SÍF: Tillaga Samfylkingarinnar um sálfræðiþjónustu „gríðarlega mikilvæg fyrir hagsmuni framhaldsskólanema“

SONY DSC
Mynd: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, www.fmos.is

Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fagnar þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta kemur fram í umsögn SÍF um málið, sem Samfylkingin leggur nú fram í annað sinn á Alþingi. Þá segir í umsögninni að innleiðing sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum sé „gríðarlega mikilvæg fyrir hagsmuni framhaldsskólanema“.

Guðjón Brjánsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar og meðflutningsmenn eru Oddný Harðardóttir og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Samkvæmt tillögunni verður mennta- og menningarmálaráðherra falið að sjá til þess að frá og með skólaárinu 2017-2018 verði öllum nemendum í framhaldsskólum landsins tryggt aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna þeim að kostnaðarlausu.

Í greinargerð með þingsályktunartillögunni segir m.a. að aðeins 44% íslenskra framhaldsskólanema ljúka námi á tilsettum tíma. „Þetta má að hluta rekja til slæmrar geðheilsu ungmenna hér á landi en sjálfsvíg eru til að mynda helsta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi. Þessum vanda þarf að mæta, t.d. með auknu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu.“ Þá segir einnig að ungt fólk kalli eftir aðgerðum frá stjórnvöldum. „Netbyltingin Ég er ekki tabú var ákall um breytt viðhorf samfélagsins alls til andlegra veikinda og til að benda á gífurlegan kostnað sem fylgir því að leita sér geðheilbrigðisþjónustu.“

Eins og fyrr segir er þetta í annað sinn sem Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Nái tillagan fram að ganga munu allir framhaldsskólanemar hafa aðgengi að sálfræðiþjónustu í byrjun næsta skólaárs.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand