Tökum mansal föstum tökum

Mansal

Mörgum brá eflaust við í október þegar upp komst um mansalsmálið á Suðurnesjum. Mansal hefur ekki mikið verið í opinberri umræðu hérlendis og þeir sem hafa ljáð máls á því, hafa oftast gert það fyrir daufum eyrum. Mansal er hins vegar staðreynd á Íslandi og á þessum málaflokki þarf að taka með miklum krafti.MansalMörgum brá eflaust við í október þegar upp komst um mansalsmálið á Suðurnesjum. Mansal hefur ekki mikið verið í opinberri umræðu hérlendis og það hafa nær einungis verið fræðimenn og baráttukonur og -menn úr ýmsum félagasamtökum sem hafa ljáð máls á því, oftast fyrir daufum eyrum. Því hefur verið haldið fram að mansal þrífist ekki á Íslandi og að landið sé í mesta lagi einhvers konar millistopp fórnarlamba á leið þeirra til annarra ríkja.

Líka á Íslandi
Fyrr í haust kom út skýrsla um mansal á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og Rauða kross Íslands. Skýrslan ber yfirskriftina Líka á Íslandi og er í henni farið yfir umfang og eðli mansals á Íslandi. Í skýrslunni eru staðfest 59 mansalsmál á Íslandi síðustu þrjú ár, en það eru einungis þau mál hafa komist upp með einhverjum hætti, fórnarlömb hafa t.d. leitað til Stígamóta eða Alþjóðahúss. Því má áætla að málin séu í raun miklu fleiri. Mansal er ekki bara kynlífsþrælkun, heldur má líka nefna dæmi um erlenda verkamenn sem eru hér við slæmar aðstæður og eru undir ægivaldi yfirmanns síns.

Stjórnvöld hafa verið sofandi
Íslensk stjórnvöld hafa lokað augunum fyrir þessum veruleika og það er sorglegt að ung stúlka þurfi að tryllast í flugvél til þess að þessum málaflokki sé gefinn gaumur. Það að stúlkan hafi síðan týnst í Reykjanesbæ eftir að grunur kom upp um að um mansal væri að ræða er til marks um að lögregluyfirvöld hafi hingað til ekki verið í stakk búin til þess að taka á þessum málum. Hér er að sjálfsögðu ekki verið að ásaka neinn einstakan lögreglumann eða aðra sem hafa komið að þessu einstaka máli. Kerfið í heild er einfaldlega ekki nógu gott. Eins hrikalegt og þetta mál er hefur það þó haft þau góðu áhrif að stjórnvöld eru að vakna upp af vondum svefni. Í vor var samþykkt á Alþingi aðgerðaráætlun gegn mansali sem hefur síðan legið óhreyfð. Nú er loksins búið að taka þá aðgerðaráætlun upp úr skúffu og er verið að vinna að þeim þáttum sem í henni eru útlistaðir. Sérfræðingateymi hefur verið sett á stofn og í gær bárust fréttir þess efnis að heilbrigðisráðherra hefði gert reglugerðarbreytingar þess efnis að fórnarlömb eigi ótvíræðan rétt á heilbrigðisþjónustu.

Mörgu þarf að breyta
Mansal2Ísland á ekki að láta jafn hræðileg mannréttindabrot og mansal er viðgangast hér á landi. Það þarf að tryggja að fórnarlömb fái vernd, húsaskjól, tímabundið dvalarleyfi, heilbrigðisþjónustu og alla þá aðstoð sem þau kunna að þurfa. Félagasamtök líkt og Stígamót og Alþjóðahús vinna gríðarlega mikilvægt starf og það þarf að tryggja nægt fjármagn til slíkra aðila og stjórnvöld þurfa að vinna náið með þeim. Starfsfólk lögreglu og félagsþjónustu þarf að fræða um málaflokkinn til þess að tekið verði á málum með réttum hætti. Þá er einnig margt sem bendir til þess að mansal og vændi sé rekið í tengslum við nektardansstaði og því þarf að taka á málum þeirra staða og helst ætti að loka þeim strax. Þetta eru einungis fáar af þeim aðgerðum sem stjórnvöld þurfa að ráðast í ef við viljum tryggja að vændi og mansal verði ekki eðlilegir hlutir í íslensku samfélagi. Við þurfum að taka á þessu af krafti og ég treysti núverandi ríkisstjórn til þess að gera það.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið