Ég bið um frið

Ég vil að Ísraelar fari frá Palestínu. Ég vil að Bandaríkjamenn fari frá Írak. Ég vil að Rússar fari frá Tsjeténíu. Ég vil að Kínverjar fari frá Tíbet. Ég sætti mig ekki við neitt annað. Ég vil að Ísraelar fari frá Palestínu. Ég vil að Bandaríkjamenn fari frá Írak. Ég vil að Rússar fari frá Tsjeténíu. Ég vil að Kínverjar fari frá Tíbet. Ég sætti mig ekki við neitt annað.

Ég sætti mig ekki við stríð
Ég samþykki ekki stríð fyrir peninga. Ég vil alheimsskatt á vopnasölu. Ég vil skoða kosti alheimsskatts á spákaupmennsku (Tobin-tax). Ég vil að þessu fé verði varið til að gæta hagsmuna allra jarðarbúa. Ég trúi að landamæri skipti minna og minna máli. Ábyrgðarleysi í umhverfismálum, kúgun ríkja á þegnum sínum eða slælegar sjúkdómavarnir. Allt hefur þetta áhrif á önnur lönd og jafnvel heimshluta. Mengun dreifist með vindum, flóttamenn finna leið yfir landamæri og sjúkdómar taka sér far með flugvélum. Við þurfum alheimslausnir við alheimsvandamálum. Ég neita að láta úrtöluraddir svartsýnismanna draga úr þeirri sýn. Ég trúi á vilja og getu mannana til að bjarga þessari jörð.

Ég vil að allir í heiminum fái það sem ég hef
Ég vil að skuldir Þriðja heims ríkja verði niðurfelldar. Ég vil að alþjóðastofnanir og viðskiptasáttmálar eins og WTO, GATT, GATS, IMF og World Bank verði endurskoðaðir með það fyrir augum að gefa lægstu stéttum þróunarlanda sömu tækifæri og öðrum. Ég vil að það kynþáttamisrétti og stéttvæðing sem innbyggt er inn í aðgerðir þessara stofnanna verði hreinsað burt. Ég vil að öll ákvæði í alþjóðlegum viðskiptasamningum sem krefja fátæk lönd um einkavæðingu í menntakerfinu hjá sér verði felld út. Ég tel að það séu grundvallarmannréttindi að allir íbúar þessara ríkja hafi jafnan rétt til náms. Við eigum ekki að banna fátækum samfélögum að sjá þegnum sínum fyrir ríkisrekinni menntun og heilbrigðisþjónustu. Þessi hlunnindi eru oft það eina jákvæða sem ríkisstjórnir þessara ríkja eru að gera fyrir sínu fátækustu íbúa.

Ég vil að allt fólk fái lágmarks lífsvon
Ég vil að ríkistjórnum fátækra ríkja verði leyft að framleiða samheitaútgáfur af öllum bestu eyðnilyfjunum svo þjóðir þeirra þurfi ekki að þjást og deyja út. Ég vil að viðbótarupphæðin sem Bush forseti er að biðja þingið sitt um fyrir nýlenduhernaðinn í Írak fari frekar í að leysa Afríku úr klóm eyðniplágunnnar. Ég vil efla Sameinuðu þjóðirnar og endurskoða neitunarvald fimm þjóða í öryggisráðinu. Ég vil að Íslendingar móti sér sjálfstæða utanríkisstefnu og byrji að taka ábyrgð í alþjóðasamskiptum áður en við krefjumst sætis við háborðið. Ég vil ekki að óbreyttu að Ísland taki sæti í öryggisráðinu.

Ég vil úrvals menntun fyrir alla
Ég vil að á Íslandi ríki ávallt fullt jafnrétti til náms. Ég vil að enginn þurfi að neita sér um skóla vegna efnahags. Ég vil að fólk velji sér skóla eftir því hversu sterkir og framsæknir þeir séu á sínum fræðasviðum en ekki eftir því hvaða stétt þeir tilheyra. Ég vil ekki gera sömu mistökin og Bandaríkjamenn með sitt menntakerfi. Ég vil að nýjar kynslóðir Íslendinga mennti sig, byggi áfram upp gott samfélag á Íslandi og fari svo út í heim og hjálpi til við að mennta aðra, tryggja sjálfstæði annarra, brauðfæði aðra. Reyni að búa öllum sömu lífsgæði og við njótum á Íslandi.

Ég fæ sjaldnast allt sem ég vil. En ég kýs að trúa að það sé mögulegt. Þess vegna er ég í pólitík.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand