Hinsegin réttindi

Mikið lifandis ósköp er gott að vera Íslendingur. Rigningin og rokið er nú bara hjóm eitt miðað við það sem margir aðrir þurfa að glíma við. Mismunun, ofbeldi, ofsóknir og glæpir gagnvart samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og kynskiptingum fyrirfinnast til dæmis víða um heim samkvæmt Amnesty International. Þá er dauðarefsingum beitt gegn samkynhneigðum í Íran, Súdan, Pakistan, Jemen og Saudi Arabíu svo að nokkur dæmi séu tekin. Í Bandaríkjunum hefur Bush staðið fyrir andstöðu við réttindabaráttu samkynhneigðra. Hann reyndi til dæmis að koma því í stjórnarskrána að samkynhneigt fólk gæti ekki staðfest samvist sína en blessunalega hafnaði Öldungadeildin því. Sums staðar í Evrópu hefur andstaða gegn samkynhneigðum verið að aukast, þá sérstaklega meðal öfgasinnaðra hægrimanna. Mikið lifandis ósköp er gott að vera Íslendingur. Rigningin og rokið er nú bara hjóm eitt miðað við það sem margir aðrir þurfa að glíma við. Mismunun, ofbeldi, ofsóknir og glæpir gagnvart samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og kynskiptingum fyrirfinnast til dæmis víða um heim samkvæmt Amnesty International. Þá er dauðarefsingum beitt gegn samkynhneigðum í Íran, Súdan, Pakistan, Jemen og Saudi Arabíu svo að nokkur dæmi séu tekin. Í Bandaríkjunum hefur Bush staðið fyrir andstöðu við réttindabaráttu samkynhneigðra. Hann reyndi til dæmis að koma því í stjórnarskrána að samkynhneigt fólk gæti ekki staðfest samvist sína en blessunalega hafnaði Öldungadeildin því. Sums staðar í Evrópu hefur andstaða gegn samkynhneigðum verið að aukast, þá sérstaklega meðal öfgasinnaðra hægrimanna.

Löggjöfin á Íslandi 1)
Þegar litið er til baka er ótrúlega stutt síðan að eitthvað verulegt fór að gerast í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Strax árið 1940 var reyndar fellt ákvæði úr lögum um að refsa bæri fyrir mök tveggja einstaklinga af sama kyni. Ég segi strax, því Ísland var annað Norðurlandið á eftir Dönum í þessu efni. Áfram Ísland! Í raun gerðist ekkert annað markvert í réttindabaráttunni hvað löggjöfina varðar fyrr en árið 1992. Þá var samræðisaldur ákveðinn 14 ára fyrir alla, jafnt gagnkynhneigða sem samkynhneigða. Áður var samræðisaldurinn 16 ára fyrir gagnkynhneigða og 18 ára fyrir samkynhneigða. Árið 1996 má svo segja að brotið hafi verið blað í löggjöfinni þegar Alþingi samþykkti lög um staðfesta samvist einstaklinga af sama kyni (nr. 87/1996). Staðfest samvist jafngildir hjónabandi gagnkynhneigðra lagalega séð. Ekki voru þó frumættleiðingar og tæknifrjóvganir heimilaðar. Tveir aðilar í staðfestri samvist mega þó hafa sameiginlega forsjá barna hvors annars og var Ísland fyrsta landið í heiminum til að lögleiða það. Aftur, áfram Ísland! Árið 2000 var svo samkynhneigðum pörum í staðfestri samvist heimilað að ættleiða stjúpbarn hvors annars ef aðilarnir hefðu áður farið með sameiginlega forsjá barnanna.

Svokallaðir kristniboðar
Þótt löggjöfin sé komin ansi langt á Íslandi hvað viðkemur réttindum samkynhneigðra þýðir það ekki endilega að fordómar hafa einnig horfið, a.m.k. ekki meðal allra. Kristniboðar sumir hverjir, m.a. á sjónvarpsstöðinni Omega, hafa verið með niðrandi alhæfingar um samkynhneigða sem eru til þess fallnar að stuðla að neikvæðum viðhorfum og skoðunum þeirra sem á horfa. Enn má heyra að talað er um kynvillinga, að samkynhneigð sé synd og að samkynhneigð sé sjúkdómur sem hægt sé að lækna svo að eitthvað sé nefnt. Ef til vill ætti að kynna almennu hegningarlögin betur fyrir þessum mönnum. Í 233. gr. a. hegningarlaganna segir: ,,Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.” Ég velti því fyrir mér hvort þessar árásir myndu líðast ef þær væru gerðar á aðra hópa sem 233. gr. a. nær til. Ég held ekki. Sem dæmi má nefna að ríkissaksóknari stefndi varaformanni Félags íslenskra þjóðernissinna vegna niðrandi ummæla og alhæfinga um svertingja í Afríku sem hann lét falla í blaðaviðtali, s.s. með því að kalla þá Afríkunegra með prik í hendi. Hann var dæmdur sekur í Héraðsdómi og var sá dómur staðfestur í Hæstarétti (nr. 461/2001). Af hverju ríkissaksóknari telur ekki ástæðu til að lögsækja þá kristniboða sem eru með niðrandi málflutning um samkynhneigða veit ég ekki.

Uppeldi barna ekki tengt kynhneigð foreldra
Í brennidepli réttindabaráttu samkynhneigðra þessa dagana hér á landi eru kirkjuleg vígsla og frumættleiðing. Einar Sigmarsson fjallaði nýlega um kirkjulega vígslu í grein sinni á politik.is. Frumættleiðing er ef til vill viðkvæmara mál enda eiga börn í hlut. Með frumættleiðingu er átt við að barn er ættleitt oftast vegna þess að líffræðilegir foreldrar sjá sér ekki fært að annast barnið. Ávallt verður að hafa í huga hvað best sé fyrir börnin. Samkvæmt dr. Rannveigu Traustadóttur 2), dósent við HÍ í uppeldis- og menntunarfræðum, benda rannsóknir til þess að börn samkynhneigðra séu ekkert öðruvísi en börn gagnkynhneigðra. Þau verða reyndar síður fyrir kynferðisofbeldi en börn gagnkynhneigðra samkvæmt rannsóknum. Börn samkynhneigðra eru heldur ekki líklegri til að verða samkynhneigð, ekki að það væri eitthvað slæmt (sem sagt ekki er um að ræða smitandi sjúkdóm!). Þá sýna rannsóknir einnig, samkvæmt Rannveigu, að barnauppeldi samkynhneigðra foreldra svipi mjög til barnauppeldis gagnkynhneigðra foreldra. Af sama toga er efni fréttar sem birtist nýlega á mbl.is. Þar kemur fram að niðurstöður stærstu samtaka sálfræðinga í Bandaríkjunum segja að ,,lítill munur sé á sam- og gagnkynhneigðum pörum og vellíðan barnsins og hæfni foreldris í foreldrahlutverkinu sé ekki að nokkru leyti tengd kynhneigð þess.” Því sé ekkert ,,því til fyrirstöðu að samkynhneigðir ali upp börn saman.”

Hvort börn verða fyrir aðkasti vegna þess að þau eiga samkynhneigða foreldra veit ég ekki, en þá hlýtur það stafa af fordómum sem þarf að uppræta, alveg eins og fordóma gagnvart börnum sem er strítt vegna þess að þau eru of feit eða þess að þau eru með annan húðlit en flestir.

Réttindamál er að samkynhneigðir geti frumættleitt börn og að börn sem hafa ekki tök á að alast upp hjá líffræðilegum foreldrum sínum geti eignast hæfa og ástríka foreldra. Miklu varðar að koma því á framfæri að kynhneigð foreldra skiptir ekki máli um velferð barna þeirra.

Gleðilegan Gay Pride.
Þórólfur Rúnar Þórólfsson
– – – – – – –
1) Að mestu stuðst við Misrétti og réttarbætur, annáll Þorvaldar Kristinssonar á www.samtokin78.is
2) Rannveig Traustadóttir (2003). Samkynhneigð og fjölskyldulíf. Rannveig Traustadóttir og Þorvaldur Kristinsson (ritstj.) Hvað segja rannsóknir? Um samkynhneigða foreldra og börn þeirra (bls. 17-46). Reykjavík: Háskólaútgáfan

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand