Þær fela meðal annars í sér að vernda óbreytta borgara og tryggja réttindi stríðsfanga. Genfarsáttmálinn tekur það sérstaklega fram að það skuli ávalt fara mannúðlega með stríðsfanga. Í því felst m.a. að þeir skuli ekki verða fyrir pyntingum, læknisfræðilegum eða annarskonar rannsóknum og að þeir séu verndaðir gegn ofbeldi, ógnunum, móðgunum og opinberi niðurlægingu. – Segir Tómas Kristjánsson Greinin birtist áður sem aðsend greinGenfarsáttmálinn hefur mikið verið í umræðunni síðustu daga, kemur sú umræða í kjölfar mynda sem virðast sanna skipulagðar pyntingar bandarískra hermanna á íröskum föngum. Margir benda á að þetta stangist á við ákvæði í Genfarsáttmálanum. Einn af þeim sjö bandarísku hermanna sem kærðir hafa verið fyrir illa meðferð á föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak, segir að hann hafi aldrei séð eða lesið eintak af Genfarsáttmálanum fyrr en eftir að hann var kærður.
En hver er þessi sáttmáli? Hvað felur hann í sér?
Árið 1863 hélt hin hlutlausa ríkisstjórn Sviss fyrstu ráðstefnuna af mörgum það sem ræddar voru leikreglur um viðunandi leikreglur í hernaðarátökum með það að leiðarljósi að koma á föstum reglum sem farið væri eftir. Núverandi reglur voru undirritaðar árið 1949, rétt eftir seinni heimstyrjöldina, og síðar staðfestar árið 1977.
Þær fela meðal annars í sér að vernda óbreytta borgara og tryggja réttindi stríðsfanga. Genfarsáttmálinn tekur það sérstaklega fram að það skuli ávalt fara mannúðlega með stríðsfanga. Í því felst m.a. að þeir skuli ekki verða fyrir pyntingum, læknisfræðilegum eða annarskonar rannsóknum og að þeir séu verndaðir gegn ofbeldi, ógnunum, móðgunum og opinberi niðurlægingu.
Myndirnar sanna brot á sáttmálanum
Ýmsir lögfróðir menn segja að myndirnar úr Abu Ghraib sanni brot gegn Genfarsáttmálanum. ,,Þetta sýnir fram á að innra skipulag hersins er í molum.” Sagði Repúblikaninn Steve Buyer fulltrúi Indiana í öldungadeild bandaríska þingsins. ,,Það góða við þetta er að Bandaríkin sem aðilar að Genfarsáttmálanum munu standa við sáttmálann og sækja þá til saka sem gerst hafa brotlegir.”
Augljóst er að það nægir ekki að ákæra sjö bandaríska hermenn. Þjóð sem stendur fyrir skipulögðum brotum á Genfarsáttmálanum hlýtur að þurfa að svara til saka ásamt bandamönnum sínum. Þar kemur Ísland inn í myndina. Við studdum innrásina skilyrðislaust og þurfum því að taka afleiðingunum sem eru því miður orðnar þær að við, Íslendingar, erum alþjóðlegir glæpamenn og þurfum að svara fyrir sakir okkar.
Tómas Kristjánsson