Magnús Már Guðmundsson framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, og varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Ungra jafnaðarmanna á landsþingi hreyfingarinnar sem haldið verður helgina 16. – 17. september í Mosfellsbæ. Magnús Már Guðmundsson framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, og varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Ungra jafnaðarmanna á landsþingi hreyfingarinnar sem haldið verður helgina 16. – 17. september í Mosfellsbæ.
Magnús Már er 24 ára stjórnmála- og sagnfræðinemi við Háskóla Íslands. Magnús hefur verið félagsmaður í Samfylkingunni frá stofnun flokksins og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum undanfarin ár.
Um tveggja ára skeið ritstýrði Magnús Már Pólitík.is, vefriti Ungra jafnaðarmanna og sl. fjögur ár hefur Magnús átt sæti í stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Magnús var framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna fyrri hluta árs 2004 og á nýjan leik frá því í kosningabaráttunni sl. vor. Ennfremur er Magnús fyrrverandi gjaldkeri Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans, og Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Undanfarin ár hefur Magnús unnið samhliða námi sínu með einstaklingum með fötlun, einkum börnum úr Öskuhlíðarskóla á sumrin, en yfir vetrarmánuðina með eldri einstaklingum í starfi þeirra í Hinu Húsinu.f