Framkvæmdastjórn UJ ályktar um framgöngu Björns Bjarnasonar

Ungir jafnaðarmenn gagnrýna harðlega framgöngu Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, við nýafstaðna skipun í embætti hæstaréttardómara. Með skipuninni gekk Björn þvert á niðurstöðu Hæstaréttar sem taldi aðra umsækjendur heppilegri til embættisins. Röksemdir ráðherra fyrir skipuninni eru í meira lagi ósannfærandi og vekja grunsemdir um að önnur sjónarmið en þau að finna hæfasta umsækjandann hafi ráðið ferðinni.Það er óþolandi að við skipun á handhöfum æðsta dómsvalds í landinu skuli dómsmálaráðherra víkja frá faglegri niðurstöðu Hæstaréttar án þess að geta gefið á því nokkrar skynsamlegar skýringar eða fært fyrir því boðleg rök. Slíkt er eingöngu til þess fallið að grafa undan trausti almennings á þeim sem með almannavald fara. Vinnubrögð dómsmálaráðherra í þessu máli vekja jafnframt upp spurningar um hvernig rétt sé að standa að ráðningum í stöðu Hæstaréttardómara í framtíðinni.Tekið skal fram að gagnrýni Ungra jafnaðarmanna hefur ekkert með persónu hins nýskipaða hæstaréttardómara að gera sem óskað er allrar velfarnaðar í starfi. Ungir jafnaðarmenn gagnrýna harðlega framgöngu Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, við nýafstaðna skipun í embætti hæstaréttardómara. Með skipuninni gekk Björn þvert á niðurstöðu Hæstaréttar sem taldi aðra umsækjendur heppilegri til embættisins. Röksemdir ráðherra fyrir skipuninni eru í meira lagi ósannfærandi og vekja grunsemdir um að önnur sjónarmið en þau að finna hæfasta umsækjandann hafi ráðið ferðinni.

Það er óþolandi að við skipun á handhöfum æðsta dómsvalds í landinu skuli dómsmálaráðherra víkja frá faglegri niðurstöðu Hæstaréttar án þess að geta gefið á því nokkrar skynsamlegar skýringar eða fært fyrir því boðleg rök. Slíkt er eingöngu til þess fallið að grafa undan trausti almennings á þeim sem með almannavald fara. Vinnubrögð dómsmálaráðherra í þessu máli vekja jafnframt upp spurningar um hvernig rétt sé að standa að ráðningum í stöðu Hæstaréttardómara í framtíðinni.

Tekið skal fram að gagnrýni Ungra jafnaðarmanna hefur ekkert með persónu hins nýskipaða hæstaréttardómara að gera sem óskað er allrar velfarnaðar í starfi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið