Fréttir af FNSU þinginu

Þing samtaka ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum og Eystrarsalti (FNSU) þótti takast með afburðum vel. Á sumarnámskeiði þingsins, sem haldið var í Helsinki dagana 26. til 29. júní, var rætt um jafnrétti og ástandið í Palestínu.

Þing samtaka ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum og Eystrarsalti (FNSU) þótti takast með afburðum vel. Á sumarnámskeiði þingsins, sem haldið var í Helsinki dagana 26. til 29. júní, var rætt um jafnrétti og ástandið í Palestínu. Þá hélt hin finnska Kaarin Taipale áhugavert erindi um loftslagsmál og sjálfbært borgarskipulag.

Íslenska sendinefndin lagði fram ályktun um kynjajafnrétti á þinginu. Miklar umræður urðu um tillögu UJ að bætt yrði við lokasetningu ályktunarinnar að FNSU væri femínísk hreyfing. Ályktunin var samþykkt á endanum með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Á þinginu voru Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, í fyrsta sinn fullgildir meðlimir. Í FNSU verður því hér eftir ekki aðeins einblínt á norrænu ríkin heldur einnig fjallað um málefni Eystrarsaltsríkjana. Fyrsta ályktun frá Eystrarsaltinu leit dagsins ljós á þinginu og riðu Eistar á vaðið. Ályktun þeirra fjallaði um ástandið í Eystrasaltishafinu, sem orðið er að einu ólífvænlegasta hafi jarðar.

Við lok þingsins tóku Norðmenn við forsæti FNSU af Finnum og er leiðtogi AUF, ungra jafnaðarmanna í Noregi, Martin Henriksen nú orðinn forseti samtakanna. Ungir jafnaðarmenn þakka Finnum fyrir gott starf undanfarin tvö ár og hlakka til að samstarfsins með Eystrarsaltinu.

Sendinefnd UJ skipuðu:

Anna Pála Sverrisdóttir, formaður

Eva Kamilla Einarsdóttir, varaformaður

Ásgeir Runólfsson, alþjóðafulltrúi

Eva Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið