Við lítum til framtíðar og viljum sjá ungt fólk taka þátt í langtímastefnumörkun um hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í, ekki bara á morgun og hinn heldur líka eftir 20 ár, 30 ár og 40 ár. Ungir jafnaðarmenn standa fyrir fundarferð um landið og hvetjum við ungt fólk til að koma og taka þátt í skemmtilegum hugarflugsfundum, koma hugmyndum sínum á framfæri og koma með tillögur að því hverju við þurfum að breyta núna til þess að sjá þessar sömu hugmyndir verða að veruleika.
Fyrsti fundurinn var á Ísafirði fyrstu helgina í febrúar og verður næsti fundur á Akureyri á morgun. Einnig verða haldnir fundir í Keflavík, Reykjavík og jafnvel víðar.
Fundurinn á Akureyri hefst á morgun kl. 17:30 í Lárusarhúsi og eru allir velkomnir. Upplýsingar um næstu fundi verða settar fram síðar.