Glerhúsið við Austurvöll

Það lítur út fyrir miðað við atburði undanfarinna vikna í stjórnmálum á Íslandi að ráðamenn þjóðarinnar séu ekki í nokkrum tengslum við kjósendur sína. Kosningaloforð stjórnarflokkanna eru loforð sem enginn þarf lengur að gera ráð fyrir að verði efnd. Loforð frá kosningunum í vor um skattalækkanir endar í skattahækkunum upp á meira en tvo milljarða, samningur við öryrkja sem gerður var síðastliðinn vetur er brotinn, í hvaða glerhúsi búa menn sem telja sig geta blekkt að kjósendur hvað eftir annað. Það næsta sem við sjáum kannski, með hliðsjón af biblíutilvitnunum þessara ágætu manna verður að ræður þeirra hefjist með hægri hönd á þeirri góðu bók. Það lítur út fyrir miðað við atburði undanfarinna vikna í stjórnmálum á Íslandi að ráðamenn þjóðarinnar séu ekki í nokkrum tengslum við kjósendur sína. Kosningaloforð stjórnarflokkanna eru loforð sem enginn þarf lengur að gera ráð fyrir að verði efnd. Loforð frá kosningunum í vor um skattalækkanir endar í skattahækkunum upp á meira en tvo milljarða, samningur við öryrkja sem gerður var síðastliðinn vetur er brotinn, í hvaða glerhúsi búa menn sem telja sig geta blekkt að kjósendur hvað eftir annað. Það næsta sem við sjáum kannski, með hliðsjón af biblíutilvitnunum þessara ágætu manna verður að ræður þeirra hefjist með hægri hönd á þeirri góðu bók.

Atkvæðaveiðar
Hvert skyldu atkvæði öryrkja hafa farið ef það hefði legið fyrir í vor að stjórnvöld myndu í stað þess að standa við gerða samninga aðeins uppfylla hluta þeirra, restin kemur kannski seinna, viljum við koma fram við þá sem minnst mega sín með þessum hætti? Nei, það vilja kjósendur ekki, en kannski þeir sem ráða í glerhúsinu við Austurvöll, kjósendur hafa þurft að upplifa skömm fyrir að hafa kosið suma fulltrúa sína á þing. Það er ekki nóg með að ráðamenn þessarar þjóðar telji það sjálfsagt og eðlilegt að þurfa ekki að standa skil á gjörðum sínum heldur fara þeir út í sjálftöku á launum og lífeyrisréttindum. Síðast þegar ég vissi voru þingmenn almennt á ágætis launum, ríflega 470 þúsund krónum á mánuði auk launa fyrir nefndar og stjórnarstörf sem flestir þeirra njóta. Hvað skyldi öryrkjanum sem er neyddur til að lifa í fátækt eða í það minnsta upp á náð annarra kominn, finnast um launamál ráðamanna þjóðarinnar? Þjóðar sem er í einu af efstu sætunum yfir ríkustu þjóðir í heimi en getur ekki séð af þeim fáu krónum sem þarf til að tryggja þeim verst settu sómasamlegt lifibrauð, fólki sem í flestum tilfellum hefur ekkert haft með þá ákvörðun að gera að þurfa að lifa af örorkubótum. Nú er það mín skoðun að ráðamenn þjóðarinnar eigi að vera á mjög góðum launum, launum sem eru samkvæmt lögum ákveðin af kjaradómi, dómstól sem allir geta verið sáttir við að ákvarði eðlileg og góð kjör, því er það með ólíkindum að horfa upp á þá sjálftöku sem samþykkt var með frumvarpi á alþingi á mánudag.

Fá öryrkjar undanþágur frá frádrætti vegna tekna
Það er merkilegt að undanþegið tekjum til frádráttar á lífeyri ráðherra skuli vera tekjur vegna ritstarfa og lista, skyldi einhver á okkar 1000 ára gamla Alþingi eiga möguleika á að skrifa eins og nokkrar metsölubækur?

Öryrki sem ákveður þrátt fyrir fötlun eða sjúkdóma að vinna fyrir sér, ákveður að gera á því tilraun hvort hann sé hæfur til að stunda störf á almennum vinnumarkaði lendir fljótlega í tekjuskerðingu. Það væri athugandi fyrir Öryrkjabandalagið að kanna hvaða störf öryrkja gætu verið undanþegin tekjuskerðingu örorkubóta, undir það hljóta þó að falla ritstörf og listir það er að segja ef að jafnræðisreglan gildir líka fyrir öryrkja.

Eru tvær þjóðir í landinu?
Það er kominn tími á að okkar ágætu stjórnarliðar og háttvirtir ráðherrar færi sig niður af þeim stalli sem þeir væntanlega óafvitandi og kannski fyrir slysni hafa lent á. Á sama tíma og ráðamenn þjóðarinnar gagnrýna með hörðum og óvægnum hætti einstaklinga í viðskiptum fyrir þeirra launakjör og viðskiptahætti þá leggjast þeir svo lágt að tryggja sér eftirlauna samninga með lögum, lögum sem munu þegar upp er staðið kosta álíka mikið og sá hluti samningsins sem öryrkjar voru hlunnfarnir um.

Allt þetta gerist á sama tíma og fjárnám hafa aldrei náð öðrum eins hæðum og nú, biðraðirnar hjá Mæðrastyrksnefnd hafa aldrei verið lengri og kjósendurnir sem voru hlunnfarnir um skattalækkanir og hækkun á bótum, lesa, heyra og sjá í öllum fjölmiðlum að góðærið er hafið. Við verðum að vara okkur á þennslunni, bankarnir keppast um að bjóða lán á tilboðum og smjörið drýpur af hverju strái í landi allsnægtanna, landi sem eins og áður var nefnt er í einu af efstu sætunum á lista yfir ríkustu þjóðir heims, landi þar sem stjórnvöld svíkja kjósendur um kosningaloforð, landi sem í allri auðlegðinni getur ekki séð sóma sinn í að tryggja sínum minnstu bræðrum eðlileg lífsskilyrði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand