Að vera betlari – hugleiðing um frelsið

Til hliðar við mig sat velsæmdarlegur útigangsmaður á bekk. Hann strauk gæludúfunni sinni um kollinn á sama tíma og hann rannsakaði mig undan risavöxnu sólgleraugunum sínum. Það var augljóst á látbragðinu að ég var ekki velkominn. Ekkert var sagt enda þurfti það ekki, aldagömul lögmál voru ríkjandi. Kennslan í barnaskólanum kom aftur til mín. Rækist maður á ljón á förnum vegi skyldi maður ekki sýna ótta á nokkurn hátt heldur horfa stilltur til baka og bíða þess að það gæfi undan. Aldrei hafði mig grunað að þessu ráðlegging kæmi mér að góðum notum en þarna varð mér tilgangur kennslunnar ljós. Til forna þótti það góður heldri manna siður að láta ryðja sér leið í gegnum mannskara. Menn fengu þá til liðs við sig einn eða fleiri hrotta og létu þá ganga á undan faratæki sínu og berja sér leið. Þeir sem fyrir barsmíðunum urðu voru oftar en ekki af lægri stigum og gátu ekki því hönd fyrir höfuð borið í neinum skilningi. Þetta er líklega ennþá svona í dag þó bareflin séu annars eðlis, hugsaði ég með mér í fyrradag, þar sem ég sat fyrir utan bókabúð í Los Angeles og fylgdist með mannlífinu. Þetta var snemma morguns og engir á ferli utan einstaka bíla og auðvitað útigangsfólksins. Ég hafði lagt snemma af stað, svo snemma raunar að þegar ég kom að bókabúðinni var langt í opnun. Mér til heilla hafði Starbucks sýnt þessu morgunráfi mínu skilning og opnað fyrir viðskipti við fyrsta hanagal. Ég sat því á tröppum bókabúðarinnar, sötrandi latte í morgunsólinni og fylgdist með borginni lifna við.

Til hliðar við mig sat velsæmdarlegur útigangsmaður á bekk. Hann strauk gæludúfunni sinni um kollinn á sama tíma og hann rannsakaði mig undan risavöxnu sólgleraugunum sínum. Það var augljóst á látbragðinu að ég var ekki velkominn. Ekkert var sagt enda þurfti það ekki, aldagömul lögmál voru ríkjandi. Kennslan í barnaskólanum kom aftur til mín. Rækist maður á ljón á förnum vegi skyldi maður ekki sýna ótta á nokkurn hátt heldur horfa stilltur til baka og bíða þess að það gæfi undan. Aldrei hafði mig grunað að þessu ráðlegging kæmi mér að góðum notum en þarna varð mér tilgangur kennslunnar ljós. Eftir drykklanga stund, þar sem hvorki ég né útigangsmaðurinn gáfum tommu eftir, virtist sem hann ákveddi að af mér stafaði ekki nokkur hætta. Hann leit undan og hélt áfram að strjúka dúfunni um fiðraðan kollinn og horfa á bílana þeysa hjá í átt að daglegu lífi.

Þegar búið var að samþykkja mig inni þennan ósýnilega hliðarheim götunnar þá var sem allt færi af stað. Eins og í ljónahópnum, þegar foringinn er sannfærður að engin hætta sé á ferðum þá róast öll hin ljónin um leið. Þrusk heyrðist bakvið mig og undan yfirgefinni innkaupakerrunni skriðu fataleppar saman og mynduðu að lokum mannsmynd. Greyjið hugsaði ég með mér og kom mér þannig fyrir að ég gæti fylgst með henni án þess að vekja grunsemdir. Veran hnykkti höfðinu fram og aftur í undraverðri taktfestu á sama tíma og hún sötraði fyrsta bjór dagsins. Hún brosti meiraðsegja í kambinn annað veifið. Og því lengur sem ég fylgdist með henni því minna fann ég fyrir vorkunninni sem hafði fyllt mig nokkrum mínútum áður. Eins skrítið og það hljómar þá virtist hún vera nokkuð sátt með sitt. Gæti það verið að þetta væri lífstíll sem hún hafði valið sér? Ég leit aftur út á götuna sem nú var hægt og hægt að fyllast af bílum. Drossíurnar brunuðu framhjá okkur ein af annarri og inní þeim mikilvægir menn á leið á mikilvæga staði útaf mikilvægum málum. Engin stoppaði og leit í kringum sig, engin þeirra gaf sér tíma til að setjast niður í morgunsólinni, hnykkja höfðinu í takt og sötra bjór í morgunsólinni. Það var nefnilega svo mikið að gera við að reka samfélagið. Ég hugleiddi hvort að ósýnilegi götuheimurinn gæti verið val þeirra sem þar bjuggu, hvort einhverir þeirra hafi bara fengið nóg af öllu djöfuls skarksinu og ákveðið að setjast niður með dúfuna sína eða innkaupakerruna og leifa hinum að reka samfélagið. Ég brosti í kambinn og hugsaði með mér að frelsið væri stórkostlegt, ef bara maður þyrði að gera það sem hjartað segði manni.

Hurðir búðarinnar opnuðust og neyslusamfélagið bauð mig velkominn. Ég hugleiddi í andartak að sitja kjurr, njóta passans sem dúfumaðurinn hafði gefið mér og gefa þetta drasl allt upp á bátinn. Segja lífinu upp og fá mér kerru og bjór. Þetta var að berjast um innra með mér þegar sá ég að innkaupaveran hafði hætt að dilla hausnum. Sat bara grafkjurr og starði á gulan silfurlitaðan hlut sem hún hélt á í hendinni. Allt í einu skildi ég hvaðan haushnykkirnir komu, walkmaðurinn hennar hafði séð henni fyrir skemmtun en nú virtist sem hann hefði brugðist. Hún rokkaði fram og til baka eins og hún væri að reyna að hugga lítið barn. Ég ákvað að kannski hentaði þessi lífstíll mér ekki, enda langaði mig í annan latte. Ég stóð upp og gekk af stað og ég get svarið að þegar ég hvarf innum dyrnar á bókabúðinni sá ég að hún felldi tár. Kannski er frelsið til að velja hvað sem er ekki svo gullið eftir allt saman.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand