Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins – 5. hluti

Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Talið er öruggt að George Bush núverandi forseti muni sækjast eftir endurkjöri. Óljóst er á þessari stundu hver verður frambjóðandi Demókrataflokksins, en tíu einstaklingar hafa lýst framboði í forvali flokksins. Fyrstu kosningarnar í forvali Demókrataflokksins verða haldnar 19. janúar í Iowa og þær næstu verða í New Hampshire 27. janúar. Níu einstaklingar höfðu lýst yfir framboði og í vikunni bættist Wesley Clark, fyrrum hershöfðingi, í hópinn. Hann hafði líkt og Hillary Clinton lýst því yfir að hann myndi ekki sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins að þessu sinni. Ég taldi mig hafa lokið yfirferð minni um frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins og þetta átti að vera seinasti hlutinn í þessum greinum mínum. Framboð Wesley Clark settur strik í reikningin og því mun ég taka hann fyrir í dag. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Talið er öruggt að George Bush núverandi forseti muni sækjast eftir endurkjöri. Óljóst er á þessari stundu hver verður frambjóðandi Demókrataflokksins, en tíu einstaklingar hafa lýst framboði í forvali flokksins.

Fyrstu kosningarnar í forvali Demókrata- flokksins verða haldnar 19. janúar í Iowa og þær næstu verða í New Hampshire 27. janúar. Níu einstaklingar höfðu lýst yfir framboði og í vikunni bættist Wesley Clark, fyrrum hershöfðingi, í hópinn. Hann hafði líkt og Hillary Clinton lýst því yfir að hann myndi ekki sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins að þessu sinni.

Ég taldi mig hafa lokið yfirferð minni um frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins og þetta átti að vera seinasti hlutinn í þessum greinum mínum. Framboð Wesley Clark settur strik í reikningin og því mun ég taka hann fyrir í dag.

Wesley Clark
Wesley Clark fæddist á Þorláksmessu árið 1944 í Chicago í Illinois. Hann útskrifaðist með B.S. próf frá US Military Academy at West Point 1966 og tveimur árum síðar lauk hann M.A. námi sínu frá Oxford University. Clark er giftur Gert Kingston Clark og saman eiga þau soninn Wesley.

Clark hefur lítið sem ekkert komið nálægt stjórnmálum í gegnum tíðina. Hann starfaði í bandaríska hernum á árunum 1966-2000 við góðan orðstír. Hann hlaut ófáar viðkenningar fyrir störf sín í þágu þjóðar sinnar. Árin 1996-1997 var hann hæstráðandi hersins í Suður-Ameríku og í Karíbahafinu ,,SOUTHCOM”. Frá 1997-2000 fór hann fyrir herafla Bandaríkjanna í Evrópu og hann var jafnframt valinn til að vera hæstráðandi sameiginlegs hers NATO í átökunum í Kosovó. Clark dró sig í hlé og lét af störfum hjá hernum árið 2000 og síðan þá hefur hann starfað í viðskiptalífinu og hann rekur nú ráðgjafafyrirtæki. Snemma árs 2002 gaf hann sterklega til kynna að hann myndi bjóða sig fram til ríkisstjóra Arkansas, en ekkert varð úr því framboði.

Wesley Clark er fylgjandi hertri löggjöf varðandi skotvopnaeign Bandaríkjamanna. Hann er sagður styðja réttindi samkynhneigðra og hefur barist gegn allri mismunun vegna kynhneigðar fólks í hernum. Clark hefur talað fyrir því að umhverfislög verði hert og viðurlög við brotum á þeim verið einnig aukin. Þá hefur hann gagnrýnt ríkisstjórn Bush harðlega vegna innrásarinnar í Írak, en hefur Clark nokkuð forskot á aðra frambjóðendur í forvalinu varðandi málefni hersins og utanríkismála vegna reynslu hans úr hernum.

Síðastliðið haust gaf Clark til kynna að hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram í forvali demókrata og þess vegna heimsótti hann m.a. New Hampshire og N-Karólínu. Ennfremur fylgdi hann þessum heimsóknum eftir með því að kanna baklandið hjá flokksforystunni í Iowa. Á ferð sinni um New Hampshire gagnrýndi Clark Bush harðlega fyrir utanríkisstefnu ríkisstjórnar hans.

Stuðningsmenn og fylgjendur Clark eru fjölmargir og þeir hafa þrýst mjög á hann seinustu mánuði. Fjöldinn allur af kosningaskrifstofum og vefsíðum til stuðnings Clark hafa verið opnaðar. Þá var t.d. fyrir ekki svo margt löngu opnuð aðalbækistöð fyrirhugaðar baráttu í Arkansas. Auk þess hefur Clark á nokkrum dögum tryggt sér stuðning margra þingmanna, jafnvel fleiri en nokkrir hinna frambjóðendanna. Talsmenn Clark segja að stuðningsmenn hans úr röðum þingmanna verði orðnir 50 strax í næstu viku.

Bill Clinton hvatti Clark til að fara fram og margir af þeim sem unnu að Clinton-Gore framboðinu vinna nú fyrir Clark. Þá er talið að þó svo að Clark hljóti ekki útnefninguna að þessu sinni komi hann sterklega til greina sem varaforsetaefni margra hina frambjóðendanna. Howard Dean, sá frambjóðandi sem komið sterkast út úr seinustu skoðanakönnunum Vestanhafs, er sagður hafa beðið Clark fyrir ekki löngu síðan að vera varaforsetaefni sitt í kosningunum á næsta ári.
– – –
Ég hef nú lokið yfirferð minni á þeim einstaklingum sem hafa lýst yfir framboði í forvali Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. Í næstu grein ætla ég að draga saman þessar fimm greinar og reyna að meta það hver eigi mesta möguleika á að hljóta útnefninguna – með þeim fyrirvara þó að fleiri lýsi ekki yfir framboði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand