Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins – 1. hluti

Eftir tæpa 15 mánuði munu fara fram forsetakosningar í Bandaríkjunum og það er talið öruggt að George Walker Bush muni sækjast eftir endurkjöri og vera um leið fulltrúi Repúblíkanaflokksins í kosningunum. Óljóst er á þessari stundu hver verður frambjóðandi Demókrata- flokksins. Margir telja að Bush muni vinna auðveldlega – því er ég ósammála. Bandarískt efnahagslíf hefur meira en minna verið í lægð síðan Bush tók við völdum í Hvíta húsinu í janúar 2001. Þegar að öllu er á botninn hvolft skipta utanríkismál og hernaðarsigrar bandaríska kjósendur minna máli en efnahagsmálin. Þannig muni ,,sigrar” Bandaríkjahers í Afganistan og Írak koma niður á Bush, því stríðsbrölt kostar jú skildinginn. Allir vita hvernig fór fyrir pabba hans Bush eftir fyrra stríðið í Írak, en þá voru efnahagsmálin líkt og nú í lægð. George Bush eldri sóttist eftir endurkjöri árið 1992, en tapaði fyrir óþekk(t)um fylkisstjóra frá Arkansas – William Jefferson Clinton. Í þessari grein og næstu greinum mínum ætla ég að skoða þá frambjóðendur í röðum Demókrataflokksins sem hafa lýst yfir framboði til forseta Bandaríkjanna. Í dag verða þau Corol Moseley Braun og Howard Dean til umfjöllunnar. Eftir rúmlega 15 mánuði munu fara fram forsetakosningar í Bandaríkjunum og það er talið öruggt að George Walker Bush muni sækjast eftir endurkjöri og vera um leið fulltrúi Repúblíkanaflokksins í kosningunum. Óljóst er á þessari stundu hver verður frambjóðandi Demókrataflokksins.

Margir telja að Bush muni vinna auðveldlega – því er ég ósammála. Bandarískt efnahagslíf hefur meira en minna verið í lægð síðan Bush tók við völdum í Hvíta húsinu í janúar 2001. Þegar að öllu er á botninn hvolft skipta utanríkismál og hernaðarsigrar bandaríska kjósendur minna máli en efnahagsmálin. Þannig muni ,,sigrar” Bandaríkjahers í Afganistan og Írak koma niður á Bush, því stríðsbrölt kostar jú skildinginn. Allir vita hvernig fór fyrir pabba hans Bush eftir fyrra stríðið í Írak, en þá voru efnahagsmálin líkt og nú í lægð. George Bush eldri sóttist eftir endurkjöri árið 1992, en tapaði fyrir óþekk(t)um fylkisstjóra frá Arkansas – William Jefferson Clinton.

Í þessari grein og næstu greinum mínum ætla ég að skoða þá fram- bjóðendur í röðum Demókrataflokksins sem hafa lýst yfir framboði til forseta Bandaríkjanna. Í dag verða þau Corol Moseley Braun og Howard Dean til umfjöllunnar.

Carol Moseley Braun
Carol Moseley Braun fæddist í Chicago á 16. degi ágústamánaðar árið 1947. Hún hlaut B.A. gráðu frá University of Illinois árið 1969 og þremur árum síðar útskrifaðist hún sem lögfræðingur frá University of Chicago. Braun er fráskilin og á einn son – Matthew.

Árið 1973 hóf Braun störf hjá ríkissaksóknaraembættinu. Þar starfaði hún við góðan orðstír þangað til hún eignaðist son sinn árið 1977. Ári síðar var hún kosin á löggjafarþing Illinoisfylkis og varð hún brátt þekkt fyrir baráttu sína fyrir betri menntun og mannréttindum minni- hlutahópa. Hún lét af embætti 1987, en fimm árum síðar var hún kosin öldungadeildarþingmaður fyrir Illinoisfylki. Með kjöri sínu varð Carol Moseley Braun fyrsta blökkukonan til að ná kjöri í öldungadeildinni. Braun var ekki endurkjörin sex árum síðar og árið 1999 varð hún sendiherra Bandaríkjanna í Nýja Sjálandi. Þegar hún lét af störfum sem sendiherra tveimur árum síðar bauðst henni prófessorstaða sem hún þáði við DePaul University Graduate School of Business. Hún hefur einnig verið gestiprófessor við Morris Brown College.

Í könnun sem gerð var í byrjun mánaðarins í heimafylki Carol Moseley Brauns, Illinois, hafði hún forskot á hina frambjóðendurna. Naut fylgis tæplega 22%, en Joe Lieberman og Richard Gephardt komu næstir með u.þ.b. 15% hvor um sig.

Howard Dean
Howard Dean fæddist í New York þann 17. nóvember 1948 og árið 1971 hlaut hann B.A. gráðu frá Yale University. Sjö árum síðar útskrifaðist hann sem læknir frá Albert Einstein College of Medicine í New York. Í læknanámi sínu kynntist hann eiginkonu sinni Judith Steinberg Dean og saman eiga þau tvö börn.

Eftir að Dean og Judy útskrifuðust ráku þau saman læknastofu. Stuttu eftir að þau komu læknastofunni á legg var Dean kjörinn á löggjafar- samkundu Vermontfylkis. Sex árum síðar fór í Dean í framboð til varafylkisstjóra og náði kjöri. Dean gengdi embætti varafylkisstjóra til ársins 1991 en þá lést þáverandi fylkisstjóri, Richard Snelling, og Dean tók við sem fylkisstjóri. Dean lét af störfum sem fylkisstjóri fyrr á þessu ári.

Howard Dean þykir róttækur á bandarískan mælikvarða og talið er að hann sé óska keppninautur Bush forseta. Dean telur Bandaríkjamenn vera á villugötu í utanríkismálum og t.a.m. lagðist Dean alfarið gegn hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Dean telur að gera þurfi talsverðar breytingar á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Dean var einn af þeim sem lögðust hvað harðast gegn skattalækkunum Bush fyrir tveimur árum og hann mun vafalaust tala mikið um efnahags- málin í komandi baráttu. Í fylkisstjóratíð sinni í Vermont kom hann fjármálum fylkisins í gott lag og um leið gerði hann umtalsverðar breytingar á heilbrigðiskerfinu, þar sem hann setti málefni barna og barnafjölskyldna á oddinn.

Eitt sem vekur athygli við frambjóðendann Howard Dean er eiginkona hans Dr. Judith Steinberg Dean. Hún hefur lítið komið nálægt pólitískum ferli eiginmanns síns og að öllu jöfnu starfað á lækna- stofunni sinni og sinnt umbjóðendum sínum. Í þau 12 ár sem Dean var fylkisstjóri var Judy nær ósýnileg – hélt engar ræður, gaf engin viðtöl, tók ekkert þátt í kosningabaráttunum og kom ekkert opinberlega fram. Að þeirra sögn ræða þau ekki um stjórnmál við matarborðið, heldur börnin og fjölskylduna. Judy Dean segist styðja eiginmann sinn í einu og öllu, en hún hefur jafnframt sagt að nái hann kjöri sem forseti Bandaríkjanna – muni hún flytja rekstur læknastofu sinnar til Washington. En hún gerir sér samt grein fyrir því að þá muni hún ekki geta sinnt læknastörfum eins mikið hún gerir nú.
– – –
Í næstu grein minni um forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins mun ég fjalla um öldungadeildarþingmanninn John Edwards og fulltrúadeildarþingmanninn Dick Gephardt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand