Hafnfirsk heljarmenni

Jafnaðarundrið Hafnarfjörður hélt sem kunnugt er upp á 100 ára afmæli með miklum glæsibrag um helgina. Á sjómannadaginn var haldin róðrakeppni í Hafnarfjarðarhöfn að vanda.

Jafnaðarundrið Hafnarfjörður hélt sem kunnugt er upp á 100 ára afmæli með miklum glæsibrag um helgina. Á sjómannadaginn var haldin róðrakeppni í Hafnarfjarðarhöfn að vanda. Garðyrkjugengið fór þar með sigur af hólmi. Í því eru þrír félagar í Ungum jafnaðarmönnum í Hafnarfirði, þeir Ingimar Ingimarsson, Ólafur Kolbeinn Guðmundsson og Bergþór Sævarsson – allt saman svakaleg heljarmenni. Ekki var Garðyrkjugengið heldur lengi að róa yfir höfnina. Aðeins eina mínútu og 58 sekúndur. Fáheyrt! Og var Garðyrkjugengið líka um 20 sekúndum á undan næsta liði. Það er því morgunljóst að hinn róttæki róðraarmur Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði kallar ekki allt ömmu sína. Ónei! Svo sannarlega ekki. Myndir af hetjunum má sjá hér.

Um helgina lagði svo góður hópur úr forystu UJ, land undir fót og stundaði stefnumótun, frisbíkast og aðra skemmtun af miklum eldmóð.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand