Miðborgin blífur..

Til skamms tíma átti miðborgin undir högg að sækja í samkeppni við aðraverslunarkjarna á höfuðborgarsvæðinu og ef til vill má segja að enn sé hún ekki fyllilega búin að rétta úr kútnum. Ýmis teikn eru þó á lofti um að framundan séu miklar breytingar. Þessi þróun er ekkert einsdæmi á Íslandi og hafa flestar miðborgir í löndunum í kringum okkur glímt við sömu vandamál. Lausn þessara borga hefur hins vegar alls staðar verið að miðborgirnar byggi á eigin styrk og forsendum í samkeppninni við önnur svæði. Það er mikilvægt að halda í ákveðin séreinkenni miðborgarinnar og snúa veikleikum upp í styrk. Og af hverju er ég að segja þetta? Jú vegna þess að fá svæði hafa búið við eins mikla neikvæða umræðu og miðborgin. Ég held hins vegar að umræðan um þetta svæði sýni einmitt styrk miðborgarinnar. Öllum þykir okkur vænt um miðborgina og hún er sameign okkar allra. Það eru líka fá svæði innan borgarmarkanna sem jafn oft hafa orðið rithöfundum og öðrum tilefni til að stinga niður penna. Nú um helgina var formlega tekið í notkun nýtt Bankastræti og endurgerð gatna og gangstétta í nágrenninu um leið og opnuð var sýning á þeim fjölmörgu verkefnum sem nýlokið er og framundan eru í miðborginni. Reyndar hefði veðrið mátt vera betra, en hvað um það, nokkur fjöldi var við opnunina og greinilegt að sýningin í Bankastræti 5 vakti mikla athygli.

Til skamms tíma átti miðborgin undir högg að sækja í samkeppni við aðra
verslunarkjarna á höfuðborgarsvæðinu og ef til vill má segja að enn sé hún ekki fyllilega búin að rétta úr kútnum. Ýmis teikn eru þó á lofti um að framundan séu miklar breytingar. Þessi þróun er ekkert einsdæmi á Íslandi og hafa flestar miðborgir í löndunum í kringum okkur glímt við sömu vandamál. Lausn þessara borga hefur hins vegar alls staðar verið að miðborgirnar byggi á eigin styrk og forsendum í samkeppninni við önnur svæði. Það er mikilvægt að halda í ákveðin séreinkenni miðborgarinnar og snúa veikleikum upp í styrk. Og af hverju er ég að segja þetta? Jú vegna þess að fá svæði hafa búið við eins mikla neikvæða umræðu og miðborgin. Ég held hins vegar að umræðan um þetta svæði sýni einmitt styrk miðborgarinnar. Öllum þykir okkur vænt um miðborgina og hún er sameign okkar allra. Það eru líka fá svæði innan borgarmarkanna sem jafn oft hafa orðið rithöfundum og öðrum tilefni til að stinga niður penna.

Fyrir 80 árum sagði Jóhannes S. Kjarval í Morgunblaðinu:
,,Laugavegur er mýksta gata sem til er í nokkurri borg, beinni en Via
Nationale en álíka löng frá Barónsstíg að Bankastræti eins og Carl Johan… Laugavegurinn er svo formfull og laðandi gata að hreinasta yndi er að ganga hana… Þessi örfíni halli sem laðar augað og tilfinninguna inneftir – inneftir – eða niðureftir á víxl… Þér mun líða vel þegar þú ert búinn að ganga hana á enda fram og aftur”

Allt frá því Reykjavíkurlistinn fékk meirihluta 1994 hefur markvisst verið unnið að eflingu miðborgarinnar. Ástandið var hins vegar þannig að þótt ótrúlegt kunni að virðast hafði nánast ekkert verið unnið að deiliskipulagningu í miðborginni með þeim afleiðingum að engin stefna var af hálfu þáverandi borgaryfirvalda varðandi uppbyggingu svæðisins. Ef hægt er að tala um eitthvert tímabil sem ,,niðurlægingarskeið” miðborgarinnar þá held ég að það hafi einmitt verið á árunum 1990-1994 þegar borgaryfirvöld létu hjá líða að deiliskipuleggja miðborgina og mál voru afgreidd ,,eitt í einu” með tilheyrandi hrossakaupum og vandræðagangi. Það lá fyrir að þessu þyrfti að breyta.

Stundum hefur verið haft á orði að eitt best varðveitta leyndarmál
Reykjavíkurlistans séu einmitt þau verk sem unnin hafa verið og þær breytingar sem hafa orðið á lífsskilyrðum í borginni frá 1994. Á síðustu árum hefur verið unnið gríðarlega mikið undirbúningssstarf að uppbyggingu og framsókn miðborgarinnar. Þáverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún á hvað drýgstan þátt í því t.d. að komið var á samstarfi borgaryfirvalda og Þróunarfélags miðborgar um svokallaða þróunaráætlun og skipulagða uppbyggingu í miðborginni. Nú er nær lokið deiliskipulagningu alls Laugavegar sem gefur færi á nýtísku byggingum verslunarhúsnæðis og íbúða í bland. Á sýningunni sem opnuð var í Bankastræti 5 nú um helgina sjást myndir og líkön af mörgum þeim verkefnum sem fyrirhugað er að fari af stað á næstunni. Þar er líka gott tækifæri til að átta sig á því hversu miklum stakkaskiptum miðborgin hefur tekið á undanförnum árum varðandi endurgerð gatna, gangstétta og opinna svæða. Skólavörðustígurinn er gott dæmi um þetta svo og umhverfi Hallgrímskirkju sem allt of lengi var trassað að sinna. Nú hefur verið endurgerður vestari hluti Austur- strætis, Skólavörðustígur frá Klapparstíg að Bankastræti, Bergstaða- stræti milli Laugavegar og Skólavörðustígs, Vegamótastígur, Bankastræti að Lækjargötu og svo gatnamótin á mótum Lækjargötu, Bankastrætis og Austurstrætis. Við hönnun þessara svæða var haft til hliðsjónar að gangandi vegfarendur hafi forgang umfram aðra vegfarendur. Þannig eru gangstéttar breiðari, gatnamót og torg steinlögð og götukantar hafðir lágir svo auðvelt sé fyrir fólk að fara um. Allt yfirborð er hitað og eru göturnar ýmist steinlagðar eða malbikaðar.

Kvosin hefur verið að breytast og smám saman tekið á sig alþjóðlegan blæ með sérreykvískum sérkennum. Veitingastaðir setja mark sitt á þetta svæði sem hefur breyst í miðstöð menningar, matsölustaða og stjórnsýslu. Það var tekin ákvörðun um að flytja Borgarbókasafn og Listasafn Reykjavíkur í miðborgina. Tvö ný hótel eru að líta dagsins ljós í Aðalstræti, Geysishús hefur verið endurgert og dregur að sér fjölda ferðamanna og haldið hefur verið í yfirbragð gömlu Reykjavíkur í bland við nýjar byggingar í Kvosinni.

Framundan eru spennandi tímar þar sem miklir möguleikar liggja í uppbyggingu verslunarrýmis við Laugaveg. Nú er að hefjast bygging bílastæðakjallara á gamla Stjörnubíósreitnum og á neðri hæðum verða verslanir og íbúðir á efstu hæðum. Á Laugavegi 22 er verið að byggja nýtt hús og á Laugavegi 40 þar sem brunarústir eru kemur nýbygging með verslunum á neðri hæð og íbúðum uppi. Byrjað er að undirbúa Laugaveg 35 þar sem nýbygging rís með tveimur nýjum verslunarrýmum á jarðhæð og vönduðum miðborgaríbúðum á efri hæðum. Á fjölmörgum öðrum svæðum liggja miklir möguleikar t.d. á horni Frakkastígs og Laugavegar þar sem má byggja nýtt verslunar- húsnæði frá horni Laugavegar og alveg niður á Hverfisgötu. Margir þekkja þetta sem LA-húsið. Á horninu á Klapparstíg og Laugavegi þar sem Kiddi var með Hljómalind mun koma nýtt hús fyrir verslun, þjónustu og íbúðir og er þá fátt eitt talið.

Allir þekkja uppbyggingu íbúða í Skuggahverfi og næsta verkefni er að fjölga enn íbúðum þar í kring. Ný hugmynd sem er í undirbúningi eru stúdentaíbúðir á Lindargötu þar sem gamla Ríkið var. Til skoðunar er frekari uppbygging stúdentaíbúða á miðborgarsvæðinu. Það er nefnilega lykilatriði fyrir miðborgina að fjölga íbúum og styrkja hana þannig enn betur. Á sýningunni í Bankastrætinu má sjá nýtt íbúðarhús á svokölluðum Ölgerðarreit á Njálsgötu, stórhuga útfærslur á skrifstofuhúsnæði á Vélamiðstöðvarreit í Borgartúni þar sem mun rísa 16 hæða turn og margt margt fleira.

Það er ánægjulegt að sjá að hið mikla undirbúningsstarf varðandi uppbyggingu miðborgarinnar er nú að verða að veruleika. Ég játa það fúslega að stundum hefur verið erfitt að sitja undir gagnrýni um hnignun miðborgarinnar og að ekkert sé að gerast þegar við höfum verið að vinna baki brotnu að skipulagi og endurbótum. Kannski er einmitt núna kominn uppskerutími eftir góðan undirbúning og sáningu. Sýningin í Bankastræti veitir gott yfirlit yfir þróun miðborgarinnar á næstu árum. Þar er ekki eingöngu hægt að skoða skipulagsáform heldur framkvæmdir einkaaðila og hagsmunaaðila sem hafa trú á þessu svæði.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið