Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins – 4. hluti

Óljóst er á þessari stundu hver verður frambjóðandi Demókrataflokksins, en níu einstaklingar hafa lýst framboði í forvali flokksins. Kapphlaupið er hafið og línur nú þegar farnar að skýrast.Fyrstur kosningarnar í forvali Demókrataflokksins verður 19. janúar í Iowa og þær næstu verða haldnir í New Hampshire 27. janúar. Níu einstaklingar hafa eins og áður sagði lýst yfir framboði. Fyrir utan þennan hóp eru Hillary Clinton og Wesley Clark, fyrrum hershöfðingi, sem bæði eru sögð vera að endurskoða fyrri afstöðu sína til framboðs fyrir kosningarnar á næsta ári. Bæði höfðu þau lýst því yfir að þau myndu ekki sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins að þessu sinni. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum eftir 15 mánuði. Talið er öruggt að George Bush núverandi forseti muni sækjast eftir endurkjöri og um leið vera fulltrúi Repúblíkanaflokksins. Óljóst er á þessari stundu hver verður frambjóðandi Demókrataflokksins, en níu einstaklingar hafa lýst framboði í forvali flokksins. Kapphlaupið er hafið og línur nú þegar farnar að skýrast.

Fyrstur kosningarnar í forvali Demókrataflokksins verður 19. janúar í Iowa og þær næstu verða haldnir í New Hampshire 27. janúar. Níu einstaklingar hafa eins og áður sagði lýst yfir framboði. Fyrir utan þennan hóp eru Hillary Clinton og Wesley Clark, fyrrum hershöfðingi, sem bæði eru sögð vera að endurskoða fyrri afstöðu sína til framboðs fyrir kosningarnar á næsta ári. Bæði höfðu þau lýst því yfir að þau myndu ekki sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins að þessu sinni.

Í fyrri greinum mínum hef ég fjallað um sex af þeim níu einstaklingum sem hafa nú þegar lýst yfir framboði og í dag verða þeir Dennis Kucinich, Joe Lieberman og Al Sharpton teknir fyrir.

Dennis Kucinich
Dennis Kucinich fæddist 8. október 1946 í Cleveland. Hann útskrifaðist með BA-próf frá Cleveland State University árið 1970 og þremur árum síðar lauk hann MA námi sínu frá Case Western Reserve University. Kucinich á eitt barn og hann er fráskilin.

Kucinich sat í borgarráði Cleveland 1970-1975. Árið 1977 var hann kjörinn borgarstjóri, en hann var aftur á móti ekki endurkjörinn tveimur árum síðar. Kucinich var kjörinn á ný í borgarráðið 1983 og sat þar til ársins 1985. Í tíu ár kom hann lítið sem ekkert nálægt stjórnmálum og það var ekki fyrir en árið 1995 að hann tók sæti á ríkisþingi Ohiofylkis. Stuttu síðar var Kucinich kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur hann verið endurkjörinn þrisvar sinnum – árin 1998, 2000 og 2002.

Á þinginu skapaði Kucinich sér ákveðna sérstöðu þegar hann var eini þingmaðurinn sem lagðist gegn hernaðaríhlutun Bandaríkjanna í Afganistan í kjölfar hryðjuverkanna í september 2001. Hann var einnig alfarið á móti stríðrekstri í Írak og sagði að Írak hefði ekki staðið á bak við hryðjuverkaárásirnar í september 2001. Kucinich telur ennfremur að tilgangurinn með stríðbröltinu í Írak hafi verið að koma höndum yfir olíuframleiðslu landsins. Hann er andsnúinn einkavæðingu á velferðarkerfinu sem og á vatnsréttindum. Kucinich vill að dregið verði úr auknu fjárstreymi til hersins og hann er sérstakur talsmaður fyrir því að stofnað verði sérstak friðarráðuneyti. Í gegnum tíðina hefur hann verið á móti fóstureyðingum, en hann hefur dregið úr andstöðu sinni hvað það varðar eftir að hann lýsti yfir framboði. Umhverfisvernd og heilbrigður lífstíll er honum hugleikinn og hann hefur m.a. beitt sér talsvert fyrir því að dregið verði úr framleiðslu erfðabreytts matvæla.

Dennis Kucinich er að mörgum talin vera helsta von vinstrivængs Demókrataflokksins, en flokkurinn þykir hafa færst of mikið til hægri síðustu ár. Engu að síður er hann ekki talinn eiga mikla möguleika á að hljóta útnefningu flokksins þrátt fyrir að hafa farið ágætlega af stað og náð að safna talsverði upphæð í kosningasjóð sinn, en m.a. lögðu ýmis verkalýðsfélög kosningabaráttu hans lið.

Ef Dennis Kucinich verður ekki frambjóðandi demókrata í forseta- kosningunum á næsta ári er samt sem áður talið að nafn hans kunni að verða á kjörseðlunum. Því flokkur einn, Natural Law Party, hefur farið þess á leit við Kucinich að hann verði frambjóðendi þeirra. Og hefur m.a. Ralph Nader, frambjóðandi Græningja í síðustu forseta- kosningum og sá sem er talinn hafa spillt fyrir Al Gore að ná kjöri, hefur hvatt Kucinich til að bjóða sig fram til forseta hljóti hann ekki útnefningu Demókrataflokksins. Nader telur að þannig muni Kucinich halda sérstöðu sinni og um leið koma mikilvægum málefnum í umræðuna. Engu að síður er óvíst hvort að Kucinich láti slag standa. Einnig er talið að hann hafi hug á að bjóða sig fram til áframhaldandi setu í fulltrúadeildinni á næsta ári.

Joe Lieberman
Joseph Lieberman fæddist 24. febrúar 1942 í Stamford í Connecticut. Árið 1964 útskrifaðist hann með BA gráðu frá Yale University og 1967 með lögfræðipróf frá Yale University Law School. Liberman giftist eiginkonu sinni Hadassah árið 1983 og saman eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn.

Á árunum 1970-1980 átti Lieberman sæti á fylkisþinginu í Connecticut. 1978 bauð hann sig fram til varafylkisstjóra en náði ekki kjöri. Á tímabilinu 1983-1988 gegndi hann embætti ríkissaksóknara í Connecticut. Lieberman var kosinn öldungadeildarþingmaður árið 1988 og hann hefur verið endurkjörinn tvisvar – árin 1994 og 2000. Í forsetakosningunum árið 2000 var hann varaforsetaefni Al Gores og um leið varð hann fyrsti gyðingurinn til að hljóta tilnefningu annars stóru flokkanna sem varaforsetaefni.

Á stjórnmálaferli sínum hefur Lieberman lagt mikið upp úr fjárfestingu hins opinbera í ríkisreknum skólum og gefa löndum sínum færi á að fara í framhaldsskóla. Hann hefur beitt sér fyrir ýmiskonar nýsköpun og um leið að ný störf verði til. Verndun umhverfisins hefur í gegnum tíðina verið honum hugleikinn og hann hefur m.a. gagnrýnt Bush fyrir að sýna málaflokknum lítinn áhuga. Lieberman hefur verið talsmaður aukins öryggis lands og þjóðar og t.a.m. beitti hann sér fyrir stofnun sérstaks heimavarnarráðuneytis sem hefur nú verið stofnað. Margir demókratar eru ósáttir með það hversu mikið hann hefur stutt Bush forseta í stríðinu gegn hryðjuverkum og vegna innrásarinnar í Írak. Þessi einharða afstaða hans er af mörgum talin eiga eftir að skila honum talsverðu fylgi.

Fyrstu skoðanakannanir bentu til þess að Lieberman myndi sigra í forvali Demókrataflokksins, en þessar kannanir sýndu ennfremur að á brattan yrði að sækja fyrir hann í mörgum lykilfylkjum. Síðustu misseri hefur hann því verið duglegur að heimsækja fylki eins og t.d. Kaliforníu, New York, New Hampshire, Iowa, Flórída.

Al Sharpton
Alfred Sharpton fæddist í Brooklyn í New York 3. október 1954. Árin 1973-1975 stundaði hann nám við Brooklyn College. Hann er giftur söngkonunni Kathy Jordan og saman eiga þau tvö börn. Á tímabilinu 1973-1980 var hann umboðsmaður James Brown.

Árið 1978 bauð Sharpton sig til ríkisþings New York, en hann náði ekki kjöri. Hann náði heldur ekki kjöri þegar hann bauð sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings árin 1992 og 1994 og munaði afar litlu í seinna skiptið. Sharpton bauð sig fram í borgarstjórnarkosningunum í New York 1997, en tapaði með afar litlum mun – hann fékk 32% atkvæða. Talsvert var þrýst á Sharpton að bjóða sig fram að nýju til borgarstjóra í New York árið 2001. Það var svo í janúar að Al Sharpton lýsti því yfir að hann hugðist sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni flokksins

Mannréttindi minnihlutahópa hafa verið Al Sharpton hugleikin alla tíð og hann hefur átt þátt í stofnun nokkra mannréttindasamtaka og hann stýrir m.a. einum þeirra í dag. Hann segist vera eini frambjóðendinn úr röðum demókrata sem sé alfarið á móti dauðarefsingum og vilji afnema þær að öllu leyti. Til að auka þjóðaröryggi í Bandaríkjunum telur Sharpton að Bandaríkjamenn verði að virða leikreglur, berjast fyrir mannréttindum og auknu réttlæti í viðskiptum – heima fyrir sem og á alþjóðlegum vettvangi.

Sharpton þykir vera heldur yfirlýsingaglaður og fyrir vikið hefur hann eignast ófáa andstæðinga. Hann hefur m.a. verið sakaður um kynþáttahatur í garð gyðinga. Honum er kennt um það að til blóðugra átaka kom milli svartra og gyðinga í hverfi einu í New York í upphafi 9. áratugarins. Alla tíð síðan hefur Sharpton reynt að bæta samskipti sín við gyðinga sem og innflytjendur frá Suður- og Mið-Ameríku. Annað dæmi um yfirlýsingagleði Sharptons eru orð hans sem hann lét hafa eftir sér í Time tímaritinu að með framboði til forseta Bandaríkjanna 2004 muni hann taka við af Jesse Jackson sem leiðtogi blökkumanna í Bandaríkjunum.

Al Sharpton er án nokkurs vafa litríkasti frambjóðandinn í forvali Demókrataflokksins, en möguleikar hans á að hljóta útnefninguna verða að teljast afar litlir. Kosningabarátta hans hefur t.a.m. gengið hálf illa og í mars hafði hann aflað langminnstra tekna í kosningasjóð sinn miðað við hina frambjóðendurna. Þá hafa ásakanir, sem fyrst komu fram í þætti á HBO sjónvarpsstöðinni, um vafasöm viðskipti við einstaklinga tengda mafíunni verið endurvakin. Í þættinum er Sharpton m.a. sagður hafa stundað peningaþvott. Sharpton segir að engin innistæða sé fyrir því sem fram komi í þættinum og hann hefur lögsótt sjónvarpsstöðina fyrir að hafa birt þáttinn.
– – –
Ég hef nú lokið yfirferð minni á þeim einstaklingum sem hafa lýst yfir framboði í forvali Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. Í næstu grein ætla ég að draga saman þessar fjórar greinar og reyna að meta það hver eigi mesta möguleika á að hljóta útnefninguna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand