Forseti, klárum málið og lítum fram á veg

Ungir jafnaðarmenn biðla til forseta Íslands að samþykkja IceSave lögin sem Alþingi samþykkti með miklum meirihluta.

Tilkynning frá Ungum jafnaðarmönnum til forseta Íslands.

Ungir jafnaðarmenn biðla til forseta Íslands að samþykkja IceSave lögin sem Alþingi samþykkti með miklum meirihluta. Það yrði stórt inngrip af hálfu forseta Íslands að taka fram fyrir hendur þings þegar meirihluti lýðræðislegra kjörinna þingmanna hafa samþykkt niðurstöðuna.

Þegar málið fór fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu styrkti það samningsstöðu okkar og auðveldaði okkur að ná nýjum samningum, þeim bestu sem möguleiki er á að mati innlendra og erlendra sérfræðinga. Víðtækur stuðningur er nú fyrir hendi á Alþingi og ekki er sama ólga í samfélaginu líkt og áður. Einnig var aftur tekið fyrir á Alþingi breytingartillaga um þjóðaratkvæði og var hún felld nú eins og áður. Bendum við á þá miklu áhættu sem fólgin er í dómstólaleiðinni, eins og sérfræðingar samninganefndarinnar hafa bent á.

Til að leyfa áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins hvetjum við forseta Íslands að samþykkja þessi lög því óleyst IceSave klýfur, tefur og skaðar uppbyggingu samfélagsins.

Virðingarfyllst

Ungir jafnaðarmenn

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand