Frjálsræði fjölmiðla

Í grein eftir G. Valdimar Valdemarsson, sem birtist á vefritinu Tímanum í dag, er fjallað um það þegar Róbert Marshall hjá Stöð 2 sagði upp störfum vegna rangrar fréttar varðandi það þegar Ísland var sett á lista yfir hinar „viljugu þjóðir“. Augljóst er að mikill hiti er í G. Valdimar, ekki bara yfir þessari tilteknu frétt heldur umfjöllun Stöðvar 2 nú undanfarið um Íraksmálið yfirleitt. Gerir hann því skóna að þessi umfjöllun sé sprottin af annarlegum hvötum og telur ekki nóg að gert: vaktstjóri og fréttastjóri Stöðvar 2 verði líka að víkja og geri þeir það ekki sjálfir eigi eigendurnir að sjá til þess að þeim verði sparkað. Þannig segir í greininni: Í grein eftir G. Valdimar Valdemarsson, sem birtist á vefritinu Tímanum, er fjallað um það þegar Róbert Marshall hjá Stöð 2 sagði upp störfum vegna rangrar fréttar varðandi það þegar Ísland var sett á lista yfir hinar „viljugu þjóðir“. Augljóst er að mikill hiti er í G. Valdimar, ekki bara yfir þessari tilteknu frétt heldur umfjöllun Stöðvar 2 nú undanfarið um Íraksmálið yfirleitt. Gerir hann því skóna að þessi umfjöllun sé sprottin af annarlegum hvötum og telur ekki nóg að gert: vaktstjóri og fréttastjóri Stöðvar 2 verði líka að víkja og geri þeir það ekki sjálfir eigi eigendurnir að sjá til þess að þeim verði sparkað. Þannig segir í greininni:

„Eru forsvarsmenn og eigendur Stöðvar 2 sáttir við þessi vinnubrögð á fréttastofunni?

Ef allir eru sáttir og vaktstjórinn og fréttastjórinn sitja áfram í stólum sínum er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að þessi árás á forsætisráðherra sé runnin undan rifjum eigendana og allt tal um frjálsræði fréttastofunnar orðin tóm.“

Ekki er annað hægt en að spyrja sig hvaðan G. Valdimar kemur sú speki að það hverjir gegna störfum vaktstjóra og fréttastjóra hjá sjónvarpsstöð, sem leggur áherslu á að vera frjáls og óháð, eigi að vera komið undir eigendum hennar. Raunar er það svo að slíkt fyrirkomulag verður að teljast óæskilegt þar sem það skerðir sjálfstæði stöðvarinnar og dregur úr trúverðugleika hennar.

Bollaleggingar um að það að vaktstjóri og fréttastjóri gegni störfum sínum áfram í kjölfar mistaka í fréttaflutningi stafi endilega af því að eigendurnir séu í herferð gegn tilteknum ráðherra hljóta því að koma mörgum spánskt fyrir sjónir. Og ekki er unnt að fallast á að mistökin geti alls ekki verið nein mistök heldur hljóti að vera um að ræða raunverulega upplogna frétt, sem er „runnin undan rifjum eigendanna“, ef vaktstjórinn og fréttastjórinn halda vinnunni. Það er einfaldlega svo, eins og áður segir, að eigendurnir eiga ekkert að vera að skipta sér af því hvort einstakir starfsmenn eru ráðnir eða þeim sagt upp.

Annars er þversögn í grein G. Valdimars. Hann telur það sem sé merki um frjálsræði fréttastofu ef eigendur hennar taka upp á því að skipta sér af starfsemi hennar og sjá til þess að starfsmenn hennar séu látnir taka pokann sinn. Einhvern veginn finnst mér þetta alls ekki koma heim og saman. Og ef skoðanir G. Valdimars á því hvað felist í frjálsræði fjölmiðla byggjast á þversögnum sem þessari ætti hann að velta grunnhugmyndum um slíkt frjálsræði fyrir sér eilítið nánar.

Þórður Sveinsson, lögfræðingur og ritstjóri Mír.is
– greinin birtist á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, Mír.is, föstudaginn 28. janúar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand