3 dagar í útilegu Ungra jafnaðarmanna!

Nú eru 3 dagar þar til að Ungir jafnaðarmenn á Íslandi sameinast í útilegu, sprelli og sumargleði!

Nú eru bara ÞRÍR DAGAR þar til að Ungir jafnaðarmenn á Íslandi sameinast í útilegu, sprelli og sumargleði!

Í boði verður ekta jafnaðarmannastemming, þar sem við munum halda hátíð ástar og friðar.

Ferð okkar er heitið á Kleppjárnsreyki, sem er næsti bær við Reykholt milli Borgarness og Hvanneyrar, laugardaginn 12. júlí. Ungir jafnaðarmenn á Akureyri munu líkt og í fyrra tryggja að banastuð ríki allan tímann. Hægt er að skoða myndirnar frá því í fyrra hér.
Það sem þú þarft til að mæta í þessa geggjuðu stemmningu er frekar einfalt og er upptalið hérna:

1. Tjald og svoleiðis
2. Nesti
3. Gott skap

Verði er náttúrulega stillt í hóf og kostar bara 500 kr nóttin. Svo er hægt að fara í sund á staðnum á viðráðanlegu verði.

Nánari upplýsingar fást í tölvupósti hjá uj@samfylking.is

E.s. Ef þú ert í vandræðum með að koma þér á staðinn þá er upplagt að senda á okkur póst og sjá hvort við getum ekki reddað þér og þínum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand