Þeirra er ábyrgðin

Fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingar á samkeppnislögum, sem Lúðvík Bergvinsson, Anna Kristín Gunnarsdóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem og fleiri, eru flytjendur að. Í ljósi þess hvernig Íslendingar vöknuðu upp við vondan draum eftir að góðærisfylleríinu lauk, held ég að flestir séu sammála því að einhverju er ábótavant þegar kemur að eftirliti með hinum nýfrjálsa markaði. Með frumvarpinu er í fyrsta lagi lagt til að Samkeppnisstofnun verði heimiluð húsleit ekki aðeins í starfstöð fyrirtækja heldur einnig á heimilum stjórnenda þeirra. Í öðru lagi er lögð til skýrari verkaskipting milli Samkeppninsstofnunar og ríkislögreglustjóra, og þar með ábyrgð fyrirtækja og forsvarmanna þeirra. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingar á samkeppnis- lögum, sem Lúðvík Bergvinsson, Anna Kristín Gunnarsdóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem og fleiri, eru flytjendur að. Í ljósi þess hvernig Íslendingar vöknuðu upp við vondan draum eftir að góðærisfylleríinu lauk, held ég að flestir séu sammála því að einhverju er ábótavant þegar kemur að eftirliti með hinum nýfrjálsa markaði. Með frumvarpinu er í fyrsta lagi lagt til að Samkeppnisstofnun verði heimiluð húsleit ekki aðeins í starfstöð fyrirtækja heldur einnig á heimilum stjórnenda þeirra. Í öðru lagi er lögð til skýrari verkaskipting milli Samkeppninsstofnunar og ríkislögreglustjóra, og þar með ábyrgð fyrirtækja og forsvarmanna þeirra.

Sigurður Kári ekki sammála
Á Frelsi.is, málgagni Heimdallar, er að finna viðtal við Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann. Þar er hann inntur eftir viðbrögðum við þessu nýja frumvarpi um breytingar á samkeppnislögum. Í frumvarpinu er lagt til að Samkeppnisstofnun verði gert kleift að leita á heimilum stjórnenda fyrirtækja að gögnum. ,,Það er varasamt að veita rannsóknaraðilum of víðtækar rannsóknarheimildir” segir Sigurður, og bendir á því til stuðnings að á heimilum stjórnenda búi einnig annað heimilisfólk, alsaklaust fólk, og á réttindum þeirra verði brotið með húsleit, sbr. 71, gr. stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.

Ég veit nú ekki alveg hvað hann Sigurður er að meina með þessu, en þetta verður vart skilið öðruvísi en að hann sé að reyna að draga úr alvarleika þessara brota. Hann myndi nú varla beita sömu rökum ef málið snerist um annars konar auðgunarbrot, svo sem bankarán. Finndist nokkrum manni það óeðlilegt að gerð yrði húsleit á heimili meints bankaræningja, ef rökstuddur grunur lægi fyrir að ránsféð væri falið undir rúmdýnunni, burtséð frá því hvort annað heimilisfólk vissi af af ránsfengnum eður ei. Ég fæ því ekki séð að nokkuð óeðlilegt sé við það að leitað sé á heimilum stjórnenda fyrirtækja, og í ljósi þess sem kemur fram í greinargerð frumvarpsins, en þar segir að: ,,Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fengið heimild til húsleitar á heimilum stjórnenda fyrirtækja við þessar aðstæður. Það er því ljóst að Íslendingar verða fljótlega að lögfesta sambærilegt ákvæði vegna aðildar sinnar að EES-samningnum”.

Skýrari verkaskipting milli Samkeppnisstofnunar og ríkissaksóknara
Sú furðulega staða kom upp í samráðsmáli olíufélaganna að ríkislögreglustjóri neitaði að hefja rannsókn á málinu (ályktun UJ um málið) jafnvel þó að játning forstjóra olíufyrirtækis lægi fyrir í fjölmiðlum. Bar hann fyrir sig að rannsókn á vegum embættisins gangi ekki samhliða rannsókn Samkeppnisstofnunar. Í framangreindu frumvarpi er brugðist við þessu, og kveðið á um skýrari verka- skiptingu milli þessara tveggja embætta. Þeim verði gert kleift að vinna samhliða að málinu, með þeim hætti að Samkeppnisstofnun rannsaki þátt fyrirtækja, en ríkissaksóknari þátt einstaklinga, þ.e. forsvarsmanna fyrirtækja. Í frumvarpinu segir: ,,Þess má geta að víðast hvar á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu, m.a. Bretlandi og Írlandi, er gert ráð fyrir 5–6 ára fangelsi vegna brota á ákvæðum samkeppnislaga. Bandaríkjamenn ganga mun lengra í þessum efnum”.

Með frumvarpinu er ábyrgð stjórnenda því gerð skýrari, enda er það svo að fyrirtækin sjálf taka ekki refsiverðar ákvarðanir, heldur stjórnendur þeirra. Þeirra er því refsingin. Í ljósi orða forsetisráðherra að fésektir á fyrirtæki leiði einungis af sér hærra verð til neytenda, má ætla að séu stjórnendur fyrirtækja, hinir raunverulegu ákvörðunaraðilar, dæmdir til refsingar, í stað fésekta á fyrirtæki, geri það að verkum að neytendur verði ekki látnir borga brúsann.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand