Gleði, gleði, gleði

Um helgina mun gleðin ríkja á götum Reykjavíkur. Það hefur varla farið framhjá mörgum að í dag og á morgun fara fram Hinsegin dagar í borginni með ýmsum skemmtiatriðum, skrúðgöngu og dansleikjum. Hinsegin dagar eru haldnir til að fagna þeim árangri sem hefur náðst í jafnréttisbaráttu samkynhneigðra á Íslandi, hvetja til áframhaldandi baráttu og sýna samstöðu með samkynhneigðum í öðrum löndum sem búa ekki við jafn mikið öryggi og íslenskir hommar og lesbíur – og svo auðvitað til að hafa rosalega gaman. Um helgina mun gleðin ríkja á götum Reykjavíkur. Það hefur varla farið framhjá mörgum að í dag og á morgun fara fram Hinsegin dagar í borginni með ýmsum skemmtiatriðum, skrúðgöngu og dansleikjum. Hinsegin dagar eru haldnir til að fagna þeim árangri sem hefur náðst í jafnréttisbaráttu samkynhneigðra á Íslandi, hvetja til áframhaldandi baráttu og sýna samstöðu með samkynhneigðum í öðrum löndum sem búa ekki við jafn mikið öryggi og íslenskir hommar og lesbíur – og svo auðvitað til að hafa rosalega gaman.

Lagalega jafnréttisbaráttan
Það er vissulega ástæða til að fagna. Á aðeins tíu árum hefur ótrúlegur árangur náðst á Íslandi – samþykkt hafa verið lög um staðfesta samvist (sem er næstum jafngild gagnkynhneigðu hjónabandi), mismunun vegna kynhneigðar hefur verið bönnuð með lögum og stjúpættleiðingar samkynhneigðra hafa verið leyfðar.

En það hættulegasta í hverri jafnréttisbaráttu er þegar fólk fer að líta þannig á að baráttunni sé lokið, að jafnrétti sé náð. Í miklum minnihluta tilfella er hægt að tala um endanlegt jafnrétti – þrátt fyrir frábæran árangur hefur jafnrétti kynjanna til dæmis ekki verið náð og verður varla í nánustu framtíð.

Þó að miklir sigrar hafi verið unnir lagalega séð er enn margt ógert. Lesbíur mega ekki fara í gervifrjóvgun og samkynhneigð pör mega ekki ættleiða börn né gifta sig í kirkju (sem er reyndar frekar verkefni fyrir kirkjuna en ríkið). Samkvæmt skoðanakönnunum styður meirihluti þjóðarinnar að samkynhneigðum verði veitt þessi réttindi og það bendir til þess að flestir vilji að Alþingi taki af skarið sem fyrst.

Huglæga jafnréttisbaráttan
Að mörgu leyti er þó erfiðasta baráttan eftir þegar þeirri lagalegu lýkur. Það er baráttan við hið huglæga misrétti – fordómana og ranghugmyndirnar – og þessari baráttu lýkur yfirleitt aldrei. Þó að mikill árangur hafi náðst og fordómar bæði innan hóps samkynhneigðra og gagnkynhneigðra hafi minnkað, þá leynast þeir enn á ótrúlegustu stöðum. Spurningar eins og ,,af hverju þurfið þið alltaf að vera að auglýsa kynhneigð ykkar?” og staðhæfingar eins og ,,ég hef ekkert á móti hommum, ég bara vil ekki hafa þá nálægt mér” (nákvæmlega það sem mér finnst um skordýr) eru allt of algengar. Ég hef meira að segja heyrt svipaða athugasemd um GayPride: ,,Af hverju þurfa samkynhneigðir að halda sérhátíð ef þeir eru alveg eins og gagnkynhneigðir?” Myndi einhverjum detta í hug að ásaka konur um að auglýsa kynferði sitt með því að taka þátt í kvennafrídeginum?

Hamingjan er hinsegin
En höfuðatriði Hinsegin daga er fjölbreytileikinn og gleðin. Ég hvet alla til að taka þátt í hátíðahöldunum – samkynhneigða, tvíkynhneigða, gagnkynhneigða, þverkynhneigða… það er pláss fyrir alla. Þetta er eina útihátíð borgarinnar þar sem er pláss fyrir alla. 17. júní er hátíð fjölskyldufólks á daginn og drukkinna gagnfræðaskólanema á kvöldin, menningarnótt er hátíð fólks með gleraugu – en Hinsegin dagar er hátíð fyrir alla sem geta glaðst. Við skulum taka þjóðkirkjuna á orðinu og vona að hún taki okkur líka á orðinu á endanum: gleði, gleði, gleði!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand