Framkvæmdastjórn á faraldsfæti

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna brugðu sér af bæ og funduðu um helgina í Hafnarfirði. Samfylkingin á glæsilegt húsnæði við Strandgötu í miðbæ Hafnarfjarðar og hittust þar fulltrúar framkvæmdastjórnar og stjórn Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði.

Framkvæmdarstjórn og stjórn UJHFramkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna brugðu sér af bæ og funduðu um helgina í Hafnarfirði. Samfylkingin á glæsilegt húsnæði við Strandgötu í miðbæ Hafnarfjarðar og hittust þar fulltrúar framkvæmdastjórnar og stjórn Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði.

Gunnar Axel Axelsson, formaður Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði, skýrði frá stöðu mála í jafnaðarbænum, en í Hafnarfirði er Samfylkingin í eins flokks meirihluta. Mikill vöxtur er í félagsstarfi hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði, samkvæmt Gunnari Axeli, og starfið ber keim af því að flokkurinn er í meirihluta. Síðustu helgina í maí heldur bærinn upp á 100 ára afmæli sitt með pompi og prakt og tekur samfylkingarfólk virkan þátt í þeim undirbúningi.

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði hafa löngum verið iðnir og njóta gríðarlegs stuðnings í skóla bæjarins, Flensborg, eða 78 prósent samkvæmt síðustu könnun innan skólans. Því er að þakka öflugri útgáfustarfsemi og reglulegum fundum og skemmtunum. Það má því með sanni segja að UJ sé öflugasta ungliðahreyfingin í Hafnarfirði.

Á fundinum var einnig farið yfir framtíðaráætlanir landssamtaka UJ og landsfund næsta haust. Í sumar verður áfram haldið öflugu starfi og haustið undirbúið. Ótal verkefni bíða ungra jafnaðarmanna og að sjálfsögðu öllum áhugasömum velkomið að taka þátt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið