Göng og aftur göng

Nú er það klappað og klárt – Héðinsfjarðargöng verða að veruleika. Ég vil að sjálfsögðu óska Siglfirðingum og Ólafsfirðingum til hamingju með það og vona heilshugar að göngin verði sú lyftistöng sem talað er um á þessum slóðum. Þarna er um að ræða verk upp á tæpar 7000 milljónir sem tengja saman tvö sjávarþorp með rúmlega 1500 íbúa. Ég veit að nú er ég kominn á hálann ís. Eflaust margir farnir að bölva þessum fávísa Kópavogsbúa sem hefur ekki hundsvit á landsbyggðarmálum og á ekkert með að vera að skipta sér af því sem honum kemur ekki við. Nú er það klappað og klárt – Héðinsfjarðargöng verða að veruleika. Ég vil að sjálfsögðu óska Siglfirðingum og Ólafsfirðingum til hamingju með það og vona heilshugar að göngin verði sú lyftistöng sem talað er um á þessum slóðum.

Þarna er um að ræða verk upp á tæpar 7000 milljónir sem tengja saman tvö sjávarþorp með rúmlega 1500 íbúa. Ég veit að nú er ég kominn á hálann ís. Eflaust margir farnir að bölva þessum fávísa Kópavogsbúa sem hefur ekki hundsvit á landsbyggðarmálum og á ekkert með að vera að skipta sér af því sem honum kemur ekki við.

En mér kemur reyndar við þegar verið er að henda 7 milljörðum króna af skattpeningum almennings í samgöngumannvirki sem getur varla farið nálægt því að borga sig. Talið er að um 350 bílar fari þarna um á sólarhring sem hlýtur að vera ríflega áætlað. Hinsvegar myndi ég glaður vilja sjá af þessum peningum ef þeir kæmu að raunverulegu gagni við að efla þau byggðarlög landsins sem mörg hver eru mjög illa leikin.

Það sem vantar er raunhæf byggðarstefna sem byggist ekki á kjördæmapoti og slíku. Öflugt atvinnulíf ásamt menntun og heilbrigðisþjónustu er grundvöllur þess að blómleg byggð geti dafnað. Mörg byggðarlög eru rjúkandi rúst eftir að sjávarútvegsfyrirtækið á staðnum, aðalatvinnuveitandinn, hefur pakkað saman og farið. Því er nauðsynlegt að horfa á aðrar leiðir í atvinnumálum heldur en að einblína bara á sjávarútveg. Í því samhengi bendi m.a. ég á byggðastefnu Samfylkingarinnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand