Hafa Ísraelar enga siðferðiskennd?

Í gær var birt lítil grein í Fréttablaðinu þess efnis að ísraelsk stjórnvöld séu að velta fyrir sér að krefjast skaðabóta vegna flugskeytaárása Saddams Husseins fyrir 12 árum. Ef þeir leggja fram þessa kröfu hljóta Palestínumenn einnig að eiga rétt á skaðabótum fyrir allar morðárásir ísraelska hersins gegn þeim. Í gær var birt lítil grein í Fréttablaðinu þess efnis að ísraelsk stjórnvöld séu að velta fyrir sér að krefjast skaðabóta vegna flugskeytaárása Saddams Husseins fyrir 12 árum. Ef þeir leggja fram þessa kröfu hljóta Palestínumenn einnig að eiga rétt á skaðabótum fyrir allar morðárásir ísraelska hersins gegn þeim.

Vinstra megin við fréttina var önnur frétt frá Ísrael. Sú var um áætlun Ísraelshers um að ráða Saddam Hussein af dögum í hefndarskyni fyrir sömu flugskeytaárásir. Ef þessari áætlun hefði verið hrint í framkvæmd hefði það verið einnig fordæmisgefandi fyrir Palestínumenn varðandi forystumenn Ísraelsríkis.

Í sáttmálanum sem Hebrear sögðust hafa gert við guð lofuðu þeir að dýrka hann einn. Í framhaldi því hlutu Hebrear 10 boðorð til þess að fara eftir. Þessi boðorð eru hornsteinn bæði kristin- og gyðingdóms enn í dag.

Það virðist sem ráðamenn í Ísrael séu að ryðga verulega í 5., 7., 8., 9. og 10. boðorðinu. Boðorðin tíu, hvernig sem þau eru til komin, hafa þjónað sem einfaldar og sjálfsagðar siðareglur í samfélagi gyðinga og kristinna. En hvers virði eru þessar 10 reglur fyrir fólk sem brýtur 5 þeirra en segist samt fara eftir þeim? Hvað gerir Ísraela að guðs útvalinni þjóð þegar hún hefur kerfisbundið myrt Palestínumenn, stolið af þeim, logið um þá og girnst eigur þeirra? Er það vegna þess að þeir virða hin boðorðin 5?
Á laun hafa Ísraelar komið sér upp gjöreyðingarvopnum. Þetta er opinbert leyndarmál. Svo opið að vestrænir rithöfundar hafa leikið sér af föblum þar sem ísraelsk kjarnavopn koma við sögu. Það er ömurlegt að horfa upp á þá staðreynd að varðhundur Ísraelsríkis hefur kerfisbundið ráðist að ríkjum í nágrenni landsins og sakað þau um að eiga gjöreyðingarvopn á meðan Ísraelar hafa komið sér upp slíkum vopnum óárreittir. Því ber að fagna að Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hefur farið fram á að Ísrael geri það sama og írönsk stjórnvöld hafa nú fallist á að gera. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort Vesturlönd verði viljug til að beita efnahagsþvingunum eða jafnvel hervaldi ef Ísraelar þráast við.
Það er mikilvægt fyrir öryggi í Austurlöndum nær og fyrir framtíð bæði Palestínu og Ísraels að Vesturlönd láti af hinu tvöfalda viðmóti gagnvart þessum heimshluta. Það að Bandaríkin og Bretar lögðu í stríð við Írak til að koma í veg fyrir að einn harðstjóri gæti beitt gjöreyðingarvopnum en eru svo að halda hlífðarskildi yfir Ísrael með sína vopnaeign er einmitt dæmi um þetta tvöfalda viðmót sem þarf að ljúka og það strax.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand