Niðurgreiðum getnaðarvarnir

Það er alveg magnað hvað Íslendingar eru alltaf stórtækir og merkilegir í alþjóðasamhengi. Eitt sem okkur finnst afskaplega gaman er að velta okkur uppúr eigin ágætum í alls kyns könnunum og mæliaðgerðum og ekki spillir fyrir ef þær eru nú á alþjóðavísu. Við vitum náttúrulega öll að við erum einstaklega hamnigjusöm miðað við þorra heimsbyggðarinnar, við eigum líka ógrynnin öll af titrurum. Við virðumst þó ekki kunna alveg á þessi kynlífstól því við erum undir öllum væntingum í fullnægingar fjölda. En ég get glatt landann með því að minnast á að við eigum einstakt Norðurlandamet. Já, við sláum öllum nágrönnum okkar í norðri við varðandi Chlamydiu smit, þar erum við efst á blaði. Það er alveg magnað hvað Íslendingar eru alltaf stórtækir og merkilegir í alþjóðasamhengi. Eitt sem okkur finnst afskaplega gaman er að velta okkur uppúr eigin ágætum í alls kyns könnunum og mæliaðgerðum og ekki spillir fyrir ef þær eru nú á alþjóðavísu. Við vitum náttúrulega öll að við erum einstaklega hamnigjusöm miðað við þorra heimsbyggðarinnar, við eigum líka ógrynnin öll af titrurum. Við virðumst þó ekki kunna alveg á þessi kynlífstól því við erum undir öllum væntingum í fullnægingar fjölda. En ég get glatt landann með því að minnast á að við eigum einstakt Norðurlandamet. Já, við sláum öllum nágrönnum okkar í norðri við varðandi Chlamydiu smit, þar erum við efst á blaði.

Ef við gefum okkur það að það sem kom fram í könnun Jónu Ingibjargar Jónsdóttur og Sigríðar Haraldsdóttur á kynhegðun Íslendinga sem gerð var 1992 eigi enn við hefja flestir unglingar að stunda kynlíf um 15 ára aldurinn. 80% karlmanna sem greinast með Chlamydiu eru á aldrinum 15-29 ára og 89% kvenna sem greinast eru á þessum aldri (Guðrún Svanborg Hauksdóttir, sýklafræðideild LHS, 2004). Það þarf engan að undra að þetta Norðurlandamet okkar kostar sitt. Fyrir utan fjárhagslegan skaða er persónulegi skaðinn mikill saman ber ófrjósemi eða utanlegs þunganir í kjölfar smits. Ég veit að ég er ekki að segja neinar fréttir þegar ég segi að það sé hægt að koma í veg fyrir smit með einfaldri tækninýjung sem við Íslendingar erum löngu búnir að tileinka okkur enda alltaf fyrstir að prófa eitthvað nýtt. Smokkurinn!

En þessi dásemdar tækninýjung kostar yfir hundrað krónur stykkið. Þannig að tekur það 15 ára unglinginn sem hefur 400 krónur á tíman um 3 klukkustundir að safna fyrir hagkvæmum pakka með 12 smokkum. 3 klukkustundir! Virðisaukaskatturinn á smokkapakka er hefðbundin 24.5% og þessi heilsuverndandi vara er ekkert niðurgreidd af ríkinu!

Getnaðarvarnir eru ótrúlega dýrar og óþolandi að það að hugsa skynsamlega um heilbrigði sitt og framtíð sé þvílík blóðtaka fyrir fólk. Ég legg til að virðisaukaskatturinn af þessum vörum verði a.m.k. lækkaður það tel ég þó duga skammt. Best þætti mér að getnaðarvarnir væru niðurgreiddar af ríkinu. Segjum að getnaðarvarnarlyf falli í B greiðsluflokk lyfja. Þar verði svo búinn til nýr greiðsluhópur í tengslum við kaup á getnaðarvarnarlyfjum. Þessi hópur gæti nefnst ungmenni t.d. 25 ára og yngri sem falla þá í sama greiðsluflokk og elli- og örorkulífeyrisþegar. Það er að ungmenni greiði fyrstu 600 krónurnar af hverri lyfjaávísun og svo 50% af kostnaði umfram það þó aldrei meira ein 1050 krónur.

Ég tel að aðgerðir af þessu tagi gætu gert kaup á getnaðarvörnum auðveldari fyrir ungmenni. Það myndi svo vonandi hafa jákvæð áhrif inní heilbrigðiskerfið á ýmsan hátt. Að minnsta kosti er þetta raunhæfur kostur sem vert er að kanna og nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið taki sig á varðandi hlut ungs fólk innan þess en sá hlutur er oft gleymd stærð í þvílíku bákni sem heilbrigðiskerfið er.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand