæðisbaráttu íbúa Panama frá Kólumbíu þegar þau vildu grafa skurðinn þar í gegn, það er jú auðveldara að fá nýfrjálsa smáþjóð til að kyngja kanilnum heldur en ríkisstjórn stærri þjóðar sem hefur stöðugri tilvist.

Vissulega var tilvera Dana alls ekki upp á marga fiska um sumarið 1944. En það má búast við að Bandarísk yfirvöld hafi verið öruggari með að geta fjarstýrt afstöðu íslenskra yfirvalda með fjármagni þegar kæmi að langtíma plani Bandaríkjanna um setu hers á Íslandi til að verjast roðanum í austri. Það var nefnilega allt eins möguleiki að Rússar myndu hernema Danmörku í stríðslok. Þá eru stjórnvöld í Washington þekkt fyrir að stofna til byltinga og valdarána í öðrum ríkjum þegar það hefur þjónað hagsmunum þeirra.

Bananalýðveldi
Ásta R. Jóhannsdóttir gerir það að umræðuefni sínu á heimasíðusinni hvernig stjórnaraðferðir ríkisstjórnarinnar séu einkennandi fyrir bananalýðveldi og beinir hún þar athyglinni að meðferð þeirri sem stórfyrirtæki og stjórnendur þeirra njóta nú þegar upp hefur komist um athæfi þeirra.

Það er nefnilega séreinkenni hins íslenska BananalýðveldisTM að það er ekki byggt utan um erlent auðvald heldur innlenda fjárjöfra í pilsfaldi íhaldsins. Gleggsta dæmið um þetta er það að fyrrverandi glæpamannaframleiðandi íslenska ríkisins sem er nú í fínu og flottu embætti þar sem hann fær að vera í borðalögðum einkennisbúningi, svona súper piccalo, hefur beðist undan þeirri skyldu sinni að rannsaka glæpsamlega spillingu olíufélaganna á þeirri forsendu að embætti hans skorti til þess nauðsynlegt fé. Og viðbrögð yfirmanns hans undirstrikar það sinnuleysi sem ríkir af hálfu yfirvalda í málinu. Heyrið þið þetta Baugsfeðgar, þið stáluð greinilega ekki nóg fyrst að þið sætið nú rannsókn. Skilaboðin eru þau að leikfélagar stóru strákanna í ríkisstjórninni séu nú “homefree” vegna þess að þeir stálu svo miklu en aðrir sem ekki voru nógu séðir fái að gjalda fyrir sín smærri afbrot. Og ef það er ekki nóg að gert til að stinga málinu undir stól þá er eina eftirlitsstofnunin sem hefur aðhafst í málinu gerð tortryggileg með smámunasemi og baknagi sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Banani í Rvk-suður
Annað sem hægt er að hneykslast yfir er sú sjúka staða sem stjórnvöld hafa þrýst Landspítalanum í þar sem við horfum fram á að ef ekkert verði að gert verði þjónusta spítalans dreginn saman um c.a. 10%. Og í sömu viku og þessar fréttir berast þá viðrar yfir banani í Reykjavík-suður þá skoðun sína í fréttum að það sé svigrúm fyrir einkarekna heilbrigðisþjónustu við hlið þeirrar opinberu.

Rétt eins er hægt að velta því fyrir sér hvort yfirbananinn í norðvesturkjördæmi hafi velt því fyrir sér hvort það sé forsvaranlegt að fá einkaaðilum í hendur eftirlitshlutverk með öryggi skipa við Ísland, og ég spyr hvort það hafi verið reiknað út hvað það kosti ríkið í framtíðinni að hafa eftirlit með þeim einkaaðilum sem fá það mikilvæga hlutverk að taka út öryggisþætti íslenska skipastólsins, er verið að kasta krónum til að spara eyrinn?

Mér þykja grillaðir bananar góðir en það er ekki hægt að hafa þá í stjórnarráðinu lengur. Þjóðin þarfnast nýrra stjórnarhátta, það er kominn tími á að stjórnvöld ríki með hag allra íbúa landsins fyrir brjósti, ekki bara þeirra sem eiga bankareikninga á Cayman eyjum…

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand