Framtíðin er björt fyrir okkur jafnaðarmenn

Andstæðingar Samfylkingarinnar óttast okkur jafnaðarmenn. Það finnum við í sveitarstjórnum, sem og í þjóðmálaumræðunni. Það er ljóst að stjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru á síðasta sprettinum við landsstjórnina, hugmyndasnauðir og kraftlausir; hanga í raun aðeins á valdastólunum venjunnar vegna. Vinstri grænir eru ekki valkostur þeirra sem vilja raunverulegar breytingar, enda heyrast nú fréttir af verulegum erfiðleikum innan þeirra raða, þar sem róttækir sósíalistar hóta klofningi; segja þingmenn flokksins fasta í sértækri umhverfisumræðu í bland við þrönga mennta- og menningarpólitík. Frjálslyndir sjá ekkert annað en sjávarútvegsmálin. Það er margsannað að engin pólitísk hreyfing er sterkari en veikasti hlekkur hennar. Það skiljum við jafnaðarmenn og byggjum upp okkar starfsemi þannig að sem flestir hafi lýðræðislegu hlutverki að gegna og eigi þess kost að koma nálægt ákvörðunartöku um mikilvæg mál. Í þeim efnum er ástæða til að vekja athygli á vinnubrögðum Samfylkingarinnar hvað varðar stefnumörkun í Evrópumálum, þar sem flokksmenn komu tugum og hundruðum saman að umræðu og upplýsingaöflun. Síðan voru þúsundir flokksmanna sem áttu þess kost að hafa áhrif á næstu skref í þessu mikilvæga máli með þátttöku í kosningu sem flokkurinn stóð fyrir. Upphaf vinnu í hinum stóra og mikilvæga málaflokki heilbrigðismála byggist á sömu hugmyndafræði; breidd í umræðu og aðkomu fjöldans – atvinnumanna, fagfólks, jafnt sem leikmanna. Í framtíðarnefndinni þar sem hugað er að grunngildum jafnaðarstefnunnar og áhersluatriðum til skemmri og lengri framtíðar, er einnig stefnt að því viðhafa sambærileg vinnubrögð.

Sterk staða aðeins nokkrum árum eftir stofnun
Sterk staða Samfylkingarinnar og ótrúlegur styrkur hennar í íslenskum stjórnmálum aðeins nokkrum árum eftir stofnun hennar liggur einmitt í þeirri staðreynd, að liðsheildin er fjölmenn og samhent og þúsundir flokksfélaga koma úr ólíkum áttum. Við jafnaðarmenn í Samfylkingunni erum ekki endilega alltaf sammála um útfærslu einstakra hluta í þjóðmálaumræðu dagsins, en sameiginleg afstaða til grundvallaratriða íslenskra stjórnmála, sem og alþóðlegra gera okkur að því pólítska framsækna afli sem raun ber vitni um.

Samfylkingin hefur þannig verið að festa æ frekar rætur í málefnum sem lúta að sveitarstjórnum. Þar er nálægðin hvað mest við kjósendur og notendur þeirra þjónustu sem við berum ábyrgð á og viljum tryggja sem allra besta. Í kosningunum til sveitarstjórna árið 2002 náði Samfylkingin góðri viðspyrnu og prýðilegum árangri víða um land. Þar urðu að mínu áliti tímamót hvað varðar stöðu og sóknarmöguleika flokksins á landsvísu. Þar var lagður grunnurinn að sigri flokksins í þingkosningunum ári síðar, vorið 2003.

Góður sigur í Hafnarfirði
Í Hafnarfirði, þar sem ég hef starfað í bæjarstjórn fyrir Samfylkinguna, unnum við jafnaðarmenn glæstan sigur í síðustu bæjarstjórnarkosningum og fengum hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Það var okkur hafnfirskum jafnaðarmönnum mikilvægt, en ekki síður Samfylkingarfólki um land allt, því þau úrslit undirstrikuðu þá möguleika og þau sóknarfæri sem eru til staðar fyrri flokkinn í íslenskri pólitík. Þess vegna erum við Samfylkingarfólk í Hafnarfirði ennfremur meðvitað um þá pólitísku ábyrgð sem okkur er lögð á herðar, sem í því er fólgin að stjórna þriðja fjölmennasta sveitarfélaginu á Íslandi og vera jafnframt einasti staðurinn á landinu þar sem við stjórnum málefnum bæjarins og þjónustum bæjarbúa ein og óstudd af öðrum flokkum. Við höfum tekið til hendinni í grunnþjónustu á borð við félags- og fræðslumálin, tryggt stórbætt aðgengi almennings gagnvart kjörnum fulltrúum sem og embættismönnum bæjarins, leitað viðhorfa almennings til fjölmargra þátta með gerð víðtækrar skoðanakönnunar hlutlausra aðila, verið varkár og ábyrg í fjármálum og þannig má áfram telja. Víst er að Hafnfirðingar skynja það og finna að jafnaðarmenn stjórna nú í Hafnarfirði, þar sem almannahagsmunir ráða för. Þessar áherslubreytingar þurfa að sjást í landsstjórninni eins fljótt og kostur er.

Byggjum sókn okkar á eigin styrk
Andstæðingar Samfylkingarinnar óttast okkur jafnaðarmenn. Það finnum við í sveitarstjórnum, sem og í þjóðmálaumræðunni. Það er ljóst að stjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru á síðasta sprettinum við landsstjórnina, hugmyndasnauðir og kraftlausir; hanga í raun aðeins á valdastólunum venjunnar vegna. Vinstri grænir eru ekki valkostur þeirra sem vilja raunverulegar breytingar, enda heyrast nú fréttir af verulegum erfiðleikum innan þeirra raða, þar sem róttækir sósíalistar hóta klofningi; segja þingmenn flokksins fasta í sértækri umhverfisumræðu í bland við þrönga mennta- og menningarpólitík. Frjálslyndir sjá ekkert annað en sjávarútvegsmálin.

Hins vegar byggjum við ekki sókn okkar á veikleikum andstæðinga okkar, heldur eigin styrk. Hann er svo sannarlega til staðar, ef við stöndum rétt að verki. Framtíðin er okkar jafnaðarmanna í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið, sem og í sjálfri landsstjórninni. Það er aðeins spurning hvenær en ekki hvort.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið