Bloggið

,,Bloggið virðist líka orðið mjög skoðanamyndandi í dægurþrasi hversdagsins, t.d. er deila Egils Helgasonar við fyrrverandi/núverandi vinnuveitanda sinn dæmi þar sem bloggið hefur leitt umræðuna og mótað almenningsálitið. Risamiðillinn 365 nær ekki að stjórna umræðunni sem hefur farið um bloggið.“ Segir Jens Sigurðsson í grein dagsins Fyrir nokkru las ég skruddu sem hét Blog. Hún var jú merkilegt nokk um bloggið og hvernig miðillinn væri að breyta upplýsingaöflun og hegðun netverja. Bókin var nokkuð miðuð á Bandaríkin og þá sérstaklega forsetakosningarnar 2004. Höfundur vildi meina að úrslit þeirra hafi ráðist í „The Blogosphere“. Það verður svo sennilegt hlutverk stjórnmálafræðinga í framtíðinni að afsanna þá kenningu.

Ég hef verið að velta fyrir mér blogg-byltingunni hérlendis, hvaða áhrif hún hafði á síðustu sveitarstjórnar- og alþingiskosningar? Við fyrstu sýn virðast þau all nokkur. En hvernig mælir maður svona lagað? Innkoma Moggans skipti væntanlega sköpum? Þar sem víðlesnasti fréttavefur landsins fór markvisst að flétta, hampa og auglýsa bloggfærslur við hverja frétt, auk þess sem bloggfærslur fóru að fá ágætt pláss í hinum prentaða miðli.

Bloggið virðist líka orðið mjög skoðanamyndandi í dægurþrasi hversdagsins, t.d. er deila Egils Helgasonar við fyrrverandi/núverandi vinnuveitanda sinn dæmi þar sem bloggið hefur leitt umræðuna og mótað almenningsálitið.

Risamiðillinn 365 nær ekki að stjórna umræðunni sem hefur farið um bloggið, þeirra helsta vörn felst í því að gera Egil tortryggilegan og reyna að ala á öfund meðal kolleika hans í blaðamannastétt með því að gera launamál Egils að einhverju aðalatriði. Hugsanlega til að móta umræðuna í bloggheimi sér í hag?

Í þessu samhengi hef verið að velta fyrir mér eftirfarandi:

  •     Hvernig ætli fjölmiðlamálið hefði þróast (í bloggheimum) ef það væri í hámæli núna?
  •     Er ritstjórnarlegu sjálfstæði hugsanlega náð með blogginu?

Fólk sækir sér fréttir og fróðleik í auknu mæli á bloggið og áhrif hina gömlu miðla þverra.

Á sama tíma hlýtur maður að velta fyrir sér stöðu ,,gömlu” vefmiðlanna og vefritanna. Á dögunum hætti múrinn.is göngu sinni eftir 7 ár. Múrinn var nokkurskonar prótótýpa fyrir íslensk vefrit og margir hermdu. Á þeim tíma sem vefritið var kóngurinn. Le roi est mort. Vive le roi? Flestir múrarar eru bloggarar í dag. Bloggið er hinn nýi kóngur.

Það verður áhugavert að halda áfram að fylgjast með þróuninni. Ætli vefritin hætti alveg? Hvað með síður ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna? Og hvernig munu fyrirtækjasíður þróast í framtíðinni?

Bloggbyltingin er bara rétt að byrja.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand