Fyrsta skiptið…

Ég vildi klappa, en það má ekki! Heyr, heyr muldraði ég nokkrum sinnum við sjálfa mig. Ég varð að venjast mun agaðri fundarsköpum en ég hef nokkru sinni kynnst. Í sífellu spurði ég þá sem sátu til hliðar við mig hvað mætti og hvað mætti ekki. Mér var fljótlega rétt mappa með öllum þessum upplýsingum. Skýr skilaboð það. En án alls spaugs þá var virkilega tekið vel á móti mér. Starfsfólk Alþingis eru alveg yndislegar verur sem hjálpa manni á allan hátt og þingflokkur minn leiðbeindi mér í einu og öllu. Aðrir þingmenn, stjórnarliðar sem stjórnarandstæðingar, buðu mig velkomna og þarna upplifði ég þessi andlit á skjánum sem mannverur. Það er nefnilega svo skrítið að allstaðar er fólk… að maður heldur… Yfirleitt set ég ekki í orð – fyrsta skiptið – en í þessu tilfelli geri ég undantekningu þar sem ég var beðin um að tjá mig um mína fyrstu setu á Alþingi. Ég er fyrsti varaþingmaður Suðurkjördæmis og þegar Jón Gunnarsson fór erlendis á þing SÞ í New York kom ég inn á þing. Ég kveið aðeins fyrir og var að mikla þetta ógurlega fyrir mér, en eftir nokkrar mínútur í sæti númer þrjátíuogníu var mér farið að líða betur. Salurinn sem mér eitt sinn hafði þótt stór tilsýndar í sjónvarpi minnkaði mikið þegar ég sá hann fyrst fyrir nokkrum árum og þannig var hann ennþá þegar ég settist í sætið þann 13. október, skammarlega lítill, en hið ótrúlega gerðist – og hann stækkaði. Ég vandist veru minni þarna og gæti vel hugsað mér að sitja þarna lengur, en það verður í þetta skiptið ekki nema til 24. október: ,,Því Jón er kominn heim.”

Formgerð, formgerð, formgerð og formgerð
Ég vildi klappa, en það má ekki! Heyr, heyr muldraði ég nokkrum sinnum við sjálfa mig. Ég varð að venjast mun agaðri fundarsköpum en ég hef nokkru sinni kynnst. Í sífellu spurði ég þá sem sátu til hliðar við mig hvað mætti og hvað mætti ekki. Mér var fljótlega rétt mappa með öllum þessum upplýsingum. Skýr skilaboð það. En án alls spaugs þá var virkilega tekið vel á móti mér. Starfsfólk Alþingis eru alveg yndislegar verur sem hjálpa manni á allan hátt og þingflokkur minn leiðbeindi mér í einu og öllu. Aðrir þingmenn, stjórnarliðar sem stjórnarandstæðingar, buðu mig velkomna og þarna upplifði ég þessi andlit á skjánum sem mannverur. Það er nefnilega svo skrítið að allstaðar er fólk… að maður heldur…

Blekkingin mikla
Ég fór ekki inn sem njósnari eins eða neins. Ég fór inn vegna þess að ég hafði unnið fyrir því. Og þarna var ég komin og reyndi að fylgjast eins vel með og ég gat. Það ku vera mikilvægt að hafa þekkingu á umhverfi sínu og ég las í andlit, las í blöðum, las í ræðum og hlustaði. Ég held að ég hafi hlustað mest af þeim sem hafa heyrn inná þingi. Stjórnarandstæðingar koma upp og tala og tala og ég sem stjórnarandstæðingur hlustaði. Gagnrýni á ríkisstjórn, gagnrýni á störf þingsins, tillögur, frumvörp og fyrirspurnir. Allt gott og blessað og þarna muldraði ég einmitt mín hljóðu heyr, heyr. En eitt fannst mér athugunarvert og það var þessi óskaplega mikla fjarvera stjórnarliða. Ég veit að mikið er í gangi, finn það á mínu eigin skinni, enda ekki kölluð til vegna sumarleyfa eða fyllerís. En samt er það skrítið að þegar við þingmennirnir kusum um ýmisleg málefni voru um þrjátíuogfjórir til þrjátíuogfimm staddir í salnum (mest fjörtíuogsex einn ótrúlegan föstudag), en þegar búið var að kjósa þá hvarf meira en helmingurinn! Því meira en helmingur er jú ríkistjórnin. Jú góðir Íslendingar, eða þessi títtrædda vinstrislagsíða sem finna má í hverju skúmaskoti, ríkisstjórnin hlustar ekki og er fjarverandi á þingfundum! Þetta er kannski stór alhæfing en ég upplifði mína fyrstu þingviku þannig.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stendur í pontu og mælir um breytingar á lögum um Seðlabankann, þá æðstu og virtustu peningastofnun sem er á Íslandi. Hún vill (og er ég sammála henni) að settar verða reglur um hæfnis- og menntunarkröfur seðlabankastjóra og hin bláa hendi hætti að seilast eftir stólarminum (ekki hennar orð – heldur mín)! Gott og blessað. Enginn stjórnarliði í salnum. Þarna vorum við Samfylkingarmenn og konur að hlýða á þingmann úr okkar röðum sem flutti mál sitt skörulega og af festu. Ég lít svo á að þarna hafi ekki verið hlustað á tæpan helming landsmanna, eða þann hluta sem stendur að baki stjórnarandstöðunni – þetta er blekkingin. Þegar stjórnarandstaðan lætur mikið, skammast og bendir í pontu, þá er oft enginn í salnum sem á skammirnar skilið. Ónei, þessi ríkistjórn sem þarf ekki að hlusta er sérstök. Hún er í bið og þannig upplifði ég líka fyrstu þingvikuna. Bið eftir svari, bið eftir að ráðherra myndi láta sjá sig, bið eftir að hlutirnir myndu vera samþykktir til umræðu en mest megnis bið eftir að stjórnarliðar myndu aumkva sig yfir áttatíuogsexþúsundþrjúhundruðfimmtíuogtvo Íslendinga og mæta í lýðræðið og hlusta á þær málpípur sem þeir Íslendingar kusu.

Fyrsta skiptið…
Fyrsta skiptið tók snöggt af, reyndar fáir viðstaddir en mér þótti það gaman og spennandi. Vonandi verða fleiri viðstaddir næst og kannski að ég opni á mér munninn….

Að lokum skulu lesendur smella hér.hér til að lesa stjórnarskrá Íslands. Lærið hana og munið vegna þess að þeir sem stjórna gleyma henni óvart og öðru hvoru, eins og sjá má og heyra í fjölmiðlum þessa daga. Hjálpið þeim að muna. Áttatíuogsexþúsundþrjúhundruðfimmtíuogtveir Íslendingar muldrið heyr, heyr!

Brynja Magnúsdóttir
10. þingmaður Suðurkjördæmis
Varaformaður Ungra jafnaðarmanna
Formaður Ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið