Frelsi fylgir ábyrgð

Í ráðherratíð Tonys Blairs hefur flokkurinn orðið sífellt vilhallari markaðsöflunum og dregið úr stuðningi við launþegahreyfingarnar. Hann hefur smám saman aukið hlut einkareksturs í heilbrigðis- og menntageiranum og misskipting auðs fyrir vikið aukist gríðarlega. Á sama tíma hefur vald lýðræðislega kjörinna fulltrúa orðið hjóm eitt sökum þess að valdhöfum hefur tekist að víkja sér fimlega undan pólitískri ábyrgð gjörða sinna og vegna þess að vald hefur færst á hendur eignamanna. Í kapítalísku samfélagi gildir jú ekki sú meginregla lýðræðisins að einn maður jafngildi einu atkvæði. Þvert á móti þýðir ein króna eitt atkvæði og því hafa þeir ríkustu öll tögl og hagldir í samfélaginu. Þar er ekkert sem heitir „félagsleg réttindi“ enda fær fólk ekki nema það sem það getur borgað fyrir í peningum.

Ekki er hægt að hundsa þau merki að með auknu aðgengi barna og unglinga að fjárhættuspilum í formi spilakassa á stöðum þar sem þau hafa greitt aðgengi að er verið að auka á þá áhættu að þau þrói með sér vanda sem getur reynst þeim ofviða að vinna úr hjálparlaust.

Við viljum frelsi til að velja en við viljum líka samábyrgð. Þegar einstaklingur hefur þróað með sér fíkn sem veldur honum og eða hans aðstandendum vanlíðan og ógæfu er frelsið til að velja ekki lengur einstaklingsins, sjúkdómurinn velur fyrir hann, það er ekki lengur hægt að tala um persónulegt valfrelsi.

Það er ljótt að græða á veikleika annara. Líknarfélögin sem standa að þessum fjárhættuspilum ættu að sjá hag sinn í að fá óháðan aðila til þess að gera áreiðanlega könnun á því hvort geti verið að bróðurpartur þeirra tekna sem þau hafa út úr þessum kössum sé kominn úr vasa fólks sem á við fíkn að etja. Hvort ætli að sé líklegra að aðilar sem henda hundraðkalli hér og hundraðkalli þar í kassana séu þeir sem standi undir gróðanum, eða þeir sem spila frá sér aleigu sína og stundum annara með?

Jú, við viljum frelsi til að velja. Það er einn af hornsteinum jafnaðarstefnunnar. En auknu samfélagslegu frelsi á einnig að fylgja ábyrgð þjóðfélagsins á að vinna úr þeim vandamálum sem koma upp jafnhliða.

Hér er komið upp vandamál sem virðist fara vaxandi. Horfumst í augu við það og tökum á því með skynsamlegri umræðu um farsælustu lausnirnar. Snúum okkur ekki út í horn í þrjóskulegri afstöðu muldrandi blá í framan um að allt sem aðrir gera komi okkur bara ekki við.

Við viljum aukið frelsi. En við afneitum ekki aukinni samábyrgð.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand