Að þakka fyrir sig

Það hlýtur að segja sitt um hvert samfélag hvernig öldruðum reiðir þar af. Því auðugra sem samfélagið er, þeim mun betur getur það búið að eldri borgurum, eða hvað? En Ísland er víst ekkert fyrirmyndarríki – engin útópía – þegar málefni eftirlaunaþega eru annars vegar. Hér búa margar stéttir við slík kjör að á ævikvöldinu þarf að herða sultarólina sem sjaldan eða aldrei fyrr. Eða hver vill reyna að draga fram lífið á innan við 110.000 krónum á mánuði (fyrir skatt) þegar ætlast er til að hann sé sestur í helgan stein? Engin útópía
Það hlýtur að segja sitt um hvert samfélag hvernig öldruðum reiðir þar af. Því auðugra sem samfélagið er, þeim mun betur getur það búið að eldri borgurum, eða hvað? En Ísland er víst ekkert fyrirmyndarríki – engin útópía – þegar málefni eftirlaunaþega eru annars vegar. Hér búa margar stéttir við slík kjör að á ævikvöldinu þarf að herða sultarólina sem sjaldan eða aldrei fyrr. Eða hver vill reyna að draga fram lífið á innan við 110.000 krónum á mánuði (fyrir skatt) þegar ætlast er til að hann sé sestur í helgan stein?

Þó að ríkisstjórnin ætli sér að fella niður eignarskattinn og lækka tekjuskattinn um fjögur prósentustig gagnast það helst hinum ríkari. Eftir sitja efnalitlir eftirlaunaþegar – eftir áratuga brauðstrit – og hafa ekki hugmynd um hvers þeir eiga að gjalda.

Sukk, sukk og aftur sukk!
Undanfarið hafa borist nöturlegar fréttir af lífeyrismálum. Í febrúar síðastliðnum var framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins látinn fjúka – þótti ekki hafa staðið sig í stykkinu – en ekki fer hann tómhentur heldur með fullar hendur fjár, fær í sárabætur litlar fjörutíu og þrjár milljónir króna af sparnaði skjólstæðinga sinna. Ástæðan er sú að árið 2000 var starfslokasamningi hans breytt á þann veg að hann ætti rétt á þrjátíu mánaða uppsagnarfresti í stað sex mánaða. Að sögn DV ákváðu þáverandi formaður og varaformaður sjóðstjórnar það upp á sitt eindæmi og án vitundar annarra.

Kannski væri athugandi að sameina fleiri lífeyrissjóði svo að úr yrðu burðugri stofnanir, með meira bolmagn til arðvænlegra fjárfestinga. Í leiðinni mætti fækka stjórnendum og spara þannig fúlgur fjár – jafnvel þótt það yrði ekki fyrr en eftir feita starfslokasamninga.

Þröng á þingi
Og meira af dapurlegum fréttum því að hjúkrunarrými skortir tilfinnanlega og biðlistar eru langir. Á hjúkrunarheimilum eldri borgara getur einstaklingur átt von á að þurfa að deila herbergi með bláókunnugri manneskju. Sumum er kannski hugarhægð í svo nánu samneyti en ekki öllum. Það er víst ekki tekið út með sitjandi sældinni að leyfa sér að verða veikur eða hrumur á efri árum.

Bætum hag aldraðra!
Þó að Ísland sé engin útópía er hér betra að búa en í mörgum öðrum löndum. Það er ekki síst fyrir tilstuðlan þeirra sem nú eru komnir af léttasta skeiði, þeirra sem hafa borið samfélagið á herðum sér og yngri kynslóðir á höndum sér. Eldri borgarar eiga betra skilið en kröpp kjör og hraklegan aðbúnað; það stendur upp á ríki, sveitarfélög og lífeyrissjóði að gera bragarbót þar á.

Eitt mættu yngri kynslóðir muna: Það hefur löngum þótt góður siður að þakka fyrir sig, ekki aðeins í orði heldur einnig í verki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand