Hægrið og íslamski fasisminn

Saklaust fólk fremur ekki glæpi og ofbeldisverk. Saklaust fólk fær að finna fyrir þessum verkum. Þegar þrengt er að mannréttindum er líka þrengt að saklausu fólki. Ofbeldi á sér margar birtingamyndir og allar eru þær slæmar. Það skiptir fórnarlömb ekki nokkru máli hvort þau eru drepin í nafni íslams eða nafni kristinnar trúar, jafnvel í nafni stríðs á hendur hryðjuverkum eru sakleysingar fórnarlömb. Það er nákvæmlega sama hver hugsanleg ástæða er. Ég rak augun í færslu á vefriti Silfurs Egils á visir.is sem bar heitið „Vinstrið og íslamski fasisminn“. Egill Helgason talar þar um okkur vinstrimenn og um það hversju viljugir við séum að finna afsakanir fyrir hryðjuverkum. Þar segir meðal annars „Það er með ólíkindum hvað sumir eru tilbúnir að sýna misyndismönnum mikinn skilning – jafnvel ganga svo langt að finna réttlætingu fyrir gjörðum þeirra sem þeim dettur ekki í hug sjálfum”. Það er leiðinlegt þegar fólk setur hlutina upp sem svart og hvítt. Vinstri eða hægri, gott eða illt. Heimurinn er fullur af orsökum og afleiðingum. Orsakir hryðjuverka eru margar og að líta til orsaka þeirra er ekki leið til að afsaka, heldur leið til lausna.

Egill segir einnig: „Þetta snýst ekki um að leiðrétta eitthvert óréttlæti. Það eru ekki snauðir öreigar eða menn sem hafa verið beittir miklu órétti sem eru að gera uppreisn. Í því væri hægt að finna eitthvert vit. Hvað eftir annað kemur í ljós að þeir sem standa að hryðjuverkunum eru vel stæðir menn, ágætlega menntaðir – þeirra gæti beðið björt framtíð. Í staðinn svíkja þeir fjölskyldur sínar og nágranna og ganga ofbeldisórum á hönd.”. Alhæfingar sem þessar færa okkur engu nær lausnar. Það hefur aldrei þótt mikið vit í því að berjast við eld með eldi. Ofbeldi getur einfaldlega af sér ofbeldi. Hryðjuverkin 11. september 2001 eru bein sönnun þess. Heimurinn tók stakkaskiptum vegna ofbeldisverks sem framið var af illsku.

Saklaust fólk fremur ekki glæpi og ofbeldisverk. Saklaust fólk fær að finna fyrir þessum verkum. Þegar þrengt er að mannréttindum er líka þrengt að saklausu fólki. Ofbeldi á sér margar birtingamyndir og allar eru þær slæmar. Það skiptir fórnarlömb ekki nokkru máli hvort þau eru drepin í nafni íslams eða nafni kristinnar trúar, jafnvel í nafni stríðs á hendur hryðjuverkum eru sakleysingar fórnarlömb. Það er nákvæmlega sama hver hugsanleg ástæða er.

Fyrir nokkrum dögum var ungur maður drepinn af breskum lögregluþjónum. Sá verknaður er bein afleiðing af hryðjuverkum. Vonandi er að um slys var að ræða, en ég efa að það auðveldi líf ekkjunnar mikið. Enginn gagnrýnir leitina að ástæðu fyrir því atviki. Með leit að skýringu er ekki verið að draga úr alvarleika verknaðarins eða því áfalli sem fórnarlambið og fjölskylda þess hefur orðið fyrir. Það er verið að leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur.

„Það sem er einkennilegast er hin skilyrta fordæming á glæpnum – að geta ekki fordæmt svona verknað án þess að koma með langa romsu um misgerðir Vesturlanda, helst langt aftur í aldir.“
Það er ekkert til sem heitir skilyrt fordæming. Annaðhvort fordæmir maður eða ekki. Menn hafa nú keppst við að fordæma hryðjuverkin. Hvort menn vilja svo fara í stríð, stál við stál eða reyna að finna félagslegar orsakir hryðjuverka hefur einfaldlega ekki neitt með hlutina að gera. Ég fordæmi hryðjuverk, jafnvel þótt ég leyfi mér að hugsa til ástæðna. Enginn málstaður leyfir að mínu mati fórnir á mannslífum. Þar kemur það engu við hvort ég er hægra eða vinstamegin í pólitík.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið