Gunnar I. Birgisson er ekki maður að mínu skapi

,,Strætisvagnar eru almeningssamgöngur, farartæki þar sem allir eru jafnir, sitja hlið við hlið og bíða saman í strætóskýlinu eftir næsta vagni. Almenningssamgöngur flokkst til þjónustu, því þrátt fyrir gríðarlega bílaeign Íslendinga þá eiga ekki allir bíl. Það er ekki hægt að gera á kröfu til fólks að það eigi bíl, möguleikar fólks á að komst frá A-B verða að vera fleiri.“ Segir Þorleifur Örn Gunnarsson varaformaður Ungra jafnaðarmanna á Seltjarnarnesi í grein dagsins. Í fréttum þann 30. júní mótmælti Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi ákvörðun Reykjavíkurborgar um að námsmenn fái ókeypis í strætisvagna sem og ákvörðun Hafnafjarðabæjar þess efnis að aldraðir fái ókeypis í strætó.

Gunnar sagði að svona ákvarðannir hefði þurft að ræða í stjórn Strætó bs. þar sem þetta væri félag allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt þessu hélt hann því fram að þetta muni gera það að verkum að áframhaldandi hallarekstur yrði á Strætó bs.

Strætisvagnar eru almeningssamgöngur, farartæki þar sem allir eru jafnir, sitja hlið við hlið og bíða saman í strætóskýlinu eftir næsta vagni. Almenningssamgöngur flokkst til þjónustu, því þrátt fyrir gríðarlega bílaeign Íslendinga þá eiga ekki allir bíl. Það er ekki hægt að gera á kröfu til fólks að það eigi bíl, möguleikar fólks á að komst frá A-B verða að vera fleiri.

Kostnaðurinn við þessar ákvarðannir Reykjavíkur og Hafnafjarðar, um að aflétta fargjölum af vissum hópum í samfélaginu ber að fagna, hver svo sem kom henni til leiðar. Kostnaðurinn af þeim hlítur og ætti að falla á viðkomandi sveitarfélag. Ekki satt? Þannig breytist heildarfjárhagur Strætó ekkert. Þetta er bara spurning um forgangsröðun, og segir margt um Gunnar Birgisson. Þröngsýnin er líka mikil. Líklega eru námsmenn og aldraðir þeir tveir þjóðfélagshópar sem nota samgöngumátann mest. Þá kemur mikilvæg spurning: Viljum við taka gjald af þessum tveimur hópum?

Annarsvegar námsmenn. Menntaskólar eru staðsettir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Ekki er hlaupið að því að það nám sem manni hugnast sé í næsta húsi. Sem betur fer eru menntaskólarnir nokkuð fjölbreyttir ennþá. Gjaldtaka af 16 ára ungmennum sem unnu mögulega fyrir 500 kr. á klst í unglingavinnunni um sumarið ættu ekki að hafa áhyggjur af því að borga í strætó, né aðstandendur þeirra. Veltur þessi gjaldtaka upp spurningunni: Hversu mikils metum við nám? Svo ekki sé talað um háskóla, tónlistaskóla eða íþróttafélög. Viljum við ekki að sem flestir sæki í þessar stofnannir og gerum við það ekki einna best með því að hjálpa þeim að komast þangað með bókstaflegum hætti?

Hinsvegar aldraðir. Ef ókeypis væri fyrir þá í öflugt strætókerfi væri t.d. auðveldara fyrir þá að fara til læknis, sækja félagsstarf, hætta að keyra og bara heimsækja vini. Viljum við ekki auðvelda öldruðum lífið?

Almenningssamgöngur falla undir þjónustu, ekki fyrirtæki. Þó að æskilegt sé að Strætó bs. standi undir eigin rekstri þá hlýtur rekstur þess að lúta fyrst og fremmst lögmálum um almenna þjónustu.

Það tók mig ekki langann tíma að skoða málin til að komast að ýmsum áhugaverðum staðreyndum. Á Akureyri tóku menn þá hugrökku ákvörðun að í stað þess að leggja niður strætisvagna bæjarins, sem voru notaðir mjög illa, lögðu þeir niður gjaldtökuna. Þessi nýbreytni skilaði rúmlega 70% fleiri farþegum í byrjun þessa árs en árið 2006. Hvað þýðir það? Minni mengun, öruggari umferð og bættan hag heimilanna.

Í ársbyrjun hækkaði fargjaldið um 10% hjá Strætó bs. á meðan farþegum fjölgaði um 3-4% milli ára. Væri ekki eðlilegt að koma til móts við þá staðreynd að fleiri viðrast vilja stunda samgöngumátann? Nú er ég bara að vitna í fréttir af mbl.is engin kafbátavinna hjá mér.

Kostir þess að bjóða námsfólki og öldruðum í strætó eru ótvíræðir. Minni mengun, minni umferð, berti hagur. Ég trúi því að með því að bjóða nemendum ókeypis í strætó styrkjum við almenningssamgöngur til framtíðar. Þetta væri verkefni til framtíðar þar sem fleiri og fleiri fengju trú á samgöngumátanum og tækju strætó í framtíðinni. Það er fáránlegt hversu margir á menntaskólaaldri eiga bíl í dag. Ef það er ókeypis fyrir nemendur í strætó þá fullyrði ég að bílaeign framtíðarnemenda menntaskólanna mun dragast saman. Bílalán með himinháa vextir sem tekin voru af barnslegri fljótfærni, muni heyra sögunni til.

Umferðavandinn leysist ekki með mislægum gatnamótum.

Merkilegt er að sjá Sjálfstæðismenn í Kópavogi og Reykjavík á jafn öndverðum meiði. Hversu ítrekað hafa sjálfstæðismenn haldið því fram að óeining eigi sér stað innan Samfylkingarinnar? Þeir ættu betur að líta í eiginn barm.  Feginn er ég að búa ekki í Kópavogi með Gunnari I. Birgissyni og þröngsýnum og skammsýnum skoðunum hans (heldur bý ég á Seltjarnarnesi, sem er kaldhæðnislegt).

Ég geri mér samt vonir um að sjálfstæðismenn hér á Nesinu geri það sama og í Reykjavík enda eiga þeir það til að stunda popúlisma svona til að breiða yfir minna vinsælar ákvarðannir.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand