Evrópuráðið: Hinsegin fræðsla mikilvæg í baráttu gegn hatursorðræðu

Evrópuráðið nefnir hinsegin fræðslu sem einn af mikilvægum þáttum í að berjast gegn hatursorðræðu á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu nefndar Evrópuráðsins gegn rasisma, sem kom út í dag. Í skýrslunni er lýst yfir áhyggjum af vaxandi fordómum fyrir múslimum hér á landi en árangri í réttindabaráttu hinsegin fólks er fagnað.

Hinsegin fræðsla er nefnd sérstaklega sem einn þeirra þátta sem hafa fleytt baráttu hinsegin fólks fram á við á Íslandi. Það vakti töluverða athygli árið 2014 þegar Ungir jafnaðarmenn börðust fyrir því að innleiða hinsegin fræðslu í grunnskólum. Eftir tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn var Hafnarfjörður fyrsta sveitarfélagið til að gera samkomulag við Samtökin ’78 um hinsegin fræðslu (sambærilegt samkomulag var þegar í gildi við Reykjavíkurborg). Í kjölfarið voru svipaðar tillögur samþykktar að frumkvæði Samfylkingarinnar í fjölmörgum sveitarfélögum víða um land.

 

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand